Dagsbrún - 01.11.1895, Blaðsíða 11

Dagsbrún - 01.11.1895, Blaðsíða 11
fullan rétt til þess að krefjast, að verða tekin til greina, þar scm ekki cr liægt að koma við öðrum sönnunum. En nú vilja surnir spyrja, hvað þetta annað líf eigi að þýða, ef að vér munum ekkert af því, sem fyrir oss hefir komið í þessu 1 íft ? En prófessorinn svarar þeim á þessa leið : Vér getum sagt það með nokkurnvegin vissu, að síla vor hafi lifnað hér, án þess að muna nokkuð eftir sínu fyrverandi ástandi. Sila vor man jafnvel ekki cftir tilveru sinni hina fyrstu daga hér- vistar sinrar á jörðu þessari, en í sjálfri sér her liún meðvitundina um ódauðleilca sinn, og henni er jafuómögulegt að hugsa sér byrjun, sem endir tilveru sinnar, og efað sálir manna mætast í öðru lífl, eíns og þær mættust hér, ogelska hver aðra eins og þær clskuðu hér, hvort mundi þá annað líf vera svo mjög ólíkt lííinu hér á jörðunni ? Iívort mundi það þá verða illa þolandi eða ekki þess virði, að lifa þar aftur ?” Vér höfum sýnt hér ofurlítið ágrip af skoðunum Max Muller’s, ekki fyrir það, að vér föllumst á þær, heldur af því, að maðurinn cr frægur sem vísindamaður og vitmaður um heim allan, og mun því mörgum þykja gaman að kynnast hugmyndum hans. ’ KONUNGSRÍKIÐ ÍIANS REX LITLA. [Þýtt úr ensku.j Orðið Rex er latneskt og þýðir konungur, og af því að sveinn si, er sagan gerist af, var i vissum skilningi konungur, þá er nafn þetta gefið lionum. Jæja, hann Rex litli átti lieima í Baudaríkjunum. Það kannað sýnast undarlegt, að nokkur maður með því nafni skyldi þar vera, það heflr þó verið fremur sjaldgæft, að konungar ættu heima þar. Hann var fimm ára gamall, ekki var nú aldurinn hár, en hann gat verið bæði góður og skemtilegur drengur; en því er nú ver og mið- ur, og það er sárt að þurfa að segja frá þvi, að stundum var hann líka óþekkur og ekki góður drengur. Einn góðan sumarmorgun lág eitthvað illa á honum. Hann byrjaði daginn með því, að koma of seint til morgunverðar, sem kom af því, að hann haf'ði ekki látið skóna sina á réttan stað kvöld- ið áður, og þurfti svo að leita að þeim alllerigi um morguninn. Svo ste.yfti hann úr mjólkurkönnunni niður í kjöltu sína og þurfti að

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/1272

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.