Morgunblaðið - 21.08.2017, Síða 19

Morgunblaðið - 21.08.2017, Síða 19
framt hafa veiðiréttarhafar ráðist í breytingar á árfar- vegi Breiðdalsár þar sem fossinn Beljandi var gerður laxgengur. Ekki þarf annað en að skoða almenna skilgreiningu laga um lax- og silungsveiði nr. 14/2006 á „villtum fiski- stofni“ til að sjá að fiskur árinnar fellur utan skil- greiningarinnar en þar seg- ir: „Fiskstofn þar sem meiri hluti fisks er klakinn í nátt- úrulegu umhverfi, elst þar upp og er kominn undan villtum foreldrum.“ Hafi Þröstur tekið ána á leigu í þeirri góðu trú að um væri að ræða nátt- úrulegan laxastofn tel ég að hann ætti að leita réttar síns. Reyndar hefði verið hægur vandi fyrir leigutak- ann að finna upplýsingar um raunverulega stöðu ár- innar, sem á sér enga sögu um villtan lax en er hins vegar þekkt eldisá eða haf- beitará. Þessar miklu slepp- ingar í Breiðdalsá eru for- senda þess að hægt sé að veiða lax í einhverjum mæli í ánni. Í grein Þrastar nefnir hann lögbundið hlutverk veiðifélaga og segir það vera „að stunda fiskirækt á félagssvæðinu eftir því sem þörf krefur til að tryggja vöxt og viðgang fiskistofna og sjálfbæra nýtingu þeirra“. Það er góðs viti að Þröst- ur geri sér grein fyrir því hvert hlutverk veiðifélag- anna er og hvet ég hann til þess að tryggja vöxt og við- gang þeirra náttúrulegu fiskistofna sem tilheyra Breiðdalsá. Það væri verð- ugt og göfugt verkefni að huga að eðli árinnar og þeim náttúrulega fiski sem þar á heima. Breiðdalsá er silungsá eins og fram kem- ur í öllum eldri heimildum og í orðum Bjarna Sæ- mundssonar. Það væri virðingarvert ef aðstand- endur Breiðdalsár tækju þeirri áskorun að hætta seiðasleppingum eldisfiska, fjarlægðu laxastiga við foss- inn Beljanda og tryggðu vöxt og viðgang hins nátt- úrulega silungs. Í ljósi þess að veiðirétt- arhafar sleppa á annað hundrað þúsund eldisseiðum árlega í Breiðdalsá er spurning hvort ekki sé eðli- legt að slík framkvæmd verði sett í umhverfismat. Í allri umræðu um að vernda erfðamengi villtra laxa er áhugavert að sjá að á heimasíðu Strengja, rekstraraðila Breiðdalsár, er sérstaklega tekið fram að félagið beiti ákveðinni að- ferðafræði til að rækta fram stórlaxagen (MSW) og hafi það verið gert með góðum árangri. Með þessu inngripi er verið að velja út gen, hafa áhrif á fjölbreytileika og hið náttúrulega val sem myndi eiga sér stað ef til væri að dreifa náttúrulegum laxastofni í ánni. » Þar sem veiðiréttarhafar árinnar sleppa á annað hundrað þús- und eldisseiðum ár- lega er spurning hvort slík fram- kvæmd ætti ekki að fara í umhverfis- mat. Höfundur er stjórnarmaður í Löxum fiskeldi ehf. MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. ÁGÚST 2017 ✝ Þórlaug Guð-mundsdóttir fæddist 25. desem- ber 1954. Hún lést 6. ágúst 2017. Foreldrar henn- ar voru Guð- mundur J. Kristjánsson vegg- fóðrarameistari og Þórlaug Svava Guðnadóttir hús- móðir. Systkini: Guðni Guðmundsson veggfóðr- mundur Baldvinsson, f. 1971. 2. Hrannar Baldvinsson, f. 1977. 3. Baldvin Þór Baldvins- son, f. 1978. 4. Arnar Bald- vinsson, f. 1981. Þórlaug ólst upp í Smá- íbúðahverfinu í Reykjavík, stundaði nám í Breiðagerð- isskóla, Réttarholtsskóla og Ármúlaskóla. Hún starfaði hjá Bóka- miðstöðinni sem aðstoðarkona í prentsmiðju, afgreiðslukona hjá ÁTVR, verslunarstjóri hjá Sveini bakara og um aldar- fjórðung í Laugalækjarskóla, lengst af sem húsvörður. Útför Þórlaugar fer fram í Grafarvogskirkju, í dag, 21. ágúst 2017, og hefst athöfnin klukkan 13. arameistari, Örn Guðmundsson veggfóðrarameist- ari, Áslaug Guð- mundsdóttir hús- móðir, Albert Guðmundsson veggfóðrarameist- ari. Eiginmaður Þórlaugar er Baldvin Gunnl. Heimisson prent- ari. Börn þeirra eru 1. Guð- Mikill harmur er kveðinn að Baldvini G. Heimissyni, kærum vini mínum til 49 ára. Eigin- kona hans og lífsförunautur í meira en 47 ár, Þórlaug Guð- mundsdóttir, er látin, langt fyr- ir aldur fram. Baldvin og Þórlaug voru allt- af kölluð Balli og Dolla meðal vina og ættingja. Í mínum huga var erfitt að hugsa sér þau aðskilin, enda voru þau nánast aldrei aðskilin á sinni rúmlega 47 ára vegferð í gegnum lífið. Ég man varla eftir því að við Balli hittumst án þess að við töluðum ekki eitthvað um elsk- urnar okkar. Balli um Dollu sína og ég um Dúddu mína. Við ræddum um ýmislegt í sam- skiptum okkar við þessar elsk- ur, vorum svona stundum að bera saman bækur okkar. Allt í mesta græskuleysi. Stundum flissuðum við og töld- um eins gott að þær heyrðu ekki hvað við værum að segja núna. Vissum að lítil innistæða væri fyrir mannalátunum í okk- ur. Á langri leið í hjónabandi fer ekki hjá því að ýmis verkefni komi í fangið á fólki. Sum þessi verkefni eru ekki af léttara tagi og þá reynir á hjónabandið. Dolla og Balli fengu sinn skammt af erfiðum verkefnum. Í þeim erfiðleikum komu ber- lega í ljós mannkostir Dollu; hún stóð eins og klettur við hlið Balla, staðráðin í því að láta hlutina ganga upp, sem þeir gerðu að lokum. Ég hef alltaf dáðst að því hvernig hún hélt utan um strákana og Balla og lét ekki bilbug á sér finna. Elskurnar okkar eru sko engar plastdúkkur, þær eru úr eðalmálmi, segjum við Balli oft hvor við annan þegar við ræð- um málin. Kæri vinur. Megi almættið sem vakir yfir öllu verða þér og strákunum þínum, tengdadætr- um, barnabörnum og barna- barnabörnum styrkur í sorg- inni. Guðjón Smári. Með virðingu og þakklæti kveðjum við Þórlaugu Guð- mundsdóttur, umsjónarmann Laugalækjarskóla, kæra sam- starfskonu og félaga. Lauga okkar var fyrir löngu orðin samofin öllu sem fór fram í skólanum eftir samfellt starf í nær aldarfjórðung. Hún hóf fyrst störf sem skólaliði en varð síðar húsvörð- ur og gegndi því starfi til ævi- loka. Hún var sú okkar sem átti lengstan starfsferil og stórt skarð er skilið eftir með fráfalli hennar. Unglingarnir, skólastarfið og húsnæði Laugalækjarskóla voru henni hugleikin alla tíð. Hún var lykilmanneskja í öllu starfi utan kennslustundanna og vann mikið með nemendum að ýmsum málum. Gamlir nem- endur hafa sagt frá öllum sam- lokunum sem hún grillaði fyrir þau í kjallaranum en þau yngri muna frekar eftir henni sem stjórnanda og einum allsherjar reddara. Í hennar tíð hafa lík- lega um tvö þúsund börn úr Laugarnesinu gengið í skólann og hún átt samneyti við þau öll. Hún stóð vaktina gagnvart hús- inu bæði dag og nótt, og tók mikinn þátt í að byggja upp og viðhalda góðri aðstöðu í skól- anum. Þórlaug var bæði hagleik- skona og hörkutól í senn. Hún bjó yfir afbragðsverkkunnáttu sem kom sér vel í starfi hús- varðar. Hún hafði þó ekki mörg orð um verkefni sín og ekki heldur um veikindin þegar á reyndi. Hún kveinkaði sér helst aldrei og hélt áfram að sinna sínum skyldum lengst allra núna í vor. Það var helst undir skólalok að okkur fannst af henni dregið. Erfitt er til þess að hugsa til baka kannski hafi veikindin verið búin að hrjá hana lengi á meðan hún vann með okkur. En það var ekki hennar siður að bera sig illa. Mannfagnaðir voru henni mikilvægir, bæði skipulagið, skreytingarnar og þátttakan. Hún undirbjó ófáar skemmtan- ir með nemendum og var ávallt í lykilhlutverki þegar kom að því að undirbúa samverustund- ir fyrir starfsfólk. Okkur félögum hennar var því brugðið nú í júní þegar hún sagðist ekki komast með okkur í árlegt ferðalag. Ég kem á næsta ári, sagði hún. Fyrst og fremst finnst okkur þó að Þórlaug hafi verið mamma, amma og langamma – fjölskyldumanneskja inn að hjartarótum. Hún og Baldvin voru samhent hjón og birtust okkur sem traustir ættarhöfð- ingar. Stóra fjölskyldan þeirra er okkur í Laugalæk vel kunnug og kær og á skrifstofunni henn- ar héngu myndir af sonunum fjórum. Við í Laugalækjarskóla vott- um Badda og allri fjölskyldunni innilega samúð okkar. Á síðustu dögum hafa einnig margir fyrrverandi starfsmenn, nemendur, foreldrar og sam- starfsaðilar skólans haft sam- band við okkur og beðið fyrir hlýjar kveðjur til fjölskyldunn- ar. Megi Lauga hvíla í friði og minning hennar lifa. Fyrir hönd samstarfsmanna í Laugalækjarskóla, Jón Páll Haraldsson, skólastjóri. Elsku Dolla mín, mikið sem ég á eftir að sakna þín; hitta þig, spjalla, hlæja, bulla og gera grín að körlunum okkar. Allt þetta og margt fleira sem var svo gaman að gera saman. Ferðalögin, útilegurnar, með sjö kraftmikil börn í farteskinu, aldrei lognmolla hjá okkur. Að eiga allar þessar stundir með ykkur Badda og strákun- um er ómetanlegt. Vita það að ef maður þurfti að fara til Reykjavíkur þá var alltaf nóg pláss hjá ykkur, alltaf opið hús fyrir okkur og það gleymist aldrei. Fá ykkur í heimsókn á hverju sumri, ekkert var betra eða skemmtilegra. Betri vini er ekki hægt að hugsa sér. Ekki var nú leiðinlegt að komast í frí án ormanna og ég held að Jamaíkaferðin hafi ver- ið toppurinn, alla vega sagðir þú oft við mig, „þetta var frá- bær ferð“ og þar er ég sam- mála. Ég veit að ég á oft eftir að ylja mér við allar minningarnar um þig, frábær eiginkona, móð- ir, tengdamóðir, amma, langamma og síðast en ekki síst yndislegur vinur og félagi. Ég gæti haldið endalaust áfram en við hittumst seinna og þá verður hægt að rifja upp og hafa gaman. Elsku Baddi minn, Gummi, Hrannar, Baldvin Þór, Arnar og fjölskyldur, minning um dásamlega konu yljar þó sökn- uðurinn sé mikill. Elska ykkur alla leið og þið eigið alltaf stað hjá mér og í hjarta mínu. Blessuð sé minning þín, elsku Dolla. Þín vinkona, Guðrún Jóna. Þegar náinn samstarfsmaður til margra ár fellur skyndilega frá leita á hugann fjölmargar minningar liðinna ára hvort sem það er úr starfi eða leik innanlands sem erlendis. Þór- laug, eða Lauga eins og við í skólanum kölluðum hana, starf- aði við Laugalækjarskóla í um 25 ár, nú síðasta áratug sem umsjónarmaður skólans. Lauga var fjölhæfur og hæfileikaríkur starfskraftur og það var sama hvað hún var beðin um að gera alltaf var Lauga tilbúin, hvort sem það var að vinna með nem- endum í félagsstarfi, aðstoða foreldrafélag skólans við skemmtihald og ekki vílaði hún fyrir sér að kenna heimilisfræði þegar á þurfti að halda. Öll störf sem Lauga tók að sér í skólanum vann hún af mikilli natni og samviskusemi. Það er varla sá viðburður í skólanum á þessum árum sem hún hefur ekki komið nálægt að skipu- leggja – almennir fundir, veisl- ur fyrir foreldra, árshátíðir nemenda, fundir skólayfirvalda í Reykjavík og fleira og fleira – alltaf var Lauga tilbúin til að- stoðar, það var hennar heima- völlur að skreyta skólann og út- búa eitthvað gott svo allir yrðu ánægðir. Þegar minnst er Laugu kem- ur Baddi, eiginmaður Laugu, upp í huga manns á sömu stundu. Ef Lauga tók þátt í einhverju eða skipulagði ein- hvern viðburð var Baddi ávallt nálægt. Það er varla hægt að hugsa sér samrýndari hjón og virðing þeirra hvort fyrir öðru til eftirbreytni. Fjölskylda Laugu var henni mjög kær, hún var stolt af sonum sínum og afkomendum þeirra og þeg- ar þeir komu í heimsókn í skól- ann leyndi sér ekki gleðin og stoltið. Lauga og Baddi áttu sér at- hvarf á Skagaströnd en þar höfðu þau byggt upp fallega að- stöðu í húsi undir Höfðanum. Það voru ófáar ferðirnar norð- ur í land sem þau fóru saman, þar var þeirra sumarhöll. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn til þeirra, gestrisni og höfðinglegar móttökur og munum við hjón minnast þeirra stunda með miklum hlýhug. Missir og söknuður fjöl- skyldu Laugu er mikill. Öruggt er að Laugu verður minnst af hlýhug af starfsfólki og nem- endum Laugalækjarskóla og hennar verður sárt saknað þeg- ar skólinn hefst á ný eftir sum- arfrí því hún var sterkur hlekk- ur í góðu starfi skólans á liðnum árum. Við hjónin vott- um fjölskyldu Laugu samúð okkar. Björn M. Björgvinsson, Fanney Úlfljótsdóttir. Þórlaug eða Lauga eins og við köllum hana fylgdi okkur á hverjum degi í fjögur ár. Ekki einhver fjögur ár heldur þau ár sem maður mótast frá degi til dags frá 7. bekk og út 10. bekk. Og ekki bara á daginn heldur oft fram á kvöld, því sem hús- vörður og vinur okkar undirbjó hún með okkur öll böllin og all- ar árshátíðirnar. Lauga var þannig líka uppalandi, við- burðastjóri, viðgerðarmaður, reddari og svo margt margt annað. Ef við hefðum fengið krónu fyrir þau skipti sem við heyrðum „spurðu Laugu“ ætt- um við væna summu í dag. Það þarf síðan að hafa bein í nefinu til að gera það sem Lauga gerði á hverjum degi, að leyfa ekki krökkum að komast upp með rugl! Það hafði Lauga svo sann- arlega. Bolli kynntist henni bæði sem nemandi og svo sem samstarfsmaður 10 árum seinna. Þá stóð Lauga enn sína vakt, rétt eins og rúma tvo ára- tugi þar á undan. Það gefur auga leið að Þórlaug skilur eft- ir sig stórt skarð innan veggja Laugalækjarskóla, skarð sem ekki er hægt fylla. Við erum handviss um að við tölum fyrir hönd hundruða unglinga úr Laugarneshverfi þegar við seg- um, hvíldu í friði kæra Lauga þín verður sárt saknað. Bolli Már Bjarnason, ár- gangi 1992, Guðríður Pét- ursdóttir, árgangi 2001. Þórlaug Guðmundsdóttir Eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, INGVAR RAGNARSSON, Kaplaskjólsvegi 31, lést á Landspítalanum föstudaginn 11. ágúst. Útförin fer fram frá Háteigskirkju miðvikudaginn 23. ágúst klukkan 13. Hanna Björk Baldvinsdóttir Sigrún Elfa Ingvarsdóttir Árni Haraldur Jóhannsson Fríða Ragna Ingvarsdóttir Elfa Rut Klein Katla Rut Jónsdóttir Tinna Rut Jónsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVANDÍS MATTHÍASDÓTTIR, Skúlagötu 20, Reykjavík, lést 13. ágúst á Droplaugarstöðum. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 23. ágúst klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlega afþakkað. Birgir Hauksson Gróa Erla Ragnvaldsdóttir Rósa Hauksdóttir Baldur Hauksson Lilja Ingvarsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær sambýliskona, móðir og systir, INGER BJARNA IPSEN, lést á Landspítalanum við Hringbraut 15. maí síðastliðinn. Jón Ólafur Gunnarsson Hjördís Anna Aradóttir Sunna Ipsen Anna Ipsen Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BRYNHILDUR HERMANNSDÓTTIR, ljósmóðir frá Hofi, andaðist 17. ágúst á Dvalarheimilinu Hlíð. Hún verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn 25. ágúst klukkan 10:30. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Dvalarheimilið Hlíð. Unnþór B. Halldórsson Kristín Þórarinsdóttir Þórdís Bjarnadóttir Smári Jónsson Erla Bjarnadóttir Ólafur Jakobsson Guðrún Bjarnadóttir Örn Falkner Elín J. Bjarnadóttir Derek Voghan Pálmi Bjarnason Elísabet Hreiðarsdóttir Hólmfríður M Bjarnadóttir Helgi Bjarnason barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.