Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.08.2017, Page 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 13.08.2017, Page 28
FERÐALÖG Það var boðið upp á bæði hið besta og versta í ís-lenskri veðráttu í hjólaferð um Fjallabak í júlí, en í bak- sýnisspeglinum var um hressilegt ævintýri að ræða. Nýtt hjól, Lauf, prófað 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13.8. 2017 Íslenski hjólaframleiðandinn Laufcycling bauð nokkrum erlendumhjólablaðamönnum, stjórnendum stórra hjólakeppna og atvinnumönn- um í hjólreiðum hingað til lands til að prófa nýtt íslenskt malarhjól (e. gra- vel bike) sem fyrirtækið var að skella á markað undir nafninu True Grit. Þá var markmiðið einnig að skoða möguleikann á að halda hér al- þjóðlega systurkeppni erlendra hjólakeppna og leyfa erlendum hjól- reiðamönnunum að upplifa íslenska náttúru og hjólaleiðir. Undirritaður fékk að fara með í ferðina þrátt fyrir talsvert minni hjólareynslu en aðrir en var á móti aðeins tilbúnari and- lega þegar íslenska veðrið ákvað að snúa sér 180 gráður og demba lá- réttri rigningu og hagléli á hjólreiða- mennina. Á malarhjólum er dekkið nokkuð breiðara en á venjulegum götuhjól- um og vorum við með 40 mm undir hjá okkur og um 35 pund í dekkj- unum. Það gerði manni kleift að kom- ast nokkuð hratt yfir, en á sama tíma hafa gott grip þegar farið var upp og niður brekkur. Vegurinn er sandur á köflum og þá er gott að hafa aukið flot. Ferðalagið hófst við Keldur við upphaf Fjallabaks syðra í blíðskap- arveðri. Erlendu gestirnir voru greinilega spenntir að prófa nýja hjólið, en inni á milli leyndust ein- staklingar sem voru greinilega spenntari fyrir leiðinni, óbyggðunum og íslensku náttúrunni. Þeir áttu ekki eftir að verða fyrir vonbrigðum þótt síðar væru þeir bölvandi þessari sömu náttúru heilan dag. Áformað var að hjóla trússaða ferð frá Keldum upp að Laufafelli, en í stað þess að halda í Álftavatn átti að beygja vestan megin við Laufafell og halda í norðvestur að Krakatindi þegar komið var að Dalakofa og það- Ljósmyndir/Arnold Björnsson Á ferð um tvo heima á Fjallabaki Það er hættulegt að prófa eitthvað nýtt. Maður getur ánetjast því og stundum kostar slíkt allt of mikinn tíma og peninga til viðbótar við fyrri áhugamál. Samt lætur maður til leiðast, heillast með og fyllir dagskrána enn meira en áður. Þannig verður það væntanlega hjá mér með hjólreiðar á hálendinu eftir að hafa prófað þær í fyrsta skipti almennilega nú um miðjan júlí. Þorsteinn Ásgrímsson thorsteinn@mbl.is Það er fátt sem jafnast á við Fjalla- bak á góðum degi. www.solning.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.