Ljósið - 01.01.1908, Blaðsíða 8

Ljósið - 01.01.1908, Blaðsíða 8
4 L JÓSIÐ Fj ögramaki. Eg, ritstjóri og ábyrgðarmaður tímaritsins sem eg nefni »Ljósið«, hygg mig vera fjögra maka. Þori því með fullri einurð og réttri trú á drottinn vorn og mitt góða málefni að knésetja fjóra guðfræðiskennimenn Lútersku þjóðkirkjunnar hér á íslandi. Þessir fjórir kennimenn herra vors Jesú Krists og riddarar konungsins í Kaup- mannahöfn eru: Biskup þjóðkirkjunnar á Islandi, skáldið »af guðs náð«, Matthías bróðir minn, og útgefendur Nýja kirkjublaðsins, yfirmenn prestaskólans, Jón Helgason og Þórhallur Bjarnarson. Allir sem lesa þetta ritverk mitt og einnig það sem eg hefi áður látið prenta, hljóta að sjá, að einurð mín og staðfesta í þá átt, að vilja niðurbrjóta myrkraverkin, það er fágætt á þessum trúleysis og hálfvelgju tíma, að eg einn, lítt mentaður, bláfátækur, hálfsjötugur, slitinn erfið- ismaður skuli þora að bera einn frelsismerki sannleikans konungs á himnum. Sama frelsismerkið og fyrsti kristni mannvinurinn, Messías, bar á Gyðingalandi. Messías tal- aði hart á yfirmenn Gyðingakirkjunnar, sem hann var uppalinn í. Mannvinurinn Messías, skírður Jesús, hann skammaði ekki hórkonuna, er farísear álitu að ætfi að grýtast eftir Mósesarlögum. Jesús þar á móti svívirti yfir- menn kirkjunnar og varaði þjóðina og lærisveina sína við slíkum hræsnurum og lögbrotamönnum. Nú vil eg af öllum lífs og sálar kröftum hafa dærni sannkristna mannsins fyrir augum mér. Eg vil ekki grýta neina konu eftir Mósesarlögum, hvorki í höfuðstað íslands eða utan borgar. Eg skamrna með stóryrðum á prenti yfirmenn þjóðkirkjunnar fyrir trúleysi, kærleiksleysi og ó- réttlæti við smælingja; lögmálsbrot, sprottin af hirðuleysi, þar af leiðandi þekkingarskort á sannleika. Eg segi að þá vanti góða samvizku og einnig næga frelsisást. Þeir rannsaka hvorki sjálfa sig né þá ritning er þeir byggja á sína ramvitlausu hneixlisfræði. Mér finst þessir 4 ridd- arar Danakonungs vera andlega máttlausir og verjulausir, úr því enginn þeirra þorir að rjúfa þögnina og verja sig

x

Ljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.