Ljósið - 01.01.1908, Qupperneq 10

Ljósið - 01.01.1908, Qupperneq 10
6 L J Ó S I Ð Það eg segi, það vel krassar, þörf er trú mín nýsprottin, ástárverk sitt alt'hér passar alheims góður meistarinn. Mörgum þykir syndin súr sem að veröld kennir, sannleiksdrottinn sorann úr sigurverki brennir. ai trú. Kæru ijóssins og frelsisins vinir! Eg hlýt að vara yður alla bróðurlega við falskri kenning, sem stendur í Nýja Kirkjublaðiiiu 2. tölubl. 24. janúar 1907. Útgefendur Iíirkjublaðsins, Jón Helgason og Þórball- ur Bjarnarson, bjóða liér skynsömu, hugsandi fólki trúar- setning frá lieiðingjapostulanum Páli, og ráða þessir ment- uðu herrar ekkert við kenningu Páls postula, af þvi hún er röng. Trúarsetning postulans hljóðar þannig: »En nú er án lögmáls réttlæti guðs opinberað — — það er: réttlæti guðs fyrir trú á Jesúm Krist til allra og yfir alla sem trúa« (Róm. 3. 21. 22). Eg álít þetta ekki rétta kenning hjá Páli postula, þó hann væri að bjóða heiðingjum slíka kenning. Því síður er hún boðleg kristnum mönnum, og bjóða prestakennararnir þjóðinni slíkt af sorglegu trúleysi og vanþekking á herra sínum og löggjafa Jesú Kristi. Eng- inn maður getur öðlast sanna trú á Jesúm Krist án þess að þekkja sannleikann. Sannleikurinn cr það góða lög- mál er allir menn þurfa að þekkja og allir að hlýða, því sannleikurinn getur eklvi gert rnenn frjálsa án þekkingar. Ástin á sannleikann vex af þekkingu, en aldrei af þelck- ingarleysi.

x

Ljósið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.