Ljósið - 01.01.1908, Síða 11
LJÓSIÐ 7
Hver vitur maður álítur, að það sé rangt kent af
mér, er eg segi að réttlætið og sannleikurinn sje hvort-
tveggja opinberað við kenningu þá-er Jesús Kristur færði
öllum lxeimi? Gyðingaprestar þóttust réttlátir vera af lög-
málsverkum. Sannleikann þóttust þeir vita af lestri ritn-
ingar sinnar. Móses og spámenn gamla sáttmálans voru
þeirra leiðtogar. Abraham kölluðu þeir sinn föður, en
sýndu þó ekki eða gerðu Abrahams verk. Nú spyr eg
kennimenn presta A'orra: Eiga nú Gyðingar að réttlætast
af trú á Móses, þó þeir bryti öll hans lög? Og eiga þeir
einnig að réttlætast af trú á Abraham, þó þeir gerðu ekki
Abrahams verk? Gátu þeir orðið réttlátir af trú sinni,
þó þeir skeyttu hvorki unl sitt skrifaða lögmál, eða sam-
vizkulögmál heiðingja? Gyðingar eru útvalin þjóð og
óskabörn Jalive ef ekkert réttlæti nær til þeirra, hvorki
hér eða annars heims. — Eg heíi skilið ritninguna svo,
að Jesús liali hirzt Gyðingum, ekki sem sá er vildi leyfa
þeim að syndga, .lieldur sem dómari þeirra, er þyngdi
lögmálið handa þeim fyrir samvizkuleysi þeirra og lög-
málsbrot. Vænir menn geta réttlæzt af samvizkulögmáli,
þó þeir ekki þekki löggjatá alheimsins, Ivrist.
Gyðingaprestar munu liafa verið slæmir menn, þeir
vissu vel að Jesús var saklaus og ekki valdur að því að
hann vildi spilla fyrir löghlýðni í landinu. »GjaIdið keisar-
ajium hvað keisaraiis er og guði livað guðs er«, sagði
hann. Samvizkulögmál vakandi og heilbfigð skynsemi verð-
ur að vera hjá þeim herrum, er ætla að vera leiðtogar og
löggjafar alþýðumanna. Menn eiga að reyna að gera það
góða af þyí að þeir vita, að gott leiðir gott af sér, og
menn eiga að forðast að gera ilt af því, að það hlýtur að
Iciða ilt afsér fyr eða seinna.
Það er stórhneixlanlegt að prestakennimenn skuli
hera aðra eins falskenning á horð fyrir kristna þjóð, að
menn geti réttlæzt af trú á Jesiim Krist án lögmáls og
lögmálsverka. Það er eins og herrar þessir ætli sér að
losast við alla ábyrgð orða sinna og verka, hara fyrir það,
að þeir látast trúa á herra sinn á hiinnum og hafi hann
á vörunum. Peir ætla ekki að sýna góða trú með góðum