Ljósið - 01.01.1908, Blaðsíða 12

Ljósið - 01.01.1908, Blaðsíða 12
8 L JÓSIÐ verkum, og víst ekki að heimta það af nokkrum presti þjóðkirkjunnar. Útgefendum Nýja Kirkjublaðsins þykir máske eg vera komin út frá efninu. Eg hygg það sé ekki. Ef herrarnir ætla að réltlæta sig af tómri blindri trú á Krist án lög- máls og lögmálsverka, þá svari þeir fyrir sig í Nýja Kirkjublaðinu. Mér skilst að allir prestar þjóðkirkjunnar séu mjög ónýtir þjónar herra síns. Prestar hafa brotið alla ritn- inguna, báða sáttmálana. Þeir byggja kenning sina á báðum sáttmálunum, þeim gamla og nýja, og öll bygg- ingin er að svíkja, orðin ónýt þjóðkirkjutrú, er á grafar- barminum eins og aðrar trúarkenningar, rangt skildar af trúboðum, hverju nafni sem nefnast, sem eru bygðar á ritningunni dauðri, er mölur og rottur geta étið. Rottur éta aldrei þann Krist sem eg trúi á. Eg vona að eg geti sýnt trú mína af verkum. [Frh.], Mannslát. Prófastur í Skagafjarðarsýslu Zóphónías Halldórsson í Viðvík burtkallaðist 3. janúar næstl. Var óefað einn af merkustu kennimönnum Norðanlands. Eg minnist þess góða manns með virðingu. Útgefandi tímarits þessa býr í Pingholtsstrœti 15. Hjá honum fást keypt rit hans »Hróp og lögmál«, »Krist- indómur« og fleira smávegis. Útgefandi og ábyrgðarmaður »Ljóssins« kennir að Kristur sé drottinn almáttugur, hans andi guð, er stjórna á kristnum mönnum. PRENTSMIÐJAN GUTENBEKG.

x

Ljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.