Ljósið - 05.03.1908, Blaðsíða 8

Ljósið - 05.03.1908, Blaðsíða 8
40 LJÓSIÐ Lassarusi var farið að rotna, þá andinn fór í það aftur. Éngan líkama vilja guðfræðingar skamta og eta, nema af þeim réttláta píslavotti, er deyddur og kvalinn var af Gyðingum. Að eta manns hold og drekka manns blóð, er þó talið villumanna æði. Að segja hluti vera alt annað en þeir eru í raun og veru, er prestum liðið að gera í lútherskri guðs- þjónustu. Vilja ekki hinir Lúthersku prestar svara hinum eftirfarandi spurningum: Hversvegna leyfði hinn mildi manna- og dýravin- ur, Messias, legíó djöíla er við hann töluðu, að drepa 2000 svin? Því máttu ekki djöflar, sem kvöldu mann og gerðu hann bandóðann, fara í undirdjúpin? Er það kristilegt að leyfa illum öndum að gera mönnum fjártjón? Kennimenn kirkjunnar segja að andi úr kristnum mönnum fari í Helvítis kvalir. Væri þá ekki betra að hann færi í einhvern dýrsmagann, og dæi þar út, held- ur en láta djöfulinn og alla hans púka kvelja hann með eldi- og brennisteins kvölum um alla eilífð? Getur þetta og annað eins aukið traust og elsku til hins kærleiksríka eilifa föðurs? Er það prestanna skylda, að hræða sálir barnanna með illri kenningu og skapa með henni örvæntingaranda? 's/r/s'/*/s/*.,*/*/*/*/S'S/r/*/*/*/x/s/s/s/s/s/*/s/*/x/s/s/s/*/*/s/s/*/r/s/s/*/r/s.S'SS/s/s/*/s/*/s/s/r/*/s/s/s/s/s/s/s/s/r/-r/s/r/*/*! Útgefandi tímarits þessa býr í Pingholtsstrœli 15. Hjá honum fást keypt rit hans »Hróp og lögmák, »Krist- indómur« og fleira smávegis. Útgefandi og ábyrgðarmaður »Ljóssins« kennir, að Kristur sé drottinn almáttugur, lians andi guð, er stjórna á kristnum mönnum. FHKNTSMIEJJLN QtrTBNBEBG.

x

Ljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.