Ljósið - 09.03.1908, Page 2
42
L JÖSIÐ
hjartaprúð að merki settu,
sjálf að gera sæla daga,
sjálf að bæta alt og laga.
Vér háðum stríð við eld og ís
illa ræktað því er landið,
kærleiksríkur kongur vís
kærleiks þarf að festa bandið,
Friðrik efli friðinn trúa,
frjálsir hér svo megum búa.
Okkur þjáði útlent vald,
öldin því er lengi að gleyma;
sorglegt var það syndagjald,
sundrung ill hér ríkti heima
á Sturlunga illri öldu
ýmsir deyddu menn og kvöldu.
Hér þó gömul hrynji fjöll
og hafís, kuldinn, gróðri spilli,
því samt treystir þjóðin öll
þá sólin ljómar skúra milli
gott menn hljóti af giptu þinni,
Glaðir drekkum konungs minni.
Ova iit tíöincli,
ekki nim li’i'iiMííi.
Eg vil geta þess í timariti mínu, — en það voru
óvænt tíðindi fyrir oss íslendinga — er símað var upp
hingað til Reykjavikur frá Kaupmannahöfn, strax eptir
það, að millilandanefndin var komin til Kaupmanna-
hafnar, urn það leiti er hún átti að taka til starfa. Þá
leggja dönsku fjárliagsherrarnir fram prentuð skjöl um
viðskifti íslands við dönsku þjóðina frá 1700—1907,
og þar er sýnt fram á, að ísland skuldi ríkissjóði Dana
5,300,000 króna.