Ljósið - 09.03.1908, Qupperneq 7
LJÓSIÐ
47
Með Jesú nafn á vörunum kenna þeir ósómann,
og líkama þess góða hirðis hafa þeir enn til útbýtingar
í messum sínum. Drottinn almáttugur varðveiti alla
presta milli himins og jarðar, að þeir verði ekki sér til
eilífrar háðungar fyrir dómstóli herrans, sem ekki fer í
manngreinarálit, eins og dramblátir höfðingjar í þessari
spiltu og tryltu veröld, sem vilja láta dýrka sig meir
en konung konunganna, sem allar góðar og fullkomn-
ar gjafir koma frá.
Hver hefir drottins ráðgjafi verið af mönnum?
Enginn segi eg.
Eg beygi mig í duptið fyrir þeim eina lávarði lífs-
ins, er eg veit, að aldrei hefir dáið, og getur aldrei dá-
ið. Eða er hægt að fara út úr ríki þess almátluga Ijóss-
ins og lífsins föðurs?
Svari biskupinn og prestarnir því!
Yit og kærleikur frá þeim eina góða hirðir, getur
ekki tapað limum sínum, hann er andlegur, og limir
hans líka andlegir.
Drottinn vegsamist að eilifu. Amen.
tvísöngslag
Aldrei sá drottinn dó,
'dauðann er sigra kann,
klerkarnir kenna þó
kaþólska trú páfans,
að frelsari þjóða flengdur
færi dauður til heljarrans.
Mennirnir lærðu lýti
lýgur því ekki ritningin,
andskotinn í helvíti
ætti veröld og undirheim?
talaði drottinn dauður
djöflana við, og kendi þeim?