Ljósið - 07.04.1911, Síða 2

Ljósið - 07.04.1911, Síða 2
58 LJÓSIÐ Falið mold þó liggi lík, lífs af föður merkum; hans var lundin ráðarík, rík af góðum verkum. Faðir minn af flestum bar með fögrum kostum snjöllum; hann því jafnan virtur var af vitrum mönnum öllum. Faðir þunga byrði bar, bar þann kross með snilli; á skapsmunum veikur var, vanstiltur á milli. Kær hans Þóra veik oft var, og við kornung í hreiðri; Jochum alla byrði bar blessaður með heiðri. Hefði fóðurs forsjá þá farið, hvert er svarið? Hrepp Reykhóla hefði á hreiðrið stóra farið. Fjáður svo vor faðir var, —Full ríkur að sóma— að móðirin börnum bar brauð, kjöt, skyr og rjóma. 1 oss gat ei komist kröm, með köku oft í lófum ærsluðum við að afli röm um túnið í Skógum. Hlupum við um borg og bý, buldi’ í Vaðla-tjöllum; ærslin heyrðust okkar því að Múla og Hjöllum. Með fíflaleggi fagra um háls og frjálsa limi alla;

x

Ljósið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.