Ljósið - 07.04.1911, Side 4
fiO
L .1 () S I Ð
Gáfumaður gestrisinn,
góður jafnt við alia,
bauð því oft í bæinn sinn,
björg þó ætti varla.
Hreppstjóri sá valinn var,
vet fór það rneð lagi
Lánið átti lukkurnar
lánsmaðurin frægi.
Hann sinn frægan gjörði garð
—garðinn vel ég þekki.
Til er enn í Skógum skarð,
skarð er fyllist ekki
Traust og rétt var trúin hans
—trúna vel ég þekki,
þó menn fari í fötin hans,
förunum ná þeir ekki.
Er það víða ógleymt enn
með ástar þokka nógum;
flestir helztu fræðimenn
fegnir gistu í Skógum.
Faðir Skúla* fræðimans,
með fögrum listum vænum,
oft var glaður andi hans
inn í Skóga bænum.
Riddarinn** er fræddi fólk
með fjöri’ og krafti nógum;
sá drakk vín og sæta mjólk
og sagna mál í Skógum.
Máls á fundum, man ég enn,
minn Jochum og Þóra
tóku og hýstu tigna menn
tuttugu og fjóra.
*) Jón sýslumaður Thóroddsen.
(** Próf. Ó. E. Jónsson á Stað var
riddari að nafnbót, Höf,