Ljósið - 07.04.1911, Page 7

Ljósið - 07.04.1911, Page 7
L J 0 S I Ð 63 því eins fge.tur kristindómurinn, verið ljós vort og leiðarstjarna, að kraftur hans tapist ekki, heldur eflist og aukist hjá kennendum kristninnar. Hver sá meðlimur kristninnar, sem neitar því að Jesús Kristur sé vor herra og sannur andi drottins, vor guð, sá er rotnaður limur á líkama þessa andlega Krists, og þarf þvi að afhöggvast, og hann má ekki teljast krist- inn, né lifa í sambúð við þá er játa að Kristur sé guð drottinn, frelsari og lífgjafi þjóðanna. Honum einum ber að þjóna, og það gerum vér, ef vér gróðursetjum guðsvilja á jörðu þessari, og rekum burt hjátrú og van- trú, en sameinum oss í því fagra og góða, Guðsriki er Kristsríki. Tyrkir og Gyðingar verða aldrei starfandi í þá átt, að gróðursetja guðríki á jörð- unni, þeir afneita lika Jesú Kristi. Að vér frelsumst frá synd o§ andlegum dauða fyrir nautn brauðs og víns, er prestar kalla líkama og blóð drottins, það er villi- fræði, óboðleg skynsamri veru sem þekkir drottinn og veit að hann eins og býr i frjálsum lifandi manni, en ei i mat og drykk eða dauðum hlutum. Já, minn elskaði Matthías; ég veit eins vel ogþað, að tfu fingur eru á mér, að þú trúir ekki öllu því er þú kennir sóknarbörnum þínum eftir fornu lútersku kirkjunni: það ljóta er ekki trúlegt. Það er ljót kenn- ing, er þið prestar kennið. Þið segið börnunum að drottinn hafi farið til helvítis, þegar hann blessaður yfir- gaf tjaldbúð þá er villimenn ónýttu. Á þriðja degi frá þvi að Messias var krossfestur og líkaminn af honum látinn í gröfina, þá kennið þið, að Messías hafi gengið aftur í Jerúsalem, með sama líkamann er hann var bú- inn að yfirgefa, blóðlausan og götóttann á höndum og fótum eftir naglana og gat á síðunni eftir spjótið er striðsmaðurinn rak i líkamann, til að rannsaka hvort lifið væri úr honum. Þetta segja guðspjöllin. Svo á drottinn að borða mat hjá lærisveinum sínum svona til reika, og telja þeim trú um að hann væri ekki andi, því andi hafi vanalega ekki hold og bein. Svo fylgist þessi afturgengni maður með þeim til Betania, segir Lúkas guðspjalfamaður, og þaðan fór þessi þreifanlegi særði

x

Ljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.