Ljósið - 07.04.1911, Page 8
64
LJÓSIÖ
maður upp i dampahvolfið til himins, segja guðspjöllin.
Þetta væri kölluð útrúleg saga, og ekki guðsorð, væri hún
samin á vorum tíma. Hún er ekki — að mér finst,
betri eða guðlegri fyrir það, að hún er gömul frá mið-
öldum, og hafi staðið í helgiritum viltrar kirkju. Skáld-
in sem skrásettu guðspjöllin, hafa krítað liðugt, þá er
þeir sömdu þau, eins og þjóðsagnaskáld vorra tíma.
Það er ekki kaupandi djrrt af yður prestunum ann-
að eins bull og upprisulærdómurinn er, sem þið tyggið
eins og blindir óvitar, þó hjörðin tvístrist og veikist aí
illu ómeltanlegu fóðri. Svo margfaldið þið prestar þetta
hneyxlanlega upprisubull með þvi, að látast vera að
skamta hold og blóð þess kennimanns, er þið segið að
hafi gengið aftur i Jerúsalem, og farið til himins með
þenna sama líkama, eftir vitnisburði trúverðugra post-
ula. Ef þú, elskaði bróðir Matthías, ætlar að láta mig
trúa þvi, að steikt hveitikaka sé líkami sá er Jesú Krist-
ur bjó í, þá er hann gekk um og kendi kjarna þess
máls, er Gyðingar kölluðu lögmál, þá vepður þú að
svifta mig upplýsingaranda þeim, er drottinn af náð
hefir mér gefið. Sömuleiðis trúi ég þvi ei, að messu-
vinið, sem prestar útdeila, sé annað en jarðneskt vin. Eg
hata eigi nokkurn prest né mann, en ég hata vitleysis
bullið og þráið úr ykkur prestunum. Ég get eigi betur
séð, en þið fyrirlítið sannleik og hreinskilni, komi þau
frá smælingjum, sem þið álítið að ekki megi dæma hjá-
trú og hneyxli.
Ef Gyðingar þættust þurfa að éta sinn trúarhöfund
og herra — Móeses; það myndu prestar vorir segja að væri
villa, ekki skynsamleg. En þó sjá þeir eigi bjálkann i
sínu eigin auga. Má því sjá, að seinni villan er argari
en sú fyrri. Lærisveinar Jesú Krists villast i sólskini, á
björtum degi. Móesesar fræði var köld og brigðul eins
og tunglsljósið.
»Vakna þú sem .-.efur, og mun drottinn lýsa þér«.
Eg trúi því fastlega, að þú, kæri bróðir minn, látir
nú ekki mína hrópandi rödd deyja út heima. Úr þvi að
þú ert vaknaður til viðurkenningar um að nýr kristin-
dómur og ný trú þurfi að endurskíra fólkið. Trúin á
frelsara vorn á ekki að deyja út eins og ljós, sem vant-
ar alla næringu. Þú ert sá maður, sem ég kýs fremur
en nokkurn annann mér lil stuðnings. Eg vil fá refor-
matión — skynsamlega lausn við hjátrú. Hún þarf að
fást, svo að vantrúin á frelsarann hverfi. »Ber er hver
að baki sér, bróður nema eigi«.
Prentimiðjan Gutenberg — 1911,