Ljósið - 15.05.1920, Síða 1

Ljósið - 15.05.1920, Síða 1
LJÓSIÐ Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Einar Jochumsson Pau orð min og kenning er rétt og því óhrakin af öll- um kristindómsvinum, að herra vor og drottinn, Jesús Iíristur, vor guð, opinberaður í holdi spámannsins Mess- iasar. Messíasar andi á að vera meistari vor og drott- inn, sannleiksandi er föðurandi er veitir oss barnarétt- inn og gjörir oss að frelsingjum hins nýja manns. Heiðni maðurinn á að kafna i oss, því að hann er lygari og lýginnar höfundur. Yér, kristnu vinir, erum skirðir og staðfestir upp á það að vér elskum vorn andlega löggjafa og herra Jesú Krist yiir alla hluti fram og náungann eins og sjálfa oss. Djöfulinn, þjófinn og morðingjann eigum vér að hata. Honum á að útskúfa,, þvi hann er óvinur hins sanna guðs. Guðs riki á jörð getur ekki orðið meðan stór- glæpir eru framdir af æðstu völdum ríkis og kirkju. Hér á okkar fámenna landi eru riki og kirkja völd að ókristilegri breytni fjöldans, því eftir þessum ókristi- legu gömlu stofnunum verða limirnir að dansa. Blind hlýðni er heimtuð aí smælingjum eftir skipun yfirvalda rikis og kirkju er gjört fjárnám hjá öllum borgurum í þessum bæ ef ekki er goldið á réttum gjalddaga. Þó er það yfirsjón borgarstjóra ef hann ber ábyrgð- ina að gjalddagurinn er löngu liðinn þegar skuldakraf- an kemur. Þetta veit eg að satt er. Það er satt — já, dagsatt — að engin kristileg sam- úð eða jafnaðarandi finst í fátækralöggjöfinni. Næst- liðið ár er hækkað til helminga útsvar á bláfátækum verkalýð, sem lifir við skort á öllum lífsþægindum — menn kúgaðir af auðvaldi auðkýfinganna í þessum bæ.

x

Ljósið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.