Ljósið - 15.05.1920, Blaðsíða 4
og guði, Jesú Kristi, til að sýna biskupi landsins, Jóni
Helgasyni, þá villu hans, að hann kennir börnum sín-
um og bræðrum bæði gamla manninn og þann nýja.
Gamli maðurinn á að kafna og hverfa úr sögunni fyrir
nýja manninum. Ný sönn Krists saga mun koma,
kirkjutrú blind falla. Sannleikurinn falinn í sögu skrá-
settri í dauðri bókfræði; hún kristnar ekki fjöldann, sem
nú villist. Möfg trúarbrögð spilla hreinni, kristilegri trú.
Gamlir guðfræðingar og nýir guðfræðingar þurfa að
kasta hneykslunum — rétt hugsjón, rétt mál, og rétt og
þörf verk eiga að koma. — Ég fullyrði, að alheimsfræð-
arinn Jesús hafi ekki kent að óttast sig og þann guð
er vér eigum að elska yfir alla hluti fram.
Ég fullyrði, biskup Jón Helgason, að rétt kristnir
menn megi og eigi ekki að hafa frelsara vorn fyrir hjá-
guð. Margt hneykslar mig. Jesús færði engin fjöll út í
hafið með sinni góðu trú. Þú Jón biskup kirkjunnar
flytur ekki fjöll með bókstafstrú þinni. Enginn getur
gjört það. Breytni þín við mig hefur verið til þessa
mjög ókristileg. Það er ekki rétt af þér að vilja ljóst og
leynt traðka prentfrelsi mínu. Ég fullyrði, að Jesús hafi
ekki kent fordild og lærdómsdramb. Þeir skriftlærðu
herrar Kaífas og Hannas álitu Jesú djöfulóðan. Þú vilt
ekki meta neitt mína lifandi trú á sanna manninn Jesú.
Það er ekki að breyta eftir sanna manninum Jesú að
sækjast eftir metorðum og síhækkandi Iaunum, kenna
fordild, heimsku margtuggna upp, heiðnar villumanna-
skoðanir, nfl., að guð hafi borðað mat hjá Abraham,
helt bóndann Jakob í reiði sinni, reiðst við konunginn
Davíð af því hann taldi hermenn sína og margt fleira.
Það eru rakalaus ósannindi, að vér börn og vinir sanna
mannsins Jesú, eigum að óttast og hræðast framkomu
hans og hreinskilni. Hún var í öllu réttmæt og fögur,
en þvert á móti framkomu skriftlærða flokksins. Sú var
djöfulleg og verri en heiðingjans Pílatusar.
v. .Nú.. er. Jón biskup.. Helgason beðinn af mér og öllum