Ljósið - 15.05.1920, Blaðsíða 8

Ljósið - 15.05.1920, Blaðsíða 8
Kristindómsviinr Upp koma svik um síðir. Það er gamalt máltæki og líka það, að hið ósanna, sem í myrkrinu dylst, kemur i ljós og dæmist af ljóssins vinum. Það var sá bibliufróði Haraldur Níelsson, er launaður var með fé til þess að gagnrýna gamla og nýja sáttmál- ann. — Þessi stórgáfaði hebresku- og griskulærði mann- vinur, fann eða sá ekki þá mörgu galla, er hann, sami maður sér nú. — Kraftaverkasögur gamla sáttmálans eru skáldverk söguritaranna. Sama má, og á, að segja um kraftaverkasögur guðspjallanna. Þær eru ekki skrá- settar af trúarbragðahöfundi vorum; Jesú. Hann verður eilíflega góður hirðir. Dómgreind min og annara rétt hugsandi hræðra og systra finnur, að það er ekki satt, að menn með líkama hafi verið uppnumdir, farið til himins með líkamann. Elias átti að hafa verið sóttur frá himnum á hestum og vagni frá himnum. Skykkju sinni kastaði spámaðurinn Elías yfir læri- svein sinn Esekiel, er var sköllóttur, og börn hlóu að honum og kölluðu: Skalli, skalli. Hann reiddist, kallaði villudýr fram úr skógi, er rifu sundur 40 börn. Til þess að sýna áhuga minn i verki, lofa ég að gefa 1000 krónur fyrir næstu jól á þessu ári, fátækum ekkj- um i bæ þessum, sem ekki hafa þegið sveitarstyrk. Svo að ég geti efnt kærleiksloforð þetta, vona ég að kærleiksrikir menn hér í bænum styrki mig til að efna loforð mitt, jafnvel þó að trúarskoðanir minar falli ekki þeim i geð, er leita að sönnunum hjá lærðum vitring- um þessa heims, bæði burtförnum og núlifandi, fyrir eilífu lífi. Sú leit sprettur af vantrú á hinn góða hirðir, Jesú. l*remts«lðja» Guteafcerc. — 192*.

x

Ljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósið
https://timarit.is/publication/1275

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.