Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.11.2004, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 25.11.2004, Blaðsíða 2
2 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! 8 Garður: TVÖfréttir Bæjarráð sveitarfélags-ins Garðs kallar eftir nið ur stöð um um hvaða verkefni sveitarfé- lögin komi til með að hafa á sinni könnu í framtíðinni og hvern ig tekju stofn ar sveitarfélaga verði leiðréttir til að sinna núverandi þjón- ustu. Á fundi bæjarráðs Garðs var samþykkt ályktun um sam- einingarmál þar sem segir að útilokað sé að halda fund með íbúum sveitarfélagsins til að ræða kosti og galla sameiningar á meðan ekki er ljóst hvernig verkaskipting verði. „Bæjarráð samþykkir að halda kynn ing ar fund um sameiningarmál þegar tekju-og verkaskipting ríkis og sveitarfélaga liggur fyrir,” segir m.a. í ályktun bæjarráðs Garðs. Nýsköpunarsjóður at-vinnulífsins hefur selt hlutabréf sín í Bláa lón- inu hf. Kaupendur bréfanna eru Hitaveita Suðurnesja hf og eignarhaldsfélagið Kólfur. Söluverð bréfanna er tvö hund- ruð milljónir króna, en frá þessu er greint á vefsíðu Ný- sköpunarsjóðs. Nýsköpunarsjóður kom fyrst að fyrirtækinu árið 1998 við upp- haf mikils uppbyggingar- og vaxtatímabils og skipti aðkoma sjóðs ins sköpum fyr ir Bláa lónið. Á þeim árum sem liðin eru hefur vöxtur fyrirtækisins verið mikill og líta forsvarsmenn Nýsköpunarsjóðs svo á að sjóð- urinn hafi lokið hlutverki sínu sem fjárfestir í Bláa lóninu hf. Sjóðurinn hefur hagnast vel á fjárfestingunni og veitir það sjóðnum aukinn styrk til að sinna hlutverki sínu sem áhættu- fjárfestir sem tekur virkan þátt í þróun atvinnulífsins í framtíð- inni. Nýsköpunarsjóður selur hlut sinn í Bláa lóninu 8 Stuðmenn kvikmynda í Leifsstöð: MUNDI 8 MUNDI Gott að Belafonte hitti ekki á Stuðmenn í Leifsstöð um helgina. Hann hefði getað orðið kindarlegur þá... Vetrarstemmning við Hafnir Ljósmynd: Hilmar Bragi Bárðarson ,,Herra Belafonte, það gleður mig að gefa þér bókina „Hvað mikið er nóg?“ Hún sýnir grafalvarlegar afleiðingar þess að börn fá of mikið og ég vona að hún styðji þig í þínu starfi fyrir börnin sem fá of lítið”, sagði Ólafur G. Gunnarsson hjá ÓB ráðgjöf við Harry Bellefonte og náði allri athygli ,,sendiherra barna” hjá Sameinuðu þjóðunum þegar hann var á leið í flug sl. sunnudag. Bókin náði ekki bara athygli hjá hr. Belafonte því útgáfa hennar hefur vakið heimsathygli og var forsíðu- frétt á Newsweek í september s.l.Ólafur sem er borin og barnfæddur Keflvíkingur segir að höfundur bókarinnar, dr. Jean I. Clarke sé Íslend- ingum góðkunn fyrir reglulegar heimsóknir undafarin ár en hún er höfundur bókinnar „Að alast upp aftur”. Belafonte fékk bók í Leifsstöð Kallað eftir upplýsingum um framtíðar- verkefni sveit- arfélagsins Tökur á kvikmyndinni „Í takt við tímann” fóru fram í Flug stöð Leifs Eiríkssonará laugardag og var mikið fjör á bæði leikurum og starfsliði kvikmyndarinnar. Jakob Frímann Magnússon Stuðmaður sagði í samtali við Víkurfréttir að um væri að ræða síðustu tökur í kvikmynd- inni sem frumsýnd verður um jólin. Eins og allir ættu að vita er kvik- myndin „Í takt við tímann” í beinu framhaldi af einni vin- sælustu kvikmynd allra tíma á Íslandi, „Með allt á hreinu” sem frumsýnd var hér á landi fyr ir um 20 árum. Atriðið sem tekið var upp í Leifsstöð nýtur sérstakrar leyndar og er með öllu óheimilt að greina frá því sem þar gerðist, en nýja Stuðmannamyndin mun eiga eftir að koma skemmtilega á óvart. Hallærislegir Stuðmenn og fjölmiðlafár í flugstöðinni Í kvöld verð ur hald in fjár öfl un ar sam koma fyrir fjölskyldu Feribu litlu sem lést þegar ráðist v a r á Í s l en s k u friðargæsluliðana í Kabúl 23. októ- ber sl. Samkoman ve r ð u r h a l d i n í Hvíta sunnu kirkj- unni í Kefla vík en það er Krist inn Ás gríms son starfsmaður Flugþjón- ust unn ar í Kefla vík sem stendur fyrir sam- komunni. Sam kom an hef s t klukkan 20 og mun Gunnar Þorsteinsson prédika og Gospel- band Krossins mun syngja. Safnað fyrir Feribu í Keflavík

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.