Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.11.2004, Page 24

Víkurfréttir - 25.11.2004, Page 24
24 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA! Perlu Gullmolar 8Sigríður Kristjánsdóttir tók saman Brauð hollt eða ekki? Samkvæmt fæðupýramídanum á töluverður hluti af daglegri fæðu að samanstanda af brauði og kornmeti. Næringarfræð- ingar vilja draga úr neyslu brauðs, sykurs og kornmetis og benda á að fæðupýramídinn sé langt því frá að halda offitufaraldrinum í skefjum og eitthvað sé greinilega að. Glýsemíugildi brauðs er mjög hátt og það segir til um það hversu hratt blóðsykurinn hækkar þegar það er borðað. Í brauði er gjarnan mikið af einföldum sykri og þegar við borðum eitthvað sem er með hátt glýsemíugildi gerist það að briskirtillinn dælir út miklu magni af insúlíni sem þýðir að á endanum geymir líkaminn meira af fitu sérstaklega á magasvæðinu. Lausnin er að borða meira af ávöxtum, grænmeti, trefjaríkt kornmeti og próteini. Þessar fæðutegundir hækka blóðsykurinn hægar, halda honum lengur í jafnvægi. Fæðutegundir með lágt glýsemíugildi gefa ekki jafn skyndilega orku, en mun jafnari, endingarbetri og valda ekki öfgakenndum sveiflum í blóðsykrinum. Endilega skoða innihaldslýsingu við kaup á brauðum því jú þau eru ekki öll alslæm! Lúðrasveitir Tónlistarskóla Reykjanesbæjar buðu til hausttónleika í Kirkjulundi sl. föstudag. Fram komu nemendur í lúðra- sveit A og B en mikil gróska er í öllu hljómsveita- starfi innan skólans. Lúðrasveitin er starfrækt í þremur deildum, yngri og eldri deild og svo byrjendasveit sem tekur til starfa í febrúar n.k., en hún verður skipuð nem- endum sem hófu nám á blásturs- og slagverks- hljóðfæri seint síðasta vetur og nú í haust. Á þessu má sjá að mikil gróska er í lúðrasveitastarfi skól- ans og hefur starfið sjaldan verið öflugra. Starfsemi lúðrasveitanna yfir skólaárið er um- fangsmikil og verkefnin fjölmörg. Farið er í æf- ingabúðir, haldnir æfingadagar og tónleikar í samvinnu við aðrar skólalúðrasveitir. Slíkur dagur er fyrirhugaður seinna í vetur fyrir yngri sveitina, í samvinnu við aðra tónlistarskóla á Suðurnesjum og af höfuðborgarsvæðinu og verður það nokkurs konar eins dags lúðrasveitamót. Eldri sveitin er ekki einungis skólalúðrasveit heldur bæjarlúðrasveit Reykjanesbæjar og leikur hún fyrir sveitarfélagið á öllum opinberum tyllidögum. Svo er af og til farið í tónleikaferðir til útlanda, og fer nú að styttast í næstu ferð, en hún er fyrirhuguð um páskana. Hér eru á ferðinni duglegir nemendahópar og er mikill áhugi og góður andi meðal nemendanna í lúðrasveitunum. Áhugasamur og duglegur hópur foreldra stendur að baki lúðrasveitunum, sem vinnur ötullega að fjáröflun í ferðasjóð og fleiru sem snertir starf lúðrasveitanna út á við. Einleikarar voru meðlimir bæjarstjórnarbandsins þau Árni Sigfússon bæjarstjóri, Kjartan Már Kjart- ansson og Sveindís Valdimarsdóttir bæjarfulltrúar. Sýndi þau glæsileg tilþrif á þríhorn, hristur og sembal en hápunkturinn var einleikur þeirra í verkinu 1812 þar sem þau sprengdu blöðrur í gríð og erg til þess að líkja eftir flugeldum. Tónleikarnir voru liður í fjáröflun eldri lúðra- sveitar sem hyggst leggjast í víking á komandi vori. Lúðrablástur í Kirkjulundi 8 Tónlistarskóli Reykjanesbæjar: Skiltaskógur Eins glæsileg og nýuppgerð Hafnargatan er hefur þó verið sett út á skort á merkingum, m.a. við hringtorg og gangstéttir. Þá varð ökumaður fyrir því leiðinlega atviki á dögunum að aka utan í umferðareyju sem sást ekki í fyrir snjóföl og skemmdi dekk og felgu. Bæjaryfirvöld hafa loks brugðist við kröfum um úrbætur. Starfsmenn frá Nesprýði hafa verið að koma skiltunum fyrir af miklum myndarleik við erfiðar aðstæður og er nú svo komið að allar um- ferðareyjur og gangbrautir neðst á Hafnargötu eru merktar í bak og fyrir. Svo vel að mörgum finnst sem þar hafi keyrt um þverbak. Skiltin eru svo þétt að það er engu líkara en að Árni hafi misst sig á útsölu og sé að koma dótinu í umferð. Kynnum vertarl ínuna fr á OROBLU Lyf&heilsu Kringlunni fr á kl. 14- 18 Lyf&heilsu Austurstr æti fr á kl. 13- 17

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.