Víkurfréttir - 16.01.2003, Qupperneq 10
10 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
Gylfi Jón er yfirsálfræðingur
og deildarstjóri sérfræðiþjón-
ustu á Skóla-
skrifstofu
Reykjanesbæj-
ar. Hann sinnir
auk stjórnunar,
fyrst og fremst
ráðgjöf til for-
eldra, barna og
starfsfólks í leik
og grunnskólum á Suðurnesj-
um.
Verðurðu mikið var við fátækt
í þínu starfi sem sálfræðingur?
Það fer eftir því hvernig fátækt er
skilgreind. Hið félagslega stuðn-
ingsnet er svo þéttriðið að jafnvel
þótt að fjárhagur sé þröngur,
svelta fátæklingar ekki. Hitt er
svo annað að ég hitti í mínu starfi
foreldra sem ekki geta veitt börn-
um sínum það sem þá langar til
og börn sem segja frá því að þau
geti ekki stundað þau áhugamál
sem hugurinn stendur til vegna
fjárskorts. Ég nefni hér sem
dæmi að ekki eru til peningar á
heimilinu til að börnin geti
stundað þau áhugamál sem þau
langar til vegna þess að foreldr-
arnir hafa ekki efni á að greiða
þátttökugjöld eða kaupa búnað
sem fylgir áhugamálinu. Fólk
sparar einnig við sig í mat, kaupir
ekki dýrar matvörur s.s. græn-
meti eða gæðakjöt, dregur í
lengstu lög að endurnýja föt og
fer ekki í sumarleyfi.
Er hægt að þínu mati að skil-
greina margar fjölskyldur sem
fátækar í Reykjanesbæ?
Ég hef ekki forsendur til að á-
lykta um hversu margir eru fá-
tækir í Reykjanesbæ. Það er þó
enginn vafi á því í mínum huga
að það er til fátækt fólk á Suður-
nesjum. Ég hef hitt það í starfi
mínu sem sálfræðingur.
Hverjar eru ástæðurnar að
þínu mati?
Það er engin ein ástæða fátæktar.
Ástæður eru margar og engin ein
skýring á henni. Ég nefni hér til
dæmis örorku, atvinnuleysi,
skilnaði og litla menntun. Fleira
mætti sjálfsagt týna til.
Hefur fátækt/fjárhagslegir erf-
iðleikar foreldra mikil áhrif á
börn? En fjölskylduna sem
heild?
Það að hafa einungis til hnífs og
skeiðar og ekkert umfram það
hefur mikil áhrif á alla meðlimi
fjölskyldunnar. Peningar skipta
einungis máli þegar maður á þá
ekki til. Ég held að flestir geti
verið sammála um að það að
fæða og klæða börnin sín vel,
gefa þeim kost á að sinna áhuga-
málum eins og fótbolta eða tón-
listarnámi, eða að fara með þeim
í ferðalög teljist í dag sjálfsögð
mannréttindi ekki munaður.
Er einhver fylgni á milli fá-
tæktar/fjárhagslegra erfiðleika
og sjálfsvíga?
Sjálfsvíg líkt og fátækt á sér
margar ástæður. Það væri of mik-
il einföldun að álykta sem svo að
fátækt í sjálfu sér orsaki beinlínis
sjálfsvíg. Jafnvel þótt að um
fylgni væri að ræða þyrfti að
grafast fyrir um af hverju sú
fylgni stafaði. Það er ekki sama-
sem merki milli fátæktar og ó-
hamingju og mörg dæmi um það
að fjölskyldur hafi lifað góðu og
hamingjusömu lífi þótt fátækar
væru. Á sama hátt má finna mý-
mörg dæmi um auðuga menn
sem ekki eru hamingjusamir.
Til hvaða ráða þarf að grípa til
að bæta ástandið?
Að mínu viti er lausnin tvíþætt;
Annars vegar þurfa verkalýðs-
hreyfingin, atvinnurekendur og
stjórnvöld að taka höndum sam-
an og tryggja þeim hópum sem
minnst hafa milli handanna
sómasamlega framfærslu. Það er
pólitísk ákvörðun.
Hins vegar þarf að horfa til þess
að bæjaryfirvöld og einstaklingar
í samfélagi okkar geta breytt
miklu sjálfir. Það er hættulegt að
bíða alltaf eftir því að einhver
annar komi og leysi vandann.
Ég nefni sem dæmi að hægt er að
laða hingað fyrirtæki sem auka
störf á svæðinu. Nýgerður samn-
ingur Steinþórs Jónssonar hótel-
stjóra við kanadíska flugfélagið
er gott dæmi um það.
Suðurnesin hafa einnig þá sér-
stöðu að flugvöllurinn er örstutt
frá stórskipahöfn þar sem hægt er
að byggja því sem næst á hafnar-
bakkanum. Tel ég að betur mætti
nýta möguleika sem í því felast.
Sumir þeir sem hafa lítið milli
handanna geta einnig bætt stöðu
sína til dæmis með því að fara í
nám. Það eru þó langt frá því all-
ir sem það geta, menn gera það
ekki að gamni sínu að lifa við
kröpp kjör.
FÁTÆKTí Reykjanesbæ
„Að fæða og klæða börnin sín vel, gefa þeim kost
á að sinna áhugamálum eins og fótbolta eða tón-
listarnámi, eða að fara með þeim í ferðalög telst í
dag sjálfsögð mannréttindi en ekki munaður“
Gylfi Jón yfirsálfræðingur:Svana Jónsdóttir, formaður
Félagsmálaráðs Reykjanes-
bæjar:
Finnur þú fyrir aukningu á
umsóknum til félagsmála-
ráðs vegna fátæktar?
Nei sem betur fer hefur um-
sóknum ekki fjölgað mikið
síðastliðin ár.
Hverjir leita helst eftir fjár-
hagsaðstoð til ráðsins?
Það eru helst einstæðar mæð-
ur og þeir sem hafa lægstu
launin.
Getið þið hjálpað öllum?
Nei því miður er aldrei hægt
að hjálpa nema upp að þeim
mörkum sem okkur eru sett
og við vinnum eftir.
Er mikið um fátækt í
Reykjanesbæ?
Fátækt? Hver er skilgreining-
in á orðinu fátækt? Í okkar
þjóðfélagi er þó alltaf örygg-
isnet sem er til varnar því að
fólk líði skort.
Hvað er hægt að gera til að
sporna við fátækt á Íslandi?
Sjálfsagt væri það, með því
að hækka lægstu launin, þó
innan raunhæfra marka og
reyna þá að sporna við hækk-
unum á nauðsynjum í kjölfar-
ið, myndi þar líklegast koma
til kasta verkalýðsforystunnar.
Könnun vf.is
Íkjölfar umfjöllunar Víkurfrétta í síðustu vikuum fátækt í Reykjanesbæ hefur fjöldi fólkshaft samband við ritstjórn blaðsins og komið
fram með ábendingar. Umfjöllun um þessi mál
er mjög viðkvæm, sér-
staklega í tiltölulega litlu
bæjarfélagi eins og
Reykjanesbæ.Víkurfrétt-
ir hafa komist í samband
við fólk sem á í fjárhags-
legum erfiðleikum og
býr við mjög þröngan
kost. Þeir aðilar sem
rætt var við voru ekki
tilbúnir til að veita blað-
inu viðtal af ótta við að
þekkjast, jafnvel þó boðið væri upp á nafnleynd.
Af þeim fjölda samtala sem átt hafa sér stað við
fjölda viðmælenda, bæði sem starfa að félags-
málum og fólki sem á við vandamál að stríða má
draga þá ályktun að staða þessara mála í
Reykjanesbæ og á Suðurnesjum sé síst verri en
annars staðar á landinu. Staðan er heldur ekki
betri.Aukið atvinnuleysi á einnig sinn þátt í erf-
iðleikum fólks og er það ein meginástæða fá-
tæktar. Þeir sem þekkja vel til þessara mála segja
að á síðustu árum hafi þeim sem býr við þrengst-
an kost fjölgað, á meðan neyslan í samfélaginu
hafi aukist og verð nauðsynjavöru hækkað.Vík-
urfréttir hafa heimildir fyrir því að í örfáum til-
vikum hafi heiðvirt fólk sem býr við mjög
þröngan kost hafi leiðst út í afbrot til að sjá fjöl-
skyldu sinni farborða. Einn viðmælenda blaðsins
sagði að það væri stjórnmálamannanna að brey-
ta þessu til betri vegar: „Það þýðir ekki að tala
um það að laun þeirra lægst launuðu hækki um
ákveðna prósentu. Það er verið að slá ryki í augu
kjósenda með slíkum ummælum. Laun þeirra
lægst launuðu hafa hækkað, en um leið hækkar
allt annað. Þetta fólk er í vítahring sem það
kemst ekki út úr nema með aðstoð stjórnmála-
manna.“ Annar viðmælandi blaðsins sagði að sú
umræða sem ætti sér stað um fátækt á Íslandi
væri stórlega ýkt: „Það er verið að reynað þyrla
upp ryki rétt fyrir kosningar og búa til pólitískt
moldviðri.“ Skoðanir á þessum málum eru
skiptar og málið er viðkvæmt og um leið um-
deilt. Ljóst er að þeir aðilar sem hafa tjáð sig um
málið í umfjöllun Víkurfrétta vilja vinna að bót
þessara mála.
VÍKUR
FRÉTTIR
Félagsþjónusta Reykjanesbæjar er helsta stofnunin semfólk í félagslegum erfiðleikum getur leitað til. Félagsþjón-ustan er staðsett í Kjarna. Nánari upplýsingar eru í
Kjarna og í síma 421 6700.
Hjördís Árnadóttir félagsmálastjóri Reykjanesbæjar segir að öll-
um sé velkomið að leita til Félagsþjónustunnar til að fá upplýsing-
ar um bótarétt: „Við tökum vel á móti öllum, fólk getur bæði
hringt og komið. Við leiðbeinum fólki og könnum bótarétt þeirra,
þ.e. hvort viðkomandi á rétt á einhverskonar bótum eða aðstoð.“
Fjárhagsaðstoð er ekki hugsuð sem langtímalausn og því er ráð-
gjöf beitt samhliða fjárhagsaðstoð sem er ætlað að hjálpa fólki að
finna varanlega lausn á vanda sínum. Þegar fjárhagsvandi er
langvarandi er sérstökum stuðningsúrræðum beitt s.s.:
Aðstoð við að koma fjármálum í lag;
- með ráðgjöf
- vísað annað t.d. til:
• Fjármálaráðgjafa heimilanna
• Þjónustufulltrúa bankanna
Grettistak í samstarfi við TR;
- ráðgjöf og meðferð fyrir aðila sem hafa verið í neyslu. Viðkom-
andi fara á endurhæfingarörorku. Miðar að því að viðkomandi
losni úr viðjum neyslu og komist út í lífið aftur.
Námsstyrkir til fólks undir 24 ára aldri;
- ætlað að koma til móts við ungt fólk sem býr viðerfiðar félags-
legar aðstæður og vill mennta sig.
Styrkir vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna
- liður í barnaverndarstarfi og ætlað að tryggja börnum sem búa
við félagslega erfiðar aðstæður aðgengi að viðurkenndu íþrótta-
og tómstundastarfi.
Styrkir vegna tónlistanáms
barna
- liður í barnaverndarstarfi og ætl-
að að tryggja börnum sem búa við
félagslega erfiðar aðstæður að-
gengi að tónlistanámi.
Styrkir vegna leikskóla og dag-
vistargjalda
- liður í barnaverndarstarfi.
Matarkort vegna grunnskóla-
barna
- liður í barnaverndarstarfi.
Læknis og lyfjakostnaður
- ætlað að tryggja þeim sem búa við félagslega erfiðleika, læknis-
hjálp og nauðsynleg lyf.
Tannlæknakostnaður
- ætlað að mæta þeim sem lengi hafa verið á stofnunum og hafa af
þeim sökum verið tekjulausir.
Ráðgjöf
- liður í að aðstoða fólk vegna félagslegra erfiðleika
Styrkur vegna sérfræðiþjónustu t.d. sálfræðiaðstoðar
- liður í að aðstoða fólk sem þarfnast sérfræðihjálpar
Aksturskostnað vegna sérfræðiþjónustu sem sækja þarf utan
sveitarfélags
- ætlað að tryggja að fólk sem býr við félagslega erfiðleika fái
notið þeirrar sérfræðiþaðstoðar sem því er nauðsynleg.
Spurt var:
ekkir ú einhvern
persónulega sem býr
við fátækt?
SVAR:
Já 43%
Nei 57%
Efni á www.vf.is
Ketill Jósepsson hjá
Vinnumiðlun Suðurnesja
3. tbl. 2003 - 16 sidur 15.1.2003 16:48 Page 10