Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.07.2004, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 22.07.2004, Blaðsíða 9
VÍKURFRÉTTIR I 30. TÖLUBLAÐ 2004 I FIMMTUDAGURINN 22. JÚLÍ 2004 I 9 Brimborg Reykjanes Njarðarbraut 3 sími 422 7500 jonss@brimborg.is *Rekstrarleiga er miðuð við mánaðarlegar greiðslur í 37 mánuði. Þær eru háðar gengi erlendra mynta og vöxtum þeirra. Kaupverð er háð gengi. Brimborg og Volvo áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Nánari upplýsingar veitir sölustjóri Brimborgar á Reykjanesi. 2.4 170 hestöfl Auglýsingasíminn 421 0000 R eyknesingum hefurborist höfðingleg gjöffrá Ferðamálasamtök- um Suðurnesja, sem er göngu- leiðakort af Reykjanesi og fyrir  að eiga  au skilið  akkir. Við útkomu þessa nýja göngu- korts hefur verið hrundið af stað leik þar sem fólk getur unnið til verðlauna með því að nota kortið við að ganga ákveðnar leiðir, nánari upplýsingar um það er í grein Víkurfrétta þann 15.júlí 2004. Ég hvet fólk til að taka þátt í þessum leik því útivistin er holl og vegleg verð- laun eru í boði. Nú er okkur íbúunum ekkert að vanbúnaði, bara drífa okkur út að ganga og uppgötva leyndardóma Reykjaness. Sjálf hef ég ásamt vinkonu minni gengið mikið um Reykja- nesskagann og m.a. höfum við staðið fyrir gönguhóp sem geng- ur reglulega um þetta svæði.. Það er eitthvað heillandi og seiðandi við náttúruna hér á svæðinu. Með því að ganga gömlu þjóð- leiðirnar sem liggja hér víða um skagann og skoða menjar um gamla búskapar- og atvinnuhætti sem verða allstaðar á vegi göngumannsins, er auðvelt að setja sig inn í aðstæður sem fólk lifði við hér á síðustu öldum. Svo eru það hraunin okkar, þau laða að með hvítum mosabreið- um. Á göngu um hraunin getur maður ímyndað sér hvað gengið hefur á þegar öll þessi hraun runnu, hvaðan þau komu og hvert þau stefndu. Ströndin meðfram öllu Reykja- nesi er tilkomumikil og hana er auðvelt að ganga. Það er fátt skemmtilegra en að ganga ströndina hvort sem er á fallegu sumarkvöldi eða í hífandi roki, því brimið er heillandi og til- komumikið og maðurinn verður máttlítill frammi fyrir slíkum náttúruöflum. Leiðbeiningar fyrir göngufólk sem hyggja á gönguferðir á Reykjanesi. Ganga þarf um náttúruna af virð- ingu, henda ekki rusli á víða- vangi og ef gengið er í mosa að ganga þá í röð og varlega því mosinn er seinvaxinn og við- kvæmur. Gott er að hafa í huga ef gengið er eftir merktum göngustígum að rétta við stikur og styrkja ef á þarf að halda. Farið vel yfir kort fyrir gönguna og áætlið tímalengd hennar. Látið ávallt einhvern vita af för ykkar, tímaáætlun, hvaðan og hvert á að ganga. Leitið upplýsinga fyrir göngu um örnefni og áhugaverða staði sem á að skoða. Upplýsingar má finna í hinum ýmsu bókum og ritum og bendi ég á bókaskrá um þetta efni á heimasíðu Bókasafns Reykjanesbæjar www.reykjanes- baer.is/bokasafn. Tveir göngu- hópar eru starfandi á Reykjanesi og eru öllum opnir, hægt er að fá upplýsingar um gönguhópinn FERLIR á www.ferlir.is og Strandgönguhópinn á Upplýs- ingamiðstöð Reykjaness, Kjarna Hafnargata 57 230 Reykjanesbær, sími:421 6777, netfang reykjanes@reykja- nesbaer.is Gátlisti Göngumannsins 1. Hlífðarfatnaður fyrir vindi og regni, gott er að hafa hann í áber- andi lit. 2. Notið ull, acryl eða flís undir- föt næst ykkur en ekki bómull, því hún er lengi að þorna og kólnar því líkaminn fljótt af henni. 3. Verið í góðum gönguskóm ef ganga á í meira en eina klukku- stund. 4. Hafið vatn/vökva meðferðis. 5. Borðið nesti á klst. fresti. 6. Áttaviti, flauta, endurskins- merki, sími og kíkir eru nauðsyn- legir hlutir á gönguferðum. 7. Göngustafir eru ekki nauðsyn- legir en sagt er að þeir létti göng- una um 30%. 8. Gaman er að hafa með hand- bækur um gróður, jarðfræði eða það sem hugurinn stendur til. Með ósk um gleðilegt göngu- sumar. Rannveig L. Garðarsdótt- ir,verkefnisstjóri Uppl singa- miðstöðvar Reykjaness og áhugakona um útivist og nátt- úru Reykjaness Hugleiðingar eftir útkomu nýs gönguleiðakorts af Reykjanesi ➤ Aðsend grein um nýja göngukortið: stuttar f r é t t i r Þ að var ljótt um að lítastvið Fitjar á fimmtu-dagskvöld en n jar símaskrár voru á víð og dreif. Rifnar blaðsíður úr síma- skránni voru á 50 metra kafla ásamt heilum símaskrám sem lágu eins og hráviður á göt- unni. Ekki er vitað hverjir voru þarna að verki en eitt er þó ljós að þeim er ekki annt um umhverfið. Nýju símaskrárnar eru dreifðar án eft- irlits á bensínstöðvum hér í bæ og svo virðist sem að einhver hafi nýtt sér það til fulls. Símaskrár á víð og dreif 30. tbl. 2004LOKA3 21.7.2004 14:42 Page 9

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.