Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.07.2004, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 22.07.2004, Blaðsíða 4
4 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!                 ! "   #$% #& #'#$% #& #() *+, ,*-./0 1+01                                                ! ! "#$ %&%$  '(( )&#&      *             +              ,   - *     . ,* / 0  1 23/ #)& . ,*   !    ( Símamyndir ➤ Húsnæðisvandi sýslumannsembættisins heldur áfram: ➤ Ekki allir með handfrjálsan: E kki hefur enn verið tek-in ákvörðun um bygg-ingu stjórnsýsluhúss á Keflavíkurflugvelli. Málið hef- ur síðustu mánuði verið til um- ræðu innan utanríkis- og fjár- málaráðuneytis en utanríkis- ráðuneytið hefur forræði í mál- inu. Í stjórnsýsluhúsinu verða sýslumannsembættið á Kefla- víkurflugvelli og embætti flug- vallarstjóra en sýslumanns- embættið hefur átt við veruleg- an húsnæðisvanda að stríða síðustu misseri. Komið hefur verið upp gámum við lögreglu- stöðina að Grænás sem hýsa skrifstofur embættisins. Áætl- aður byggingakostnaður stjórnsýsluhússins er á bilinu 800 til 1000 milljónir króna. Hjálmar Á rnason alþingismaður segir að unnið hafi verði lengi og vel að málinu en að fjárheimild hafi ekki fengist. „ Það er búið að undirvinna málið að öllu leyti. Fjármálaráðuneytið hefur fallist á forsendurnar fyrir stjórnsýslu- húsinu, en einungis stendur eftir að taka ákvörðun um að fara í framkvæmdir og ég trúi að það muni gerast við næstu fjárlaga- gerð.“ Aðspurður sagði Hjálmar þörfina á stjórnsýsluhúsinu vera til stað- ar; flugumferð sé vaxandi og mikil þrengsli og aðstöðuleysi sé hjá lögreglumönnum hjá emb- ættinu. „ Það er auðvitað óþolandi hvað búið er að draga málið og að fjárheimildir fáist ekki, eftir alla þá mjög góðu faglegu vinnu sem búið er að vinna af hálfu sýslumannsembættisins. Það er allt sem mælir með því að húsið verði byggt og ég sé engin rök gegn því,“ sagði Hjálmar í sam- tali við Víkurfréttir. Óvissa með stjórnsýsluhús á Keflavíkurflugvelli L ögreglan í Keflavík hef-ur, það sem af er árinu,stöðvað eitt hundrað og fjóra ökumenn og sektað fyrir notkun farsíma við akstur án handfrjálsbúnaðar. Það er töluverð fjölgun frá síðasta ári en þá voru einungis 72 kærðir. Svo virðist sem að júní sé tími þeirra sem tala í símann við akst- ur en þá voru 28 kærðir á móti aðeins einum í janúar mánuði. Jón Halldór Eðvaldsson, þjón- ustustjóri Símanns í Reykjanes- bæ, sagði í samtali við Víkur- fréttir að þeir séu búnir að selja 2-3 þúsund pakka af handfrjáls- um búnaði undanfarin 2 ár. „ Það hefur gerst að fólk hafi verið sek- tað af lögreglu og komið til okk- ar strax eftir það og keypt af okk- ur búnað,“ sagði Jón. Handfrjáls búnaður kostar allt frá þúsund krónum á meðan sektin er fimm þúsund krónur. 104 kærðir vegna farsíma stuttar f r é t t i r Hundur hélt vöku fyrir Sandgerðingum ■ Geltandi hundur í Sandgerði varð þess valdandi að íbúar í nokkrum húsum í Sandgerði fengu ekki svefnfrið í síðustu viku. Hundurinn hélt vöku fyrir íbúunum en hann var utandyra og greinilega ósáttur við að kom- ast ekki inn til eigenda sinna. Lögreglan í Keflavík fékk til- kynningu um hundinn í gær- kvöldi og var eigendum hundsins gert að taka seppa inn svo íbú- arnir fengju svefnfrið. Of ungir til að keyra ■ Tveir drengir sem höfðu ekki aldur til að keyra bifreið voru stöðvaðir í Grindavík í síðustu viku. Farið var með drengina heim til sín og rætt við foreldra þeirra en frá þessu greinir í dagbók lögreglunnar í Keflavík. Þetta er hún Ella sem var 21 árs, 11. júlí. Með kærri kveðju frá Fríðu:) Dóra og Anna í gír! Ægir í góðum gír í Hrísey:) Starfsemi lögreglumanna á Keflavíkurflugvelli er hýst í þessum gámum fyrir utan flugstöðina. Margeir Jónsson látinn Margeir var í umsvifamiklum atvinnurekstri í Kefla- vík um langt árabil. Hann var aðaleigandi og fram- kvæmdastjóri útgerðar og fiskvinnslufyrirtækisins Rastar h.f. í Keflavík frá stofnun þess 1945 og tók þátt í rekstri síldarsöltunarstöðva á Austurlandi og á Norðurlandi á síldarárunum.Hann stofnaði Reið- hjólaverkstæði í Keflavík 1932 og rak það til 1966. Margeir var mikill félagsmálamaður, hann átti sæti í Bæjarstjórn Keflavíkur og var formaður Rafveitu- nefndar Keflavíkurbæjar um langt árabil, einnig var hann Slökkviliðsstjóri í Keflavík frá 1940 til 1960. Margeir var mjög virkur í ýmsum félagsmálum at- vinnurekenda og þá sérstaklega sjávarútvegsins. Hann var einn af stofnendum Málfundafélagsins Faxa, var í forystu Ungmennafélags Keflavíkur, vann að bindindismálum og var um tíma æðstitemplar stúkunnar. Margeir var sæmdur riddarakrossi hinnar Ísl. fálkaorðu fyrir störf sín Margeir Jó nsson fyrrverandi útgerðarmaður og fiskverkandi lé st á Landspítalanum sunnudaginn 18. júlí sl. Margeir var fæ ddur 23.nó vember 1916 í Stapakoti í Innri Njarðvík. Foreldrar hans voru Jó n Jó nsson útvegsbó ndi og kona hans Guðrún Einarsdó ttir. Margeir giftist Á stu Ragnheiði Guðmundsdó ttir 19.nó vember 1939, Á sta lé st 20. okt. 1999. 92% lestur á Suðurnesjum - samkvæmt könnun Gallup fyrir Víkurfréttir Auglýsingasíminn er 421 0000 30. tbl. 2004LOKA3 21.7.2004 16:52 Page 4

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.