Víkurfréttir - 22.07.2004, Blaðsíða 10
ÍSLANDSMÓTIÐ Í HESTAÍÞRÓTTUM fer fram
um helgina og ætlar Kallinn ekki að láta sig
vanta. Kallinn hefur verið mikill áhugamaður
um hesta allt frá því í sveitinni í gamla daga.
Ótrúlega mikil gróska er í hestamennskunni á
svæðinu og er gaman að fylgjast með knöpum í
útreiðartúr og láta hugann reika aftur til
bernskuáranna.
ALVEG FINNAST Kallinum frábærar hugmynd-
irnar sem komu fram á frumkvöðlanámskeiði
88-hússins. Nú á að gera Reykjanesbæ að alls-
herjar Jólabæ og er það mikið tilhlökkunarefni.
Kallinn hefur alltaf verið mikið jólabarn og
finnst fátt skemmtilegra en að skreyta húsið að
innan sem utan í desember. Þetta námskeið
hefur getið af sér fjölmargar skemmtilegar og
nýstárlegar hugmyndir og verður gaman að sjá
hvort þær verði að veruleika.
ÞÁ ER MEISTARAMÓTINU í golfi loks lokið.
Skemmtilegt var að fylgjast með framvindunni
en ennþá skemmtilegra er að komast aftur á
brautina. Sigurvegurum er óskað hjartanlega til
hamingju.
ALVEG ER VÆNISÝKIN að gera út við Kanann.
Fyrst eru hafnirnar girtar af þannig að þeir
komast ekki einu sinni sjálfir til að dorga í
Helguvík. Svo mega fjölmiðlamenn ekki láta sjá
sig nálægt girðingunni án þess að vera truflaðir
af þungvopnuðum tindátunum. Þeir virðast sjá
skrattann í hverju horni, en þeir hljóta að sjá að
það þurfi ekki sömu ráðstafanir á Keflavíkur-
höfn og í Írak.
KALLINN ER ÁNÆGÐUR með átak Betri Bæjar
það sem þeir hvetja fólk til að mála húsin sín og
gera snyrtileg. Sérstaklega hvað við kemur bak-
hliðum húsanna við Hafnargötuna. Svæðið við
sjávarsíðuna á eftir að verða frábært útivistar-
svæði á næstu árum og er mikilvægt að útsýnið
upp í bæ verði sem best.
Gerum bæinn að jólabæ!
10 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!
MUNDI
Útgefandi:
Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319
Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar:
Grundarvegi 23,
260 Njarðvík,
Sími 421 0000 Fax 421 0020
Ritstjóri og ábm.:
Páll Ketilsson,
sími 421 0007, pket@vf.is
Fréttastjóri:
Hilmar Bragi Bárðarson,
sími 421 0002, hilmar@vf.is
Blaðamenn:
Jóhannes Kr. Kristjánsson,
sími 421 0004, johannes@vf.is
Þorgils Jónsson (íþróttafréttir),
sími 868 7712, sport@vf.is
Sölu- og markaðsstjóri:
Jónas Franz Sigurjónsson,
sími 421 0001, jonas@vf.is
Auglýsingadeild:
Jófríður Leifsdóttir,
sími 421 0008, jofridur@vf.is
Útlit, umbrot og
prentvistun:
Víkurfréttir ehf.
Prentvinnsla:
Prentsmiðjan Oddi hf.
Dagleg stafræn útgáfa:
www.vf.is og vikurfrettir.is
Auglýsingasími
Víkurfrétta er
421 0000
Og ég myndi vilja sjá Árna
bæjarstjóra bregða sér í
jólasveinabúninginn - stór og
stæðilegur jólasveinn!
Kallinn
á kassanum
Bréf til Kallsins
Ámánudag kynnti hópur-inn á frumkvöðlanám-skeiði 88-Hússins hug-
myndir sínar að eflingu
Reykjanesbæjar sem Jólabæj-
ar. Líkt og á síðustu kynningu
hópsins voru viðtökur fagaðila
mjög góðar enda komu fram
nýjar og ferskar hugmyndir
sem eiga eflaust flestar eftir að
verða að veruleika.
Jólaskrúðganga
Hæst bar hugmynd um jóla-
skrúðgöngu sem yrði ein sú
glæsilegasta sem sést hefur og
myndi skapa sér varanlegan sess
í jólaundirbúningi Suðurnesja-
manna. Þar gætu þátttakendur,
ungir og aldnir, klætt sig upp í
jólatengda grímubúninga og
gengið fylktu liði undir blæstri
lúðrasveitar. Þessi atburður
myndi vekja mikla athygli á
Reykjanesbæ og Hafnargötunni
og vera ótrúlega góð auglýsing.
Eins og flestir vita hefur verið
unnið gott starf í þessa átt síðustu
ár og er stefnan að gera enn betur
í framtíðinni.
Jólahöll
Þá vakti hugmynd um Jólahöll-
ina einnig athygli. Þar er gert ráð
fyrir allsherjar „jólaþorpi“ þar
sem hægt væri að afgreiða allan
jólaundirbúninginn á einum stað.
Þar væri ýmis konar þjónustu að
finna auk útibúa frá verslunum á
svæðinu auk þess sem t.d. hand-
verksfólk gæti kynnt og selt sína
framleiðslu.
Í Jólahöllinni væri boðið upp á
ýmislegt til skemmtunar. Þar
væru samkeppnir af ýmsum toga,
t.d. flottasta piparkökuhúsið, fal-
legasti jólatréstoppurinn og
margt margt fleira. Allir aðilar
sem kæmu að þessu átaki gætu
hagnast þar sem fólk yrði lík-
legra til að versla í heimabyggð
og jafnvel væri hægt að sækja
fólk til annarra landshluta. Bæj-
arbúar fengju að upplifa
skemmtilega jólastemmningu og
bæjarfélagið myndi fá mikla og
jákvæða umfjöllun í fjölmiðlum
á landsvísu.
Frábærar undirtektir
Verkefnið hlaut frábærar undir-
tektir og töldu aðilar sem fundinn
sóttu að ekkert væri því til fyrir-
stöðu að nota flestar hugmynd-
irnar sem hópurinn kynnti. Með-
al fundarmanna voru fulltrúar frá
Reykjanesbæ, Víkurfréttum og
samtökunum Betri Bær.
Frumkvöðlanámskeiðinu er nú
lokið og hafa þátttakendur skilað
af sér góðu starfi og munu bæjar-
búar eflaust sjá fjölmargar hug-
myndir þeirra í framkvæmd á
næstu árum.
Reykjanesbær verður Jólabær
Frumkvöðlarnir kynntu hugmyndir sínar um Jólabæ í 88 húsinu. Hér má sjá þátttakendurna ásamt leiðbeinanda sínum
Maríu Rut Reynisdóttur og Jónasi Franz Sigurjónssyni markaðsstjóra Víkurfrétta, auk tveggja ungra þátttakenda.
Kynningin var vel
útfærð hjá
frumkvöðlunum.
➤ Hugmyndum af frumkvöðlanámskeiði Reykjanesbæjar vel tekið:
VF
LJ
ÓS
M
YN
D:
Þ
or
gi
ls
Jó
ns
so
n.
Kæri Kall á Kassanum
Mig langar að leggja smá punkt í umræð-
una um „atvinnuleysið“ hér á Suðurnesjun-
um. Ég held að þetta sé hárrétt sem þú
skrifaðir í síðustu Víkurfréttir um þetta svo-
kallaða atvinnuleysi hér á svæðinu. Eigin-
lega hver einasti maður sem ég talaði við er
sammála mér í því að ef maður virkilega
sækist eftir því að fá vinnu að þá fær maður
vinnu, svo einfalt er það. Nú ætla ég að
nefna nokkur dæmi þessu til stuðnings.
Konan mín var að vinna hjá fiskvinnslufyr-
irtæki hér á svæðinu sem búið er að loka í
nokkra mánuði vegna verkefnaskorts. Hún
fékk að hætta hálfum mánuði fyrr en lokun-
in sagði til um vegna þess að hún fékk
STRAX vinnu á öðrum stað. Starfsmaður í
þessu fiskvinnslufyrirtæki leitaði sér ekki
að annarri vinnu og er að ég held á bótum í
sumar og fram á haust. Önnur kona sem ég
veit um fór í atvinnuviðtal hjá hernum núna
nýlega og það var hringt í hana eftir 5. mín-
útur og hún spurð að því hvenær hún gæti
mætt í vinnu. Ég spyr: Er þetta virkilega
allt atvinnuleysið hér á Suðurnesjunum?
30. tbl. 2004LOKA3 21.7.2004 14:48 Page 10