Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.03.2017, Síða 15

Víkurfréttir - 16.03.2017, Síða 15
15fimmtudagur 16. mars 2017 VÍKURFRÉTTIR Team Iceland skipuðu auk Tryggva þeir Ira Kessey, Larry Dion og Ray Kinman. Verkið heitir Ancestry in Ice. Liðið fékk úlpur frá 66°Norður sem Tryggvi segir hafa gert gæfumuninn í -24 stigum. Tryggvi og Amy eru mikið áhugafólk um víkingalífsstíl. sæti í fjögurra manna liði á Annual International Snow Sculpture Cham- pionship, alþjóðlegu móti í snjó- skurði í skíðabænum Breckenridge í Colorado í Bandaríkjunum. Mótið var haldið í 2.800 metra hæð yfir sjávar- máli og voru 16 lið skráð til leiks, flest frá Bandaríkjunum en einnig víðs vegar að úr heiminum. Upphaflega átti lið Tryggva að heita Team US/ Iceland en liðsfélagar voru svo beðnir um það af skipuleggjendum að breyta nafninu í Team Iceland þar sem mörg lið voru með skammstöfunina US í sínu liðsnafni. Tryggvi segir það hafa verið mikla upplifun að taka þátt í mótinu. „Kuldinn fór allt niður í -24 gráður á Celsius og það er mesti kuldi í 27 ára sögu mótsins. Vatnið okkar fraus í flöskunum og þegar við snertum stál frusu vettlingarnir okkar við það. Ég var því mjög ánægður að koma aftur heim í hitann á Íslandi,“ segir hann og hlær. „Vinur minn, sem er norskur og bandarískur, hefur sótt um á mótinu fyrir liðið okkar síðustu þrjú ár en alltaf fengið neitun, þar til í ár svo þetta var langþráður draumur að rætast.“ Þátttaka í keppninni reyndi mikið á bæði andlega og líkamlega enda voru keppendur úti í kuldanum í allt að 14 tíma á dag. Tryggvi hafði undirbúið sig með því að ganga rösklega á hverjum degi en segir að ef hann hefði vitað hversu krefjandi snjóskurðurinn var hefði hann gengið helmingi lengra. Þar sem mótið var haldið í 2.800 metra hæð segir Tryggvi þá hafa fundið fyrir háfjallaveiki allan tímann og því andað að sér súrefni úr sér- stökum súrefnisflöskum og drukkið mikið af vatni til að vinna gegn áhrif- unum. Hvert lið fékk tuttugu tonna snjóklump til að vinna listaverk úr á fjórum dögum og segir Tryggvi að vegna kuldans hafi klumpurinn verið meira eins og klaki en snjór. Íslenska liðið var það elsta á mótinu en allir liðsmennirnir eru orðnir sextugir. Hann segir það góða tilfinningu að vita að hann geti enn ratað í ævintýri þrátt fyrir að vera orðinn sextugur. „Svo var ég líka einstaklega stoltur af því að vera í íslenska liðinu og að flagga íslenska fánanum þarna uppi í fjöllunum í Colorado. Um 40.000 manns voru á svæðinu á þessum tíma og ótrúlega margir komu og gáfu sig á tal við okkur. Það merkilega var að nær allir voru annað hvort nýkomnir frá Íslandi eða á leiðinni þangað. Hvað sem það er sem verið er að gera til að kynna Ísland í Bandaríkjunum, þá hefur það virkað. Ég gerði mitt besta til að segja fólki frá Íslandi.“ Tryggvi og Amy eru áhugafólk um víkingalífsstíl og eru þessa dagana að koma á laggirnar slíkum hóp hér á landi. Þau eru líka meðlimir í breskum áhugahóp um víkingalíferni. Nú í vor hefur hópnum verið boðið á endur- opnun á Jorvik Viking Centre á Eng- landi en það verður opnað á ný í apríl, endurbyggt eftir flóð. Þar verða Tryggvi og Amy ásamt vinum í vík- ingabúningum og Tryggvi ætlar að skera út listaverk á staðnum. Það er því ljóst að ævintýrin halda áfram hjá þessum nýju íbúum Reykjanesbæjar. „Auðvitað langaði mig að segja mömmu fréttirnar en hún var látin á þessum tíma. Ég veit að hún hefði líka orðið stolt. Þetta var því stór en erfið stund fyrir mig“ LEIKHÚSFERÐ Félags eldri borgara verður farin 1. apríl 2017. Farið verður í Borgarleikhúsið að sjá farsann „Úti að aka „ Farið frá SBK kl. 18:00, komið við í Hornbjargi, Nesvöllum, Grindavíkur og Vogatorgi. Sýningin hefst kl. 20:00. Miði og rúta kr. 6.500 - Pantanir hjá Ólu Björk símum 421 2972 og 898 2243 , Björgu 865 9897 og Guðrúnu 659 0201. Miðar seldir á Nesvöllum miðvikudag 22.mars kl. 16.00-17.00. Erum ekki með posa. Geymið auglýsinguna. Leikhúsnefnd. Aðalfundur Nes 2017 verður haldin mánudaginn 20. mars í sal í íþróttahúsinu á Sunnubraut kl. 20:00. Almenn fundardagskrá.   Vakin er athygli á að það vantar fólk í stjórn Nes sem er grundvöllur fyrir rekstur Nes svo sérstaklega er auglýst eftir áhugasömu fólki til að taka þátt í mjög skemmtilegu starfi Allir velkomnir Stjórn Nes AÐALFUNDUR Orlofshús VSFK Sumar 2017 Eftirtalin orlofshús félagsins verða leigð út í sumar: 3 hús í Svignaskarði (Veiðiley í neðra svæði Norðurá í boði á vægu gjaldi) 2 hús í Húsafelli 2 hús í Ölfusborgum 2 hús í Hraunborgum 1 íbúð í raðhúsi að Núpasíðu 8h, á Akureyri Útleigutímabilið er frá föstudeginum 26.maí 2017 og fram til föstudagsins 25. ágúst 2017. Umsóknir liggja frammi á skrifstofu félagsins og einnig inn á heimasíðu vsfk.is VSFK mun senda virkum félagsmönnum umsókn á rafrænu formi, þar sem hægt er að klára umsóknarferlið inn á mínum síðum VSFK. Umsóknafrestur er til kl. 16:00 mánudaginn 3. apríl 2017. Úthlutað verður samkvæmt punktaker. Orlofsnefnd VSFK www.vf.is

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.