Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.03.2017, Side 20

Víkurfréttir - 16.03.2017, Side 20
20 fimmtudagur 16. mars 2017VÍKURFRÉTTIR Húsasmiðjan vill ráða starfsmann í verslun fyrirtækisins í Reykjanesbæ Um er að ræða fullt starf og þarf viðkomandi að hefja störf sem fyrst Ábyrgðarsvið • Afgreiðsla og þjónusta við viðskiptavini • Almenn afgreiðsla á byggingavörum • Önnur tilfallandi störf Hæfniskröfur • Góð alhliða þekking á byggingavörum kostur • Sjálfstæð og vönduð vinnubrögð • Samskiptahæfni • Íslenskukunnátta (tala og skrifa) • Æskilegur aldur 20 + Byggjum á betra verði HÚSASMIÐJAN LEITAR AÐ ÖFLUGUM LIÐSMANNI Umsóknir berist fyrir 24. mars n.k. Til Einars Ragnarssonar, einarr@husa.is Metnaður Þjónustulund Sérþekking Húsasmiðjan leggur metnað sinn í að veita fyrsta flokks þjónustu og hafa gott aðgengi að vörum sínum og starfsfólki. Það sem einkennir starfsmenn Húsasmiðjunnar eru eftirfarandi gildi: Gestafjöldi tvöfaldaðist á Safnahelgi á Suðurnesjum Safnahelgi á Suðurnesjum var haldin í níunda sinn um liðna helgi og þótti takast með eindæmum vel. Fjöldi fólks lagði leið sína um söfn og sýn- ingar í öllum bæjarfélögunum fimm og gestatölur benda til að fjöldinn hafi tvöfaldast frá í fyrra þegar rúmlega fjögur þúsund manns nýttu sér boðið. Gestir sem heimsóttu söfnin í Reykja- nesbæ voru til dæmis 4086 talsins og þá eru ótaldir gestir í Garði, Grinda- vík, Sandgerði og Vogum. Veðrið var með besta móti þannig að gestir nutu ekki einungis sögu, menningar og lista heldur fengu í kaupbæti náttúrufeg- urð svæðisins. Íbúar sjálfir nýttu sér tilboðin sem í gangi voru en einnig var áberandi hve margir gestir komu af höfuðborgar- svæðinu. Fjöldi sjálfboðaliða tók þátt í verkefninu ásamt starfsmönnum sveitarfélaganna sem vinna við menn- ingar- og safnamál. Safnahelgin er sameiginlegt verkefni sveitarfélaganna fimm á Suðurnesjum og er liður í menningarferðaþjónustu svæðisins. „Markhópurinn hefur til þessa fyrst og fremst verið heimafólk og íbúar höfuðborgarsvæðisins en spurning er hvort kominn sé tími til að útvíkka þetta með tilliti til þeirra vinsælda sem verkefnið nýtur,“ segir Valgerður Guðmundsdóttir, menn- ingarfulltrúi í Reykjanesbæ. Framkvæmdastjórn safnahelgarinnar sendir bestu kveðjur til allra sem komu að verkefninu, hvort heldur sem gestir eða starfsmenn, og hlakkar til að vinna með þeim aftur að ári, segir í tilkynningu frá stjórninni.   Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00 Hvítasunnu- kirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84 SUNNUDAGUR 19. MARS KL. 11:00 Verið velkomin í messu og sunnudagaskóla á þriðja sunnudegi í föstu. Messuþjónar taka á móti gestum og lesa ritningartexta, Kór Kefla- víkurkirkju leiðir sálmasöng undir stjórn Arnórs Vilbergssonar organista og sr. Eva Björk Valdi- marsdóttir þjónar fyrir altari. Sunnudagaskólinn verður í umsjón Systu, Jóns Helga, Unnar og Helgu. Súpusamfélag eftir messu.   MÁNUDAGUR 20. MARS Coda fundur í Kirkjulundi kl. 19:30 og AA fundur klukkan 21:00.   MIÐVIKUDAGUR 22. MARS KL. 12:00 Nærandi kyrrðarstund í Kapellu vonarinnar í umsjón presta og organista. Gæðakonurnar okkar matreiða súpu og brauð.   Verið hjartanlega velkomin www.vf.is

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.