Víkurfréttir - 12.04.2017, Blaðsíða 2
2 miðvikudagur 12. apríl 2017VÍKURFRÉTTIR
VIÐBURÐIR
OPNUN/LOKUN YFIR PÁSKAHÁTÍÐINA
Sundmiðstöð/Vatnaveröld
Opið 13. apríl kl. 9:00 - 17:00
Lokað 14. apríl
Opið 15. apríl kl. 9:00 - 17:00
Lokað 16. apríl
Opið 17. apríl kl. 9:00 - 17:00.
Íþróttamiðstöð Njarðvíkur
Lokað 13. - 17. apríl.
Duus Safnahús og Rokksafn
Lokað 13. og 16. apríl
Aðra daga er hefðbundinn
opnunartími.
Ráðhús
-þjónustuver og bókasafn
Lokað 13. - 17. apríl.
Gleðilega páskahátíð!
KYNNINGAFUNDUR UM HEILSUEFLINGU FYRIR 65+
Áhugi er á að koma á skipulagðri heilsueflingu til lengri tíma fyrir 65
ára og eldri í Reykjanesbæ. Kynningarfundur um verkefnið verður
18. apríl kl. 20:00 á Nesvöllum. Enginn kostnaður í þátttöku verkefnis.
Sérkennslufulltrúi/deildarstjóri
Störf í garðyrkjuhópi
Skipulagsfulltrúi
Umönnunarstörf
Félagsliði eða stuðningsfulltrúi
Sérfræðingur í launadeild
Starfsmaður á vaktir
Sumarstarf
Tímabundin staða
LAUS STÖRF
Umsóknum í öll ofangreind störf skal skilað á vef Reykjanes-
bæjar undir Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari
upplýsingar um auglýst störf og á Facebook síðunni Reykja-
nesbær - laus störf.
FRÆÐSLUSVIÐ
VINNUSKÓLI
UMHVERFISSVIÐ
HEIMILI FATLAÐS FÓLKS
ÍBÚAKJARNI SELJUDAL
FJÁRMÁLASVIÐ
SUNDMIÐSTÖÐ
LYNGMÓI
HÆFINGARSTÖÐIN
Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er
komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki.
Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar í sex
mánuði.
Erla, nú hefur þú verið við stjórn-
völinn í áratug. Hvernig hefur þetta
gengið hjá ykkur konunum?
Erla: „Í um öld hafa karlmenn verið
í embættisverkum og leitt kirkjuna.
En það sem er svo fallegt við Kefla-
víkurkirkju er konurnar sem hafa
verið í kring, konurnar sem voru drif-
krafturinn, hafa saumað og fært muni
til kirkjunnar. Og konurnar í fátæka
sjávarþorpinu í Keflavík sem söfnuðu
fyrir og fengu ungan mann til að mála
sem var Ásgrímur Jónsson. Þannig
að konurnar hafa alltaf verið í kring
um kirkjuna, stutt hana af verkum,
tíma og einstakri natni. Við erum þær
fyrstu sem leiða hana í prestþjónust-
unni. Þannig að það kannski aðeins
meiri móðurlegri ásýnd.“
Hvernig fannst þér að koma til Kefla-
víkur Eva, það er mikil saga hér í
þessum bítlabæ?
Eva: „Já, ég er að læra hana smám
saman, kynnast kirkjunni og sam-
félaginu. Það var mjög vel tekið á móti
okkur fjölskyldunni. Það er gaman að
koma hingað. Ég bjó í Reykjavík áður
en kom frá Akureyri, þannig að við
erum bæði að norðan hjónin. Okkur
finnst það góð tilfinning að koma
hingað í minna samfélag. Það er margt
líkt með Akureyri og Keflavík. Þetta er
svipuð stærð og við erum alltaf í sam-
keppni við höfuðborgarsvæðið. Hér er
öflugt íþróttastarf, góðir skólar og vel
haldið utan um fjölskylduna.“
Saga Keflavíkurkirkju er mjög merki-
leg, hvernig kirkja varð til í Keflavík
fyrir um 100 árum síðan.
Erla: „Já hún er merkileg, falleg og hún
er svo mikið merki um frumkvöðla
og stórhuga hjörtu sem vildu byggja
sér helgidóm við sjóinn og hann
stendur fokeldur í um 4 ár þangað til
að hann fýkur og er rifinn vegna þess
að hann skekktist mikið í óveðri. Kefl-
víkingarnir halda áfram. Verslunar-
maðurinn Duus eða Ólafur Ólafsson
sagði: „Ég skal borga helminginn af
skuldunum og helminginn af nýrri
kirkju, haldið áfram. Byggjum okkur
kirkju.“ Það voru haldnar tombólur
og fleira og það var safnað fyrir helgi-
dómi. Þannig voru kirkjur byggðar.
Það fýkur í mig þegar talað er um að
kirkjur séu byggðar fyrir skattpening-
inn. Kirkjurnar eru byggðar af fólk-
inu, af framlögum, þannig er Kefla-
víkurkirkja byggð og hún var ein af
fyrstu steyptu kirkjum landsins. Hún
er svo ótrúlega fögur og nýmóðins
þessi klassíska kirkja sem tekur við af
timburkirkjunni. Okkur finnst þessi
madamma vera ein af þeim glæsileg-
ustu á landinu.“
Það hafa verið breytingar og endur-
bætur á kirkjunni síðustu ár sem er
að mestu lokið við. Svo er verið að
safna fyrir nýju orgeli eða laga org-
elið sem er mikilvægt í kirkjunni.
Erla: „Endurbæturnar hófust 2012,
Páll V. Bjarnarson, Keflvíkingurinn
og arkitektinn, leiddi þá vinnu. Það
er mikil rannsóknarvinna sem hann
gerði, hann rannsakaði liti og annað
til að færa hana sem næst sínum upp-
runa. Færa inn gömlu munina, eins
og gamla predikunarstólinn, grátur
og annað. Því lauk síðasta sumar með
því að gluggarnir eru komnir eins og
Rögnvaldur Ólafsson teiknaði þá. Það
kom í ljós að það var lítið burðarþol í
söngloftinu þannig að það var lagað
og stækkað. Af því að erum að fara að
laga orgelið. Það verkefni gengur vel.“
Hefur hlutverk prestsins
breyst mikið síðustu ár?
Eva: „Já, hlutverkið hefur breyst
mikið síðustu ár. Prestarnir voru oft
eina menntaða fólkið á svæðinu og
gerðu því oft margt sem þeir áttu ekki
að gera eða voru ekki menntaðir til.
Okkur finnst þetta mjög skrýtið í dag.
Þar sem þeir höfðu bóklega menntun,
þá gerðu þeir það og voru á sumum
stöðum læknar. Nú er hlutverkið sér-
hæfðara og við erum meira að þjón-
usta fólk. Okkur er ennþá tekið þann-
ig að við höfum mikilvægu hlutverki
að gegna. Fólk ber ennþá virðingu
fyrir prestinum. Það er einnig þegar
maður er ungur og nýkominn úr námi
þá tekur það smá tíma að venjast því
að þetta er ákveðin staða og virðing.
Svo erum við líka sem kirkja í öðru-
vísi stöðu, við erum alltaf að afsaka
okkur og að afsaka tilveru okkar af
því að umræðan er líka neikvæð. Í
sumu samhengi er maður að afsaka
tilveru sína en á öðrum stöðum er
mikil virðing. Þetta er svolítið klofið.“
Fáið þið eitthvað aðra virðingu vegna
þess að þið eruð konur af því að þetta
er búið að vera mjög karllægt starf í
gegnum aldirnar?
Eva: „Ég heyri bara þetta jákvæða að
það séu komnar tvær konur og finnst
hressleiki fylgja okkur. Erla setur svo-
lítið tóninn með það. Hún vill hafa
kirkjuna lifandi og við höfum mikinn
metnað fyrir starfinu. Kannski hefur
það bara með okkur að gera en ekki
kynið. Ég heyri bara þetta jákvæða.
Fólk tekur okkur vel og finnst gaman
að það séu tvær konur sem prestar.
Ég hef gaman af því að segja frá því
að árið 2015 þegar ég var vígð hingað
var það fyrsta árið sem það voru tvær
konur prestar starfandi í einni kirkju.
Selfoss var reyndar á undan okkur en
svo kom Keflavíkurkirkja. Þannig að
það var ekki fyrr en 2015 sem tvær
konur voru starfandi við eina kirkju
en enginn karl.“
Nú er stærsta hátíð kristinna manna,
páskarnir, að ganga í garð. Núna
er líka tími ferminganna. Er þetta
annasamur tíma hjá ykkur?
Eva: „Þetta er skemmtilegur tími.
Það er ofsalega gaman að halda upp
á páskana. Þeir eru gleðihátíð og svo
eru fermingarnar eitt af því skemmti-
legasta sem við gerum.“
Hafa orðið miklar breytingarnar á
fermingunni í gegnum árin? Það er
talað um að sumir vilji láta ferma sig
vegna veislu og gjafa? Hver er ykkar
upplifun?
Eva: „Mín upplifun er sú að þetta við-
horf sé meira ríkjandi hjá fólkinu sem
er að spyrja. Ég held að krakkarnir
hugsi ekki svona. Þau eru virkilega
að pæla í því hvort þau vilji fermast.
Núna eru borgaralegar fermingar líka í
boði og sum fermast ekki. Fermingar-
börnin eru að fermast því þau vilja
það. Ég held að við þurfum að vanda
okkur aðeins betur þegar við erum
að ræða við krakka. Ég sá um daginn
viðtal í þætti Gísla Marteins á RÚV
þar sem spyrillinn var með leiðandi
spurningar og þá brugðust krakkarnir
allt öðruvísi við. Við þurfum að virða
þeirra val og þeirra trú. Þau eru flest
að gera þetta af heilum hug.“
Erla: „Ég algjörlega sammála. Þú
spyrð ekki brúðhjón hvort þau séu að
gifta sig vegna gjafanna. Þetta eru stór
tímamót og vissulega er tilhlökkun
vegna gjafanna. Við erum með krökk-
unum í þrjá daga að hausti í Vatna-
skógi og hittum þau svo vikulega. Það
er ótrúlega gaman að ræða við þau
um trúna og efann sem henni fylgir,
það er eins og harmónían í lífinu er,
þessar andstæður. Þau eru hugsi, enda
er þetta þannig aldur.“
Taka börnin virkan þátt í fermingar-
undirbúningnum? Hefur hann eitt-
hvað breyst í gegnum árin?
Erla: „Þau finna að þau eru mið-
punktur fjölskyldunnar þennan vetur.
Þetta snýst um þau. Heima fyrir er
þetta svo mikið umræðuefni. Trúin,
efinn, sorgin og kærleikurinn sem við
fjöllum um í fræðslunni. Foreldrar
eru líka virkir þátttakendur hjá okkur.
Fermingarforeldrar skiptast á að að-
stoða við súpu eftir messu á sunnu-
dögum. Það er gaman að segja frá því
að mörg börn mæta í fleiri messur en
þau eiga því þeim finnst svo gott að
eiga þennan fasta punkt.“
Finnið þið þessa breytingu á sam-
félaginu, að hér búi fleiri af erlendum
uppruna?
Erla: „Já, við finnum að þau sækja til
okkar í sálgæslu, athafnir, skírnir og
sorgarúrvinnslu. Svo eru líka margir
sem vilja fá kirkjuna bara til þess að
dvelja í henni.“
Það er talað um að í dag séu fleiri
hjónaskilnaðir en áður fyrr. Hvernig
upplifið þið það?
Erla: „Ef fólk á börn sem eru yngri
en 18 ára þarf það að koma fyrst til
prestsins til að fá sáttavottorð áður en
það fer til sýslumanns. Fólk neyðist
því til að fara til prestsins ef það er gift
og á börn á þessum aldri. Blessunar-
lega erum við ekki oft að gefa út sátta-
vottorð því þetta eru bara samskipti
sem þarf að laga og margir hnútar að
leysa til að greiða úr flækjunni en jú,
þau eru mörg viðtölin sem við förum
í.“
Eva: „Það er misjafnt hversu snemma
fólk kemur. Ef það kemur áður en
vandinn er orðinn það mikill að það
hefur ákveðið að skilja þá náum við
stundum að leysa úr því. En stundum
er fólk búið að ákveða að skilja þegar
það kemur til okkar og stundum er
það kannski ekki það versta.“
Er hægt að benda á eitthvað sérstakt
sem virðist vera að í hjónaböndum
í dag?
Eva: „Við, sem þjóðfélag, erum vön
því að það séu til skyndilausnir á hlut-
unum. Kannski fer fólk í það of fljótt
að skilja eða ef það hefur ekki fundist
lausn strax, þá gefst það upp. Þjóð-
félagið og umræðan litast af þessu. Við
höldum alltaf að það sé eitthvað nýtt
og betra handan við hornið.“
Nú eru páskarnir að ganga í garð og
því mikil dagskrá framundan í Kefla-
víkurkirkju. Á skírdag er Taisemessa
og altarisganga klukkan átta um
kvöldið. Á föstudaginn langa verður
messa klukkan 14. Hátíðarmessa og
morgunverður er klukkan 9 á páska-
dag. Á annan í páskum er börnum
boðið í sunnudagaskóla og páska-
eggjaleit.
●● Erla●Guðmundsdóttir●og●Eva●Björk●Valdimarsdóttir●
eru●prestarnir●í●aldar●gamalli●Keflavíkurkirkju.●
●● Léttleiki●og●fjölbreytni●er●í●kirkjustarfinu.●
„Konurnar hafa alltaf verið í kringum kirkjuna, stutt hana af verkum,
tíma og einstakri natni. Við erum þær fyrstu sem leiða hana í prest-
þjónustunni. Þannig að það er kannski aðeins meiri móðurlegri ásýnd,“
segir Erla Guðmundsdóttir, sóknarprestur Keflavíkurkirkju en önnur
ung kona sinnir preststörfum í kirkjunni. Það er hún Eva Björk Valdi-
marsdóttir. Keflavíkurkirkja er rétt 100 ára gömul og hefur í gegnum
árin verið karlaveldi. Það er því svolítið nýmóðins að það séu nú tvær
ungar konur við stjórnvölinn.
KONURNAR
HAFA ALLTAF VERIÐ Í
KRINGUM KIRKJUNA