Víkurfréttir - 12.04.2017, Blaðsíða 15
15miðvikudagur 12. apríl 2017 VÍKURFRÉTTIR
Ársfundur Festu lífeyrissjóðs verður haldinn
þriðjudaginn 9. maí nk.
Fundarstaður: Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38.
Fundarstörf hefjast kl. 18:00
Dagskrá ársfundar 2017:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins
3. Önnur mál, löglega upp borin
Ársfundur 2017
www.festa.is
Stjórn Festu lífeyrissjóðs:
Anna Halldórsdóttir, stjórnarformaður
Garðar K. Vilhjálmsson, varaformaður
Ólafur S. Magnússon, meðstjórnandi
Dagbjört Hannesdóttir, meðstjórnandi
Halldóra Sigr. Sveinsdóttir, meðstjórnandi
Örvar Ólafsson, meðstjórnandi
Framkvæmdastjóri:
Gylfi Jónasson
Traust - Ábyrgð - Festa
Afkoma Festu lífeyrissjóðs
Sameinaður Lífeyrissjóður Suðurlands, Suðurnesja og Vesturlands
Breytingar á hreinni eign
2016
í milljónum króna
2015
í milljónum króna
Iðgjöld 7.260 6.049
Lífeyrir -3.288 -3.057
Hreinar fjárfestingatekjur 3.256 10.261
Rekstrarkostnaður -239 -213
Breyting á hreinni til greiðslu lífeyris 6.989 13.038
Hrein eign frá fyrra ári 112.431 99.393
Hrein eign í árslok til greiðslu lífeyris 119.420 112.431
Efnahagsreikningur
Fjárfestingar
Eignahlutir í félögum og sjóðum 52.176 50.240
Skuldabréf 65.874 60.908
Aðrar fjárfestingar 0 25
Fjárfestingar 118.050 111.173
Annað
Kröfur á launagreiðendur 1.031 916
Aðrar kröfur 22 28
Ýmsar eignir 686 401
Viðskiptaskuldir -369 -86
Annað 1.370 1.258
Hrein eign í árslok til greiðslu lífeyris 119.420 112.431
Ýmsar kennitölur
Nafnávöxtun 2,8% 10,5%
Hrein raunávöxtun 0,5% 8,2%
Hrein raunávöxtun 5 ára meðaltal 5,4% 5,7%
Hrein raunávöxtun 10 ára meðaltal 0,7% 1,7%
Tryggingafræðileg staða -2,2% 0,5%
Nafnávöxtun séreignardeildar 1,0% 10,7%
Hrein raunávöxtun séreignardeildar -1,2% 8,4%
Hrein raunávöxtun séreignard. 5 ára meðaltal 4,4% 5,2%
Hrein raunávöxtun séreignard. 10 ára meðaltal 2,0% 3,0%
ALLTAF PLÁSS
Í B Í L N U M
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA, TVISVAR Á DAG.
S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K
SÍMI: 845 0900
Fimmtudaginn 20. apríl, á sumar-
daginn fyrsta klukkan 20:00, fara
fram einstakir tónleikar í Hljóma-
höll í Reykjanesbæ sem bera nafnið
„Hljómlist án landamæra“. Eins og
nafnið gefur til kynna er um að ræða
viðburð í tengslum við listahátíðina
„List án landamæra“ sem notið hefur
verðskuldaða athygli á landsvísu
á undanförnum árum. Sérkenni og
jafnframt helsti styrkleiki hátíðar-
innar er að þar gefst öllum sem áhuga
hafa, tækifæri á að koma listsköpun
sinni á framfæri og fagna fjölbreyti-
leika mannlífsins.
Tónleikarnir voru haldnir í fyrsta sinn
í fyrra og þá var troðfullur Stapi og
frábær stemmning og ljóst að ekki er
við öðru að búast í ár.
Tónleikarnir eru samstarfsverkefni
sveitarfélaganna á Suðurnesjum, Mið-
stöðvar símenntunar á Suðurnesjum
og Listar án landamæra. Á tónleik-
unum koma fram fatlaðir og ófatl-
aðir tónlistarmenn frá Suðurnesjum,
höfuðborgarsvæðinu, Selfossi og
Akranesi.
Fram koma Salka Sól og Embla Sól
Björgvinsdóttir, Salka Sól og Davíð
Már Guðmundsson við undirleik
Rokksveitarinnar, Vox Felix undir
stjórn Arnórs Vilbergssonar og Lára
Ingimundardóttir, Sönghópurinn
Gimsteinar, Karitas Harpa Davíðs-
dóttir, sigurvegari Voice 2017, og
Kristín Þóra Albertsdóttir við undir-
leik Tómasar Guðmundssonar og
Baggabandið ásamt Evu Dögg Héð-
insdóttur, Frey Karlssyni, Heiðrúnu
Hermannsdóttur, Jóni Agnarssyni
og Stefáni Trausta Rafnssyni. Einn-
ig kemur fram danshópur frá Dans-
kompaní.
Kynnar á tónleikunum verða frábæru
skemmtikraftarnir Guðjón Davíð
Karlsson, betur þekktur sem Gói og
Hallgrímur Ólafsson.
Aðgangur er ókeypis og vonast að-
standendur til þess að sem flestir sjái
sér fært að mæta og berja okkar frá-
bæru listamenn augum. Verkefnið er
styrkt af Uppbyggingarsjóði Suður-
nesja.
Nánari upplýsingar er að finna á fa-
cebooksíðu verkefnisins: facebook.
com/Hljomlistanlandamaera
Hljómlist án landa-
mæra í Hljómahöll
Bílaviðgerðir
Smurþjónusta
Varahlutir
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979
www.bilarogpartar.is
Verið velkomin
á samkomu
alla sunnudaga kl. 11.00
Hvítasunnukirkjan í Keflavík,
Hafnargötu 84
kl. 20:00 og 22:00
Á besta tíma! Nýr sýningartímiá fimmtudagskvöldum á Hringbraut.
Framvegis er þátturinn sýndur kl. 20:00
og endursýndur kl. 22:00.
Þá er þátturinn sýndur föstudaga kl. 12, 14, 16 og 18.
Á laugardögum er þátturinn kl. 14 og 22.
Sunnudaga er Suðurnesjamagasín kl. 08 og 18.Lumar þú á ábendingu um áhugavert efni í þáttinn? Sendu okkur línu á vf@vf.is
SKÍRDAGSKVÖLD KL. 20:00
Séra Erla þjónar fyrir altari í friðsælli messu þar
sem kyrrð verður sótt í gegnum bæn og altaris-
sakramenti. Taizesálmar sungnir af kórfélögum
undir stjórn Arnórs organista. Messuþjónarn-
ir Ólöf og Kristinn Þór afskrýða altarið, hylja það
svörtum klæðum og leggja á það fimm rauðar
rósir sem tákna sár Krists.
FÖSTUDAGURINN LANGI KL. 14 :00
verður rósunum langur og til fjörtjóns. Sr. Eva
Björk þjónar við messu þennan dag er kristin
kirkja um allan heim les píslasöguna og minnist
pínu og dauða Jesú Krists. Kórfélagar syngja
sálma föstudagsins langa og Arnór organisti
er þeirra stjórnandi. Linda Gunnarsdóttir er
messuþjónn.
PÁSKADAGUR KL. 09:00
Rósir á altari eru tákn elskunnar sem er tilefni
hátíðarguðsþjónustu að morgni upprisudags.
Sr. Erla og Eva Björk þjóna báðar við gleði-
stund og Kór Keflavíkurkirkju syngur stjórn
Arnórs organista. Kaffi á könnu, ný rúnstykki
og sérbökuð í Kirkjulundi að lokinni messu.
Helga Jakobsdóttir og Þórey Eyþórsdóttir eru
messuþjónar.
Hjúkrunarheimilin á páskadag
Helgistund á Nesvöllum kl.10:30 og Hlévangi
kl. 11:00. Í samfélgai við eldri kynslóðina
flytur sr. Erla hugleiðingu og félagar í kór Kefla-
víkurkirkju syngja ásamt Arnóri organista.
ANNAR Í PÁSKUM KL. 11:00
Sunnudagaskóli og páskaeggjaleit. Við hvetjum
alla krakka, mömmur, pabba, ömmur og afa að
koma og leita með okkur að páskaeggjum, sá
á fund sem finnur! Að lokum verður börnunum
færð bænabók að gjöf.