Víkurfréttir - 12.04.2017, Blaðsíða 13
13miðvikudagur 12. apríl 2017 VÍKURFRÉTTIR
Dýrin í Hálsaskógi sett
á svið í Sandgerði
●● Sviðsmynd●smíðuð●frá●grunni●og●hátt●í●200●búningar●saumaðir
■ Árshátíð Grunnskólans í Sandgerði fór fram síðasta
fimmtudag, 6. apríl. Elstu nemendur leikskólans Sól-
borgar ásamt nemendum úr 1. til 6. bekk grunnskól-
ans settu leikritið Dýrin í Hálsaskógi á svið. Þeir voru
með tvær sýningar og í tilkynningu frá skólanum segir
að gestir hafi verið á einu máli um að einstaklega vel
hafi tekist til. Nemendur lögðu allt í sýninguna og hafa
stundað stífar söng- og leikæfingar undanfarnar vikur.
Þá var mikil vinna lögð í að gera umgjörð leiksýningar-
innar sem glæsilegasta. Leikmyndin var sérsmíðuð frá
grunni og saumaðir voru hátt í 200 búningar. Húshljóm-
sveitin sá um flutning tónlistar en hún samanstendur af
kennurum grunn- og tónlistarskólans.
Árshátíð eldri nemenda fór svo fram um kvöldið og var
hver bekkur með sitt atriði. Meðal efnis á dagskránni var
kennaragrín þar sem nemendur í 7. bekk gerðu grín að
kennurum skólans. Starfsmenn grunnskólans létu ekki sitt
eftir liggja og fluttu nemendum 10. bekkjar kveðjusöng í
Eurovision-stíl. Dagskránni lauk með rósaafhendingu og þá
tók við ball fram undir miðnætti.
Afgreiðslutímar um páskana
Skírdagur 13. apríl: opið 12:00–16:00
Föstudagurinn langi 14. apríl: lokað
Laugardagur 15. apríl: opið 10:00–16:00
Páskadagur 16. apríl: lokað
Annar í páskum 17. apríl: opið 12:00–16:00
Netverslunin er opin allan sólarhringinn
Gleðilega páska
lyfja.isLyfja, Krossmóum 4, 260 Reykjanesbæ
Rafiðnaðarfélags Suðurnesja verður haldinn
miðvikudaginn 19. apríl 2017 kl. 20:00 í sal
Verslunarmannafélags Suðurnesja, Vatnsnesvegi 14.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin
Aðalfundur
Ísbúð - Grill - Pizza
Hafnargötu 6a, 230 Reykjanesbæ // Sími 421-1544
ATVINNA
Við hjá Ungó leitum að starfsmanni, 18 ára eða eldri,
í vaktavinnu 2-2-3.
Kvöld og helgarvinna.
Í starfinu felst að vinna við matvæli , ís,
þrif og almenna afgreiðslu.
Ertu dugleg/ur, jákvæð/ur, ábyrg/ur og rösk/ur?
Endilega komdu og sæktu um hjá okkur!
Upplýsingar á staðnum.