Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.10.2017, Side 1

Víkurfréttir - 19.10.2017, Side 1
S T Æ R S T A F R É T T A - O G A U G L Ý S I N G A B L A Ð I Ð Á S U Ð U R N E S J U M AÐAL S ÍMANÚMER 421 0000 ■ AUGLÝS INGAS ÍM INN 421 0001 ■ FRÉTTAS ÍM INN 421 0002 Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is auðveldar smásendingar eBOX flytur minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR einföld reiknivél á ebox.is F ÍT O N / S ÍA VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM: NORTHERN LIGHT INN Draumur að sjá gesti upplifa norðurljósin 12 10 16 TEIKNIMYNDASÖGUR VORU OKKAR YOUTUBE facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir Lögregla leitar brennuvargs • Kveikt í útihúsum elsta íbúðarhúss í Vogum • Menningarminjar í hættu Lögreglan á Suðurnesjum leitar nú einstaklings sem grunaður er um að hafa kveikt í útihúsum við Ásláksstaði á Vatnsleysuströnd um miðjan dag á mánudag. Mannaferðir sáust við húsin og bifreið aka á brott frá þeim skömmu áður en eldsins varð vart. Tilkynning barst um eld að Ásláks- stöðum kl. 15:06 á mánudag og var slökkvibifreið þegar send af stað frá Brunavörnum Suðurnesja. Þegar slökkviliðið kom á vettvang voru útihúsin alelda. Þau standa skammt frá eyðibýlinu Ásláksstöðum. Það hús telst til menningarminja í Sveitarfélaginu Vogum, því húsið er elsta uppistandandi íbúðarhúsið í sveitarfélaginu, byggt 1883–1884 úr timbri sem rak hingað til lands með skipinu Jamestown sem strandaði í Höfnum árið 1881. Það var strax ljóst að ekki væri hægt að bjarga útihúsunum en lögð var áhersla á að verja íbúðarhúsið. Lög- reglan á Suðurnesjum var jafnframt með mikinn viðbúnað og lokaði leiðum að brunastað og heimilaði ekki aðgang að vettvangi. Lögreglu- menn leituðu einnig að bifreið sem sést hafði til á staðnum rétt áður en eldsins varð vart. Vegfarandi sem blaðamaður ræddi við sagði að ferðamenn væri tíðir gestir við húsin. Þá er einnig orð- rómur um að ógæfufólk hafi leitað skjóls í eyðibýlum á Vatnsleysu- strönd og að Ásláksstaðir séu þar á meðal. Minjafélag vill Ásláksstaði Helga Ragnarsdóttir veitir Minja- og sögufélagi Vatnsleysustrandar forstöðu. Félagið hefur lengi haft augastað á Ásláksstöðum og viljað endurbyggja húsið og koma því í upprunalegt form. Það var síðast rætt á fundi með Minjastofnun fyrir helgi. Helga sagði að það hafi flækt málið að margir eigendur séu að Ásláksstöðum. Í samtali við Víkurfréttir sagðist Helgu hafa verið brugðið þegar hún frétti af brun- anum í útihúsunum. Þau hafi ekki síður verið merkileg en íbúðarhúsið og mannvirkin sem ein heild áhuga- verð til endurbyggingar. „Því miður líta ekki allir minjar sömu augum. Sögunni verður ekki viðhaldið með því að brenna þær,“ segir í stöðu- færslu frá Minja- og sögufélagi Vatnsleysustrandar á fésbókinni. „Minjafélagið hefur sýnt því áhuga að fá umsjá yfir elsta húsi Voga, Ásláksstöðum og gera upp húsa- kostinn. Vonandi gengur það eftir svo sómi verði af,“ segir jafnframt. Slökkvistarf að hefjast við Ásláksstaði á Vatnsleysuströnd. Slökkviliðið segir íbúðarhúsið ekki hafa verið í hættu. Myndina tók Hilmar Bragi, ljósmyndari Víkurfrétta, með flygildi yfir brunavettvangi. DRÖFN ER MJÖG HRÆDD VIÐ HUNDA S U Ð U R N E S J A MAGASÍN fimmtudagskvöld kl. 20 á Hringbraut og vf.is LANDLÆKNIR TELUR MÖNNUN HSS ÓÁSÆTTANLEGA Mistök og vanræksla áttu sér stað á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja þegar sjúklingur leitaði á bráðamóttöku 15. mars sl. Þetta er niðurstaða Embættis landlæknis sem barst kvörtun vegna læknismeðferðar. Landlæknir segir ljóst að móttaka, rannsókn og meðferð læknanema, sem var á vakt HSS aðfaranótt 15. mars 2017, var nokkuð frá því að standast kröfur góðrar læknisfræði. Landlæknir telur að læknanemi á vakt hafi reynt að liðsinna sjúklingi eftir megni. Ástand sjúklings hafi verið með þeim hætti að reynsla og kunnátta viðkomandi læknanema nægði ekki til að veita honum fullnægjandi heilbrigðis- þjónustu. Landlæknir telur þó að þar sé ekki við þennan tiltekna læknanema að sakast en að óásættanlegt sé með öllu að Heilbrigðisstofnun Suðurnesja tefli fram svo reynslulitlum ein- staklingi við móttöku bráðveikra sjúklinga og, að því að best verður séð, án þess að læknaneminn hafi haft fullnægjandi stuðning af reynslumeiri lækni. Sjúklingur hafði mætt á bráðamóttöku á HSS með mikla kviðverki sem leiddu út í bak og 39 stiga hita. Læknanemi taldi að um þvag- færasýkingu væri að ræða. Ekki voru gerðar neinar rannsóknir, hvorki ómskoðun né blóð- eða þvagrannsókn. Sjúklingi var gefið sýklalyf og verkjasprauta og hann svo sendur heim. Við rannsókn á Landspítala daginn eftir kom í ljós að sjúklingur var með stein í þvagleiðara og þurfti nýrnaástungu og fóru í hönd all mikil veikindi og m.a. stutt vistun á gjörgæsludeild. fimmtudagur 19. október 2017 // 41. tbl. // 38. árg.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.