Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.10.2017, Qupperneq 8

Víkurfréttir - 19.10.2017, Qupperneq 8
8 FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 19. október 2017 // 41. tbl. // 38. árg. Hafnsögubáturinn leigður frá Grindavík Bjarni Þór, hafnsögubátur Grinda- víkurhafnar, hefur verið leigður frá höfninni í þurrleigu til tveggja mánaða. Báturinn fer til verkefna á Faxaflóa. Sigurður A. Kristmundsson, hafnar- stjóri Grindavíkurhafnar, sagði í sam- tali við Víkurfréttir að báturinn geti komið til baka og sinnt verkefnum hafnarinnar með stuttum fyrirvara á leigutímanum, gerist þess þörf. Grindavíkurhöfn sé hins vegar með samning við Björgunarsveitina Þor- björn sem sinni verkefnum hafnsögu- bátsins á meðan hann er í útleigu. MINJASTOFNUN VEITTI GRINDAVÍKURBÆ STYRK - Vinna að tillögu um verndaráætlun í byggð Grindavíkurbær sótti um styrk í ágúst 2016 til Minjastofnunar Íslands til að vinna tillögu að verndaráætlun í byggð fyrir Þórkötlustaðahverfi. EFLA verkfræðistofa verkstýrir verkefninu fyrir hönd bæjarins og Elín Ósk Hreiðarsdóttir hjá Fornleifastofnun Íslands vinnur að því að fornleifaskrá og Hjörleifur Stefánsson arkitekt vinnur að húsakönnun. Með þessu er verið að stuðla að vernd og varðveislu byggðar sem hefur sögulegt gildi og er innan þéttbýlis. Vinna hefur verið hafin af hálfu Grindavíkurbæjar við gerð verndaráætlunar í byggð fyrir Þór- kötlustaðahverfið. Sveitastjórn Grindavíkurbæjar hyggst koma með tillögu til for- sætisráðherra um að Þórkötlustaða- hverfið, sem hefur mikla tengingu við upphaf þéttbýlis í Grindavík, verði gert að verndarsvæði. Mikil vinna liggur að baki slíkrar til- lögu en nú þegar hefur verið byrjað að afla sögulegra heimilda og vinna við uppmælingu minja hefur einnig hafist til að fá mynd af því hvernig hverfið var. Þetta kemur fram í Járn- gerði, bæjarblaði Grindvíkinga. Sex nýjar íbúðir í Víðihlíð - uppbygging í Grindavík Verið er að byggja sex nýjar íbúðir við Víðihlíð í Grindavík sem er dvalarheimili aldraða og byrjuðu framkvæmdir á viðbyggingunni í sumar. HH smíði sér um bygginga- framkvæmdir. Stefanía S. Jónsdóttir deildarstjóri öldrunarþjónustu Mið- garðs segir að búið sé að endurnýja öll baðherbergi í öðrum íbúðum Víðihlíðar og framkvæmdir á við- byggingunni gangi vel. Tvær íbúðir verða stórar og tvær aðeins minni, einnig verður ein íbúð sérstaklega hönnuð fyrir einstaklinga í hjólastól og stefnt er að því að íbúðirnar verði fullkláraðar í mars. Ákvörðun um viðbygginguna var tekin þegar það var kominn þrýstingur fyrir síðustu bæjarstjórna kosningar um að það vantaði fleiri íbúðir og var viðbyggingin hluti af kosningaloforði Sjálfstæðisflokksins. Nefnd var sett í málið og hún skipulagði bygginguna. „Þessar íbúðir anna ekki allri eftir- spurninni en eru svo sannarlega mikil búbót. Þetta verður mjög flott þegar þær verða komnar til viðbótar við hinar íbúðirnar sem eru nú þegar til staðar“ segir Stefanía. Stefanía sér um tómstundarstarf eldri borgara í Grindavík sem fer fram í Miðgarði. Miðgarður er staðsettur í Víðihlíð og hefur verið starfræktur frá því í september 2011 en þar fer félagsstarf eldri borgara fram og er alltaf nóg um að vera. „Við erum með línudans, jóga, postulínskennslu, keramik, kortagerð, vatnsleikfimi svo eitthvað sé nefnt og svo má ekki gleyma morgungöngunum í Hópinu, þær göngur eru vel sóttar. Bingóið er alltaf vinsælt hjá okkur og allt að 50 manns mæta og vinningarnir eru alltaf veglegir.“ Eldri borgarar eru duglegir að sækja þá viðburði sem eru í boði en þeir greiða ekkert fyrir það sem er í boði. „Það er frábært að geta boðið upp á þessa viðburði þeim að kostnaðar- lausu. Hér er líka lestur tvisvar sinnum í viku þar sem lesnar eru skemmtilegar sögur eða bækur eða jafnvel eitthvað sem rifjar upp æsku- árin, þau skemmta sér alltaf vel yfir því sem verið er að lesa og hláturinn heyrist oft út á gang.“ Í fyrra fór tilraunaverkefni af stað í Víðihlíð að bjóða upp á mat í há- deginu. Þessi þjónusta fór vel af stað og var góð mæting. Boðið verður upp á heitan mat í hádeginu aftur í vetur sem á eflaust eftir að vekja mikla lukku. „Við viljum að fólkinu líði vel og hafi eitthvað fyrir stafni, við erum líka með góða heimaþjónustu hér í Grindavík sem kemur reglulega heim til fólks og aðstoðar það við ýmsa hluti eins og húsverk og spjallar líka við það.“ Sigurður A. Kristmundsson, hafnarstjóri Grindavíkurhafnar, við stýrið í Bjarna Þór í janúar í fyrra. VF-mynd: Hilmar Bragi SKOÐA KAUP Á NÝJUM LÖNDUNARKRANA Í GRINDAVÍK Hafnarstjórn Grindavíkurhafnar hefur falið hafnarstjóra að kanna verð á löndunarkrana, þar sem einn af löndunarkrönunum við Kvíabryggju er ónothæfur vegna bilunar, en tals- verður kostnaður liggur í því að láta gera við hann. Kraninn skal vera sjö metrar að lengd, lyfta að lágmarki 700 kg og að virkni stjórntækja séu í samræmi við þá krana sem fyrir eru. Þá þarf að ganga úr skugga um að undirstöður séu viðunandi fyrir nýjan krana. KÆRA VEGNA ÁRÓÐURS Á KJÖRSTAÐ Framkvæmdarstjóri Framsóknar- flokksins hefur sent sýslumanni kröfu um að stöðva þegar í stað kosningu utan kjörfundar í Grinda- vík. Þetta kemur fram á Vísi. Útibú sýslumannsins á Suðurnesjum er í sama húsnæði og kosningaskrif- stofa Sjálfstæðisflokksins að Víkur- braut 52 í Grindavík en þar er félags- heimili Sjálfstæðismanna rekið. Ekki er leyfilegt að vera með kosn- ingaáróður á kjörstað og eru Fram- sóknarmenn ekki sáttir við að XD skilti séu í gluggum við hliðina á inngangi sýslumanns þar sem utan- kjörstaða kosningar fara fram. Málið er skoðað af fullri alvöru hjá sýslu- manni en engar frekari upplýsingar eru gefnar um málið að svo stöddu. vidreisn.is KJARKUR TIL AÐ BREYTA Milliliðalaust Bryggjan, Grindavík 23. okt. kl 17:00 Til framtíðar Ráin, Hafnargötu, Reykjanesbær 23. okt. kl 20:00

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.