Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.10.2017, Síða 14

Víkurfréttir - 19.10.2017, Síða 14
14 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 19. október 2017 // 41. tbl. // 38. árg. 200 ára fæðingarhátíð Nú um helgina munu milljónir manna um allan heim halda hátíðlegt 200 ára fæðingarafmæli Bahá’u’lláh, höfundar bahá’í trúarinnar. Árnaðaróskir í þessu tilefni hafa borist bahá’í-heimssamfélaginu sem hefur aðsetur í Ísrael frá þjóðarleiðtogum víða um heim, þar á meðal forsætisráðherrum Bretlands, Ástralíu og Nýja Sjálands, forseta Indlands og fleiri leiðtogum. Bahá’íar á Íslandi taka þátt í þessum hátíðarhöldum og við hér í Reykjanesbæ viljum minnast dagsins með því að bjóða bæjarbúum á kvikmyndasýningu og kaffiveitingar í Berginu, Hljómahöll, sunnudaginn 22. október. Kvik- myndin heitir Ljós fyrir heiminn og fjallar um líf og kenningar Bahá’u’lláh. Svo skemmtilega vill til að á þessu ári á bahá’í-samfélagið í Reykjanesbæ einnig stórafmæli. Fyrir réttri hálfri öld, 1967, komu fyrstu bahá’íarnir hingað og önnuðust sjúkraþjálfun að Túngötu 11 í samvinnu við Sjúkra- hús Keflavíkurlæknishéraðs. Þetta voru þær Svana Einarsdóttir og Bar- bara Thinat sem margir eldri Kefl- víkingar minnast með hlýhug. Fyrir var hér í bænum sómakonan Dag- björt Ólafsdóttir, kölluð Dúa í daglegu tali, dyggur og staðfastur fylgjandi þessa málstaðar. Í Reykjanesbæ er nú 30 manna bahá’í-samfélag en í íslenska bahá’í-samfélagið telur um 400 manns. Bahá’í-samfélagið er rót- gróið íslensku þjóðfélagi, tekur virkan þátt í samtrúarstarfi með öðrum trú- félögum og hefur átt gott samstarf við fjölmörg samtök og einstaklinga sem vinna að því að efla og bæta íslenskt samfélag. Bahá’í trúin á Ísland á sér langa sögu. Hennar var fyrst getið á prenti árið 1908 en þá skrifaði Þórhallur Bjarnarson, síðar biskup, grein um hana í Nýja kirkjublaðinu þar sem hann segir m.a.: „Fyrir fjörutíu árum reis upp dýrlegur kennimaður og guðsvottur í Persalandi (Íran) og hét hann Bahá’u’lláh. Eins og við mátti búast dó hann píslarvættisdauða og andaðist í tyrkneskri prísund 1892. Margir fylgjendur hans hafa látið lífið fyrir skoðanir sínar en þær breiðast því betur út. Kenningar hans eru að mörgu leyti svipaðar kenningum kristindómsins eins og mannúðlegast og göfugast er með þær farið.“ Þjóð- skáldið Matthías Jochumson kallaði Bahá’u’lláh friðarboða og sagði að hann hefði „hrópað úr austri vestur yfir löndin hinn forna fagnaðarboð- skap, en fáir viljað heyra.“ Matthías fæddist á Skógum í Þorskafirði en íslenskir bahá’íar eignuðust Skóga fyrir mörgum árum og starf þeirra að skógrækt þar hefur vakið verulega at- hygli á landsvísu. Það hófst um miðja síðustu öld með starfi bróðursonar Matthíasar, Jochums Eggertssonar, en hann var einn af brautyðjendum skógræktar á Íslandi. Orðstír trúarbragða í nútímasam- félagi hefur skaðast mikið og það er skiljanlegt. Bahá’íar eru á þeirri skoðun að ef stuðlað er að hatri og og átökum í nafni trúarbragða væri betra að vera án þeirra. Engu að síður má þekkja sönn trúarbrögð á ávöxtum þeirra – hvernig þau geta umbreytt, sameinað og stuðlað að friði og far- sæld. Reynsla bahá’í samfélaga um allan heim leiðir í ljós að trú og kenn- ingar Bahá’u’lláh gefa von, vinna gegn fordómum og skapa hlýhug í garð allra manna. Með áherslum á jafn- rétti kynjanna, upprætingu fordóma á grundvelli litarháttar, þjóðernis og trúar veita þær innsýn í leiðir til að vinna að samfélagslegum um- bótum. Tilraunir til breytinga með pólitísku ráðabruggi, áróðri og rógi um einstaka hópa eða með deilum og átökum eru fordæmdar því þær kynda undir ágreiningsefnum meðan varanlegar lausnir ganga fólki úr greipum. Sú sýn bahá’í trúarinnar sem Bahá'u'lláh boðaði er að hefja aftur til vegs og virðingar gildi eins og traust, heiðarleika, sannleiksást og aðrar manndyggðir sem virðast hafa fallið milli skips og bryggju á tímum efnishyggju og vantrúar. Áherslan er fyrst og fremst á andleg gildi. Bahá’íar vinna með hugtök sem stuðla að friði, sáttum og raunverulegum framförum eins og jafnrétti, einingu og samráði. Bahá’í samfélög um allan heim vinna að sama markmiði óháð búsetu og aðstæðum. Hér eins og annars staðar er þessi starfsemi opin öllum og allir boðnir velkomnir hvaða trú eða lífs- skoðanir sem þeir kunna að aðhyllast. Ljóst er að sú sameining jarðarbúa sem Bahá’u’lláh sagði fyrir um fyrir meira en 150 árum er orðin að veruleika á sviði tækni og samskipta. Fyrr en síðar mun þessi eining líka ná til hugarfarsins. Sú vit- und manna að við erum eitt mannkyn og eigum aðeins þessa einu jörð fer vaxandi. Ekki er hægt að horfa framhjá þeim breytingum sem alþjóðlegur ferðamannastraumur hefur haft á hnattræna meðvitund. Þeir gríðarlegu fólksflutningar sem heimurinn hefur orðið vitni að á þessum tíma eiga þó eftir að hafa ennþá meiri áhrif. Tugir milljóna flóttamanna sem flýja undan ofsóknum hafa streymt yfir Evrópu og önnur lönd Vesturálfu og mitt í þeim sáru hremmingum sem eru slíku öngþveiti samfara má sjá hvernig menningarheimar og kynþættir renna saman sem borgarar í einu ættlandi sem er jörðin sjálf. Með orðum Bahá’u’lláh til mannanna barna: „Þið eruð öll lauf á einu tré og dropar í einu hafi.“ Eðvarð T. Jónsson JÓHANN ÁRNI Í NÆRMYND FIMMTÁN ÁRUM SEINNA Árið 2002 var Jóhann Árni Ólafsson 16 ára gamall og spilaði körfu með Njarðvík. Í dag leikur Jóhann Árni með Grindavík ásamt því að starfa sem frístundaleiðbeinandi í félagsmið- stöðinni Þrumunni í Grindavík. Víkurfréttir fengu smá nær- mynd af Jóhanni þá og núna 15 árum síðar fengum við hann til að svara sömu spurningum fyrir okkur. JÓHANN ÁRNI Í NÆRMYND Í DAG: Besti með- spilari? Mér finnst ótrú- lega gott að vera með Óla Óla i í liði þegar hann er á fullum krafti Erfiðasti and- stæðingur? Ætli ég verði ekki að segja KR-liðið því miður, hef alltaf dottið út á móti þeim í úrslita- keppninni síðan 2013 Af hverju númer 4? Eða ekki. Dagur Kár er númer 4 og ég gerði ekkert tilkall í fjarkann þegar ég kom aftur í Grindavík. Hann hefur staðið sig vel og á hann skilið Hvaða númer viltu helst bera? Ég væri númer 4 ef enginn væri í því númeri Uppáhalds lið og leikmaður í ensku? Chelsea, en ég á ekki uppáhalds- leikmann eftir að Drogba hætti. Uppáhalds lið og leikmaður í NBA? Ég á eiginlega ekki uppáhaldslið, en ef ég á að nefna eitthvað þá er það San Antonio Spurs, uppáhalds leik- maðurinn í NBA er Manu Ginobili Mest aðlaðandi stjarna? Beyoncé Hvernig tónlist hlustar þú á? Ég hlusta lítið á tónlist þegar ég get stjórnað því sjálfur. Þegar ég stjórna þá finnst mér þægilegra að hlusta á gott podcast. En ég er opinn fyrir allri tónlist, fer svolítið eftir stað og stund Hvaða fatamerki fýlar þú mest? Ætli ég eigi ekki mest af Nike og Tommy Hilfiger Hvert er átrúnaðargoðið? Ég á nú ekkert átrúnaðargoð í dag, en finnst gaman að lesa um fólk sem er að gera góða hluti og er að ná ár- angri og reyni að tileinka mér það HVAÐ ER ÞAÐ FYRSTA SEM ÞÉR DETTUR Í HUG ÞEGAR ÞÚ HEYRIR ÞESSI ORÐ NEFND? Tré: Skógur Koddi: Koddinn minn Nammi: Petrúnella nammigrís Sulta: Gaurinn sem var að biðja um auka sultu á rúmstykkið sitt í bakaríinu um helgina Keflavík: Leikur við Keflavík á fimmtudaginn, það er alltaf skemmtilegir leikir Hvað gerir þú um helgar? Mjög svipað og svarið fyrir 15 árum, ég eyddi t.d allri síðustu helgi í það að þjálfa körfubolta. Annars eru helg- arnar tími fjölskyldunnar, ég eyði mikið af mínum frítíma með fjöl- skyldunni að gera eitthvað saman Spakmæli eða mottó: Ég er mjög ánægður með síðasta svar, vona að börnin mín eigi eftir að lifa eftir sama mottói og hlusta á foreldra sína. Annars er mottóið mitt núna frekar klisjukennt en það er að njóta staðs og stundar og taka ekki þátt í þessu týpíska lífsgæðakapp- hlaupi JÓHANN ÁRNI Í NÆRMYND ÁRIÐ 2002: Besti meðspilari: Kristján Sigurðs- son, Njarðvík Erfiðasti andstæðingur: Ég veit ekki hver er erfiðastur en Sveinn Clausen í ÍR er mest pirrandi og í raun allt ÍR liðið Af hverju ertu númer 4? Ég held ég hafi verið að herma eftir Begga bróður Hvaða númer viltu helst bera? Ég er mjög sáttur við fjarkann Uppáhalds lið og leikmaður í ensku? Ég held upp á Chelsea og þar er Jimmy Hasselbaink og Eiður Smári aðalmennirnir Uppáhalds lið og leikmaður í NBA? Toronto Raptors og Vince Carter Mest aðlaðandi „stjarna“? Jennifer Lopez Hvaða fatamerki „fílar“ þú mest? Nike og And1 Hvert er átrúnaðargoðið? Jón Arnór Stefánsson, hann er geðveikur! Hvað er það fyrsta sem þér dettur í hug þegar þú heyrir þessi orð nefnd? Tré: Parket Koddi: Að sofa Nammi: Nammibannið hjá Benna þjálfara Sulta: Kobbi í ÍR Keflavík: SÓP! Hvað gerir þú um helgar? Ég keppi í körfu um hverja einustu helgi og því hagar maður kvöldunum eftir því. Ég geri vanalega bara eitthvað með vinahópnum Spakmæli eða mottó? Ef þú gerir allt sem mamma þín segir þá fer allt vel GRUNNSKÓLI VIÐ DALSBRAUT JARÐVINNA Reykjanesbær óskar eftir tilboðum í verkið: “Grunnskóli við Dalsbraut- Jarðvinna” Verkið felst í uppgreftri, klapparvinnu og fyllingum. Helstu magntölur eru eftirfarandi: Uppgröftur á lausu efni 12.000 m3 Klapparlosun 1.000 m3 Fyllingar 15.000 m3 Þessu verki skal að fullu lokið eigi síðar en 15. janúar 2018. Útboðsgögn verða afhent (á diski eingöngu) á Verkfræðistofu Suðurnesja ehf, Víkurbraut 13, Reykjanesbæ. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 31. október 2017, kl. 10:00. Barbara Thinat og Svana Einarsdóttir. Dagbjört Ólafsdóttir.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.