Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.10.2017, Side 23

Víkurfréttir - 19.10.2017, Side 23
23ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 19. október 2017 // 41. tbl. // 38. árg. JÓN ARNÓR Á LEIÐINNI FRÁ NJARÐVÍK Ingibjörg í lands­ liðshóp Ingibjörg Sig- urðardóttir hefur verið valin í lands- liðshóp í knatt- spyrnu fyrir tvo leiki í undankeppni HM 2019. Ingi- björg, sem er fyrrum leikmaður Grindavíkur, hefur skipað fastan sess í landsliðinu eftir góða frammi- stöðu í síðustu leikjum og ekki síst á EM síðastliðið sumar. Ingibjörg æfir núna með Vålerenga í Noregi eftir gott tímabil með Breiða- bliki í sumar, ástæða þess er til að halda sér í góðu formi fyrir leikina sem framundan eru. Ísland spilar gegn Þýskalandi þann 20. október næstkomandi í Wiesbaden og seinni leikur liðsins er gegn Tékklandi þann 24. október og mun leikurinn fara fram í Znojmo. Kefl­ víkingar í öðru sæti í  taekwondo­ tækni - Helgi Rafn með sinn 15. Íslandsmeistaratitil Lið Keflavíkur varð í öðru sæti í Íslandsmótinu í taekwondo-tækni sem fram fór í Laugardalnum um helgina. Í tækni þurfa keppendur að sýna fyrirfram ákveðna röð bardaga- hreyfinga t.d. högg, spörk, stöður og varnir. Dómarar meta síðan tæknina út frá krafti, liðleika, hraða og takti. Keflvíkingar fengu samtals átta gull- verðalun, fjögur silfur og fimm brons. Vésteinn Guðmundsson náði í þrenn gullverðlaun, Sunneva Eldbjörg Sig- tryggsdóttir í tvenn gullverðlaun og eitt silfur. Helgi Rafn Guðmundsson varð Íslandsmeistari í 15. sinn í taek- wondo en hann varð fyrst Íslands- meistari árið 2002. Ljósmynd: Tryggvi Rúnarsson. ÓLI STEFÁN FRAM- LENGIR VIÐ GRINDAVÍK Grindvíkingurinn Óli Stefán Fló- ventsson hefur framlengt samningi sínum við Grindavík til tveggja ára, hann hefur komið að þjálfun Grindavíkur síðastliðin þrjú ár. Óli Stefán var fyrst sem aðstoðarþjálf- ari hjá Tommy Nielsen í Grindavík og síðan sem aðalþjálfari frá haustinu 2015 og hefur verið að gera góða hluti með liðið en Grindvíkingar enduðu í fimmta sæti Pepsi deildar karla í knattspyrnu í sumar eftir að þeim hafði verið spáð falli. „Eftir að hafa náð fjögurra stiga forystu undir lok leiks töpuðum við mörgum boltum mjög klaufalega og klikkuðum á nokkrum sniðskotum sem varð til þess að Blikar jöfnuðu og komust yfir og lönduðu sigri,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í körfuknatt- leik í samtali við Víkurfréttir, en liðið mætti Breiðablik á miðviku- dagskvöld síðastliðið og töpuðu naumlega gegn þeim 72-69. Stigahæstar í Keflavík voru Brittany Dinkins með 19 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar, Thelma Dís með 12 stig og 6 fráköst og Emelía Ósk með 11 stig og 6 fráköst. „Auðvitað hefðum við vilja byrja tímabilið betur en staðan er einfald- lega sú að deildin er miklu jafnari en margir héldu og við munum þurfa að leggja enn harðar að okkur á æfingum og í komandi leikjum ef við viljum eiga möguleika á topp- baráttu í vetur,“ segir Sverrir. Óskaði lausnar undan samningi Jón Arnór Sverrisson, leikmaður meistaraflokks karla í körfu, hefur óskað eftir því að losna undan samningi við Njarðvík. Stjórn félagsins varð við ósk Jóns og mun hann því halda á önnur mið og leika með öðru félagi í vetur. Jón Arnór er uppalinn Njarðvík- ingur og ástæða þess að hann vill losna undan samningi er sú að hann vill fá fleiri tækifæri og stærra hlut- verk á vellinum að eigin sögn. Þetta kemur fram á umfn.is. Körfuknattsleiksdeild Njarðvíkur þakkar Jóni fyrir allt sem hann hefur áorkað og óskar honum velfarnaðar á nýjum vett- vangi. KÖRFUBOLTASAMANTEKT DOMINO´S-DEILD KARLA: ■■ Lið Grindavíkur fer vel af stað og hafa sigrað báða leikina sína í deildinni. ■■ Lið Keflavíkur tapaði fyrir norðan um síðastliðna helgi, liðið hefur því sigrað einn leik og tapað einum. ■■ Njarðvíkingar sóttu sigur til Þorlákshafnar í síðustu viku í æsispennandi leik, þeir hafa unnið einn leik og tapað einum. DOMINO´S-DEILD KVENNA: ■■ Keflavík tapaði gegn Breiðablik í síðustu viku og sagði Sverrir Þór þjálfari þeirra í samtali við Víkurfréttir að liðið þyrfti að leggja enn harðar að sér á kom- andi æfingum og leikjum og einnig að deildin væri töluvert jafnari núna en margir héldu. ■■ Njarðvík hefur ekki farið vel af stað í vetur og hafa ekki náð sér á strik. Liðið hefur tapað þremur leikjum í röð í deildinni og eru ennþá án Kana. 1. DEILD KVENNA: ■■ Grindavík er á mikilli siglingu í 1. deild kvenna og hafa unnið alla sína leiki eða þrjá samtals, þær ætla sér að vera á meðal þeirra efstu í vetur og mark- miðið er að komast aftur upp í Domino´s-deild kvenna. „Munum þurfa að leggja enn harðar að okkur“ Gerum betur Opinn fundur í Keflavík með Katrínu Jakobsdóttur Katrín Jakobsdóttir og efstu frambjóðendur Suðurkjördæmis bjóða til opins fundar Í Bíósal Duus Safnahúsa, laugardaginn 21. okt. kl. 17.00. Öll velkomin. Dregið í Maltbikarnum - nágrannaslagir af bestu gerð Búið er að draga í 16 liða úrslitum Maltbikarsins í körfu og eru ná- grannaslagir af bestu gerð í úrslita- keppninni. Í 16 liða úrslitum karla mætast Njarð- vík og Grindavík, Keflavík fær Fjölnir í heimsókn en lið Njarðvíkur b á enn eftir að spila sinn leik gegn Skallagrím þann 19. október næstkomandi og mætir sigurlið þess leiks Haukum. Í 13 liða úrslitum kvenna mætast Grindavík og Keflavík og Njarðvík fær Stjörnuna í heimsókn. Allir leikirnir fara fram 4.–6. nóvember.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.