Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.01.2018, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 04.01.2018, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 4. janúar 2018 // 1. tbl. // 39. árg. 94% FÉLAGSMANNA GREIDDU ATKVÆÐI MEÐ ÚRSÖGN Mikill meirihluti félagsmanna Sjó- manna og Vélstjórafélags Grinda- víkur, eða 94%, greiddu atkvæði með úrsögn bæði úr Sjómanna- sambandi Íslands og Alþýðusam- bandi Íslands. Allsherjarkosning fór fram í desember um úrsögn úr þessum tveimur samböndum. Þetta kemur fram á heimasíðu fé- lagsins, en þar kemur einnig fram að nánari fréttir af kosningunni komi á nýju ári. SECURITAS REYKJANESI • IÐAVÖLLUM 13 • 230 REYKJANESBÆ • SÍMI 580 7200 Við óskum íbúum, fyrirtækjum og samstarfsaðilum á Reykjanesi farsældar á nýju ári. Þökkum frábært samstarf á nýliðnu ári og vonum að allir fari öruggir inní það nýja. Starfsfólk Securitas Reykjanesi HÖ NN UN : V ÍK UR FR ÉT TIR Jafnvel þótt við vitum að veröldin sé auðvitað full af púkum, tröllum og kynjaverum af ýmsu tagi fara nú flestir ósköp vel með það frá degi til dags. Einn er þó sá dagur þar sem fólk getur óhikað hleypt púkanum í sér út og það er auðvitað á þrettándanum. Eru því allir laumupúkar hvattir til að sleppa fram af sér beislinu og fjölmenna á stræti út og sýna sitt rétta púkaandlit í árlegri þrettándagleði í Reykjanesbæ n.k. laugardag. Blysför að hátíðarsvæði og börn í búningum Klukkan 17:00 verður gengið í fylgd álfakóngs og drottningar og hirðar þeirra frá Myllubakkaskóla að hátíðarsvæði við Hafnargötu 8. Eins og flestum er kunnugt vita börn fátt skemmtilegra en að klæða sig upp í búninga. Eru foreldrar því hvattir til að leyfa börnunum að taka virkan þátt í gleðinni með því að klæða sig upp í ýmis gervi, jafnvel púkagervi og ekki væri verra ef þau hefðu heimagerðar luktir meðferðis í blysförina. Á hátíðarsvæðinu verður það sjálf Grýla gamla sem tekur á móti hersingunni, álfar munu hefja upp raust sína og syngja þrettándasöngva og alls kyns kynjaverur verða á sveimi á svæðinu. Brenna, kakó og piparkökur Þrettándabrennan verður á sínum stað á Bakkalág og gestum verður boðið upp á heitt kakó og piparkökur til að ylja sér. Flugeldasýning Björgunarsveitarinnar Suðurnes Jólin verða svo kvödd að hætti Björgunarsveitarinnar Suðurnes með glæsilegri flugeldasýningu eins og þeim er einum lagið. Karlakór Keflavíkur, Kvennakór Suðurnesja, Leik- félag Keflavíkur, Skátafélagið Heiðabúar, Júdódeild UMFN, Björgunarsveitin Suðurnes og Jólahljómsveit og Trommusveit Tónlistarskólans taka þátt í dagskránni. Bílastæði eru við Ægisgötu og Ráðhús, Tjarnargötu 12. Þrumandi þrettándagleði í Reykjanesbæ á laugardag Í sveitarfélaginu Garði eru sem stendur fjörtíu listamenn af tutt- ugu og einu þjóðerni, þátttakendur í alþjóðlegu listahátíðinni Ferskir vindar. Hátíðin fer nú fram í fimmta skiptið og er mikill listaandi yfir bænum sem stendur. Opnunarhátíð verður laugardaginn 6. janúar nk. kl. 14, að Sunnubraut 4 í Garði í sýningarsal bæjarskrifstofu. Þema hátíðarinnar er Draumar. Að hátíðinni, eins og fyrri hátíðum, stendur Mireya Samper, listrænn stjórnandi og eigandi Ferskra vinda, í samstarfi við Sveitarfélagið Garð og fjölda styrktaraðila. Í hópnum eru fimm íslenskir lista- menn en þau eru Brynhildur Þorgeirs- dóttir myndhöggvari, Bjarni Sigur- björnsson málari, Ragnheiður Guð- mundsdóttir þráðlistakona (textíl), Arna Valsdóttir kvikmyndalistakona (video) og Hrafn A. Harðarson ljóð- skáld og íbúi í Garði. Listamennirnir verða um allan bæ að skapa listaverk sín sem verða svo hluti af sýningu hátíðarinnar, en sum þeirra munu væntanlega standa um ókomna tíð í Garði, en fjöldi lista- verka frá fyrri hátíðum Ferskra vinda skreyta nú Sveitarfélagið Garð og fjölgar þeim væntanlega enn á þess- ari hátíð. Boðið verður upp á rútuferðir helg- arnar 6. og 7. og 13. og 14. janúar á milli listaverka og sýninga hátíðar- innar, þar sem listamenn taka á móti gestum og segja frá verkum sínum. Listunnendur og allir þeir sem að- hyllast hugmyndaríki, sköpun og opinn huga eru hvattir til að koma og fylgjast með, taka þátt og njóta skemmtilegs viðburðar. Fjörtíu listamenn í Fersk- um vindum í Garði Bjarni Sigurbjörnsson málari er að skapa þetta listaverk í íþróttamiðstöðinni í Garði.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.