Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.01.2018, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 04.01.2018, Blaðsíða 20
S TA R F S S T Ö Ð : K E F L AV Í K U M S Ó K N I R : I S AV I A . I S/AT V I N N A Við leitum að einstaklega þjónustulunduðum, glaðlyndum, snyrtilegum og reyklausum einstaklingum sem hafa góða samskipta- hæfileika, lipra og þægilega framkomu, eru sveigjanlegir og geta unnið undir álagi. Óskað er eftir starfsfólki bæði í hluta- og heilsdagsstörf en um er að ræða vaktavinnu. Helstu verkefni felast m.a. í vopna- og öryggisleit, og eftirliti í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og á flughlöðum á Keflavíkurflugvelli. Hæfniskröfur • Aldurstakmark 18 ár • Hafa gott vald á íslenskri og enskri tungu bæði rituðu og mæltu máli • Hafa rétta litaskynjun • Lágmark tveggja ára framhaldsmenntun eða sambærilega • Þjónustulund Allir umsækjendur þurfa að geta sótt undir- búningsnámskeið áður en þeir hefja störf og standast próf í lok námskeiðs. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf í maí og unnið út ágúst. Umsóknarfrestur til og með 21. janúar. Isavia leitar að ábyrgum, skipulögðum og úrræða- góðum einstaklingum með sjálfstæð vinnubrögð til að sinna úthlutun á flugvélastæðum og eftirliti á kerfum rekstrarstjórnstöðvar Keflavíkurflugvallar í sumar. Helstu verkefni eru vöktun kerfa í flug- stöðinni, samskipti við viðskiptavini og starfsmenn, úthlutun á flugvélastæðum og brottfararhliðum, eftirlit og stýring umferðar í farangurssal flugstöðvarinnar og önnur tilfallandi verkefni. Hæfniskröfur • Stúdentspróf eða sambærileg menntun • Aldurstakmark 20 ár • Góð kunnátta í ensku og íslensku • Góð tölvukunnátta skilyrði • Reynsla af upplýsingakerfum er kostur Nánari upplýsingar um starfið veitir Bjarni Freyr Borgarsson, hópstjóri rekstrarstjórnstöðvar, bjarni.borgarsson@isavia.is. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf í apríl/maí 2018 Umsóknarfrestur til og með 4. febrúar. S U M A R S T Ö R F Í F L U G V E R N D A R D E I L D S U M A R S T Ö R F Í R E K S T R A R S T J Ó R N S T Ö Ð Hjá Isavia starfar öflugur hópur fólks sem allt hefur það að markmiði að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra sem fara um flugvelli félagsins og íslenska flugstjórnarsvæðið. Isavia hefur hlotið gullmerki PwC fyrir launajafnrétti og hvetjum við bæði konur og karla til að sækja um þau störf sem í boði eru. Dagný starfar hjá farþegaþjónustu á Keflavíkurflugvelli. Hún er hluti af góðu ferðalagi. V I L T Þ Ú V E R Ð A H L U T I A F G Ó Ð U F E R Ð A L A G I Í S U M A R ? Umsækjendur þurfa að vera með hreint sakavottorð. Vegna kröfu reglugerðar um flugvernd þurfa umsækjendur að fylla út og skila inn umsókn vegna bakgrunnskoðunar lögreglu. Nánari upplýsingar er að finna á isavia.is. Isavia leitar að þjónustulunduðum og snyrtilegum einstaklingum til að sinna rútuakstri með flugfarþega til og frá flugstæðum við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Önnur verkefni eru umhirða rúta og bíla og önnur tilfallandi verkefni í samráði við hópstjóra. Um er að ræða vaktavinnu. Hæfniskröfur • Próf á hópferðabifreið. • Fullnaðarskírteini fyrir D réttindaflokk í ökuskírteini • Góð kunnátta í íslensku og ensku Umsækjendur þurfa að geta hafið störf í maí og unnið út ágúst. Umsóknarfrestur er til og með 4. febrúar Isavia leitar að þjónustulunduðum, kraftmiklum og hraustum einstaklingum í sumarstörf í bílastæðaþjónustu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Helstu verkefni eru umsjón með farangurskerrum í og við flugstöðina, almenn þjónusta og aðstoð við viðskiptavini á bílastæðum flugstöðvarinnar, tilfærslur á ökutækjum og sótthreinsun á veiðibúnaði. Unnið er á dag- og næturvöktum. Hæfniskröfur • Aldurstakmark 18 ár • Góð kunnátta í íslensku og ensku • Bílpróf æskilegt Umsækjendur þurfa að geta hafið störf í maí og unnið út ágúst. Umsóknarfrestur er til og með 4. febrúar S U M A R S T Ö R F Í F A R Þ E G A A K S T R I S U M A R S T Ö R F Í B Í L A - S T Æ Ð A Þ J Ó N U S T U Við leitum að glaðlyndum og sérstaklega þjónustulunduðum einstaklingum með góða samskiptahæfileika til starfa í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Farþegaþjónustan veitir farþegum bestu þjónustu sem mögulegt er með því að vera þeim innan handar, veita upplýsingar og greiða fyrir för þeirra með réttum úrræðum. Helstu verkefni eru flæðisstýring, þjónusta við farþega, umsjón og eftirlit með þjónustuborðum, eftirlit með búnaði sem farþegar nota og önnur tilfallandi verkefni. Unnið er á dag- og næturvöktum. Hæfniskröfur • Aldurstakmark 18 ár • Sjálfstæð vinnubrögð og lipurð í samskiptum • Framúrskarandi þjónustulund og jákvæðni • Góð kunnátta í ensku og íslensku – þriðja tungumál er kostur Umsækjendur þurfa að geta hafið störf í maí og unnið út ágúst. Umsóknarfrestur er til og með 4. febrúar. S U M A R S T Ö R F Í F A R Þ E G A Þ J Ó N U S T U

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.