Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.01.2018, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 04.01.2018, Blaðsíða 22
22 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 4. janúar 2018 // 1. tbl. // 39. árg. FRESH WINDS fresh-winds.com THE INTERNATIONAL AR T BIENNALE GARÐUR 16/12/2017 17/01/2018 ISLAND ph ot os © A lix M ar ie / gr ap hi c de si gn : ka m in ot o. co m OPNAR VINNUSTOFUR FRÁ 16. DES. TIL 14. JAN. 2018 OPEN STUDIOS FROM 16. DE C. TO 14. JAN. 2018 OPNUNARHÁTÍÐ 6. JAN. KL. 14:00 AÐ SUNNUBRAUT 4 OPENING CEREMONY 6. JAN . 14 PM AT SUNNUBRAUT 4 fresh-winds.com VIÐBURÐARHELGAR 6. & 7. J AN. OG 13. & 14. JAN. 2018 HAPPENING WEEKENDS 6 & 7 AND 13 & 14 JAN. MYNDLISTARSÝNINGAR, TÓNLEIKAR, GJÖRNINGAR - OG ÓVÆNTAR UPPÁKOMUR ? EXHIBITIONS, CONCERTS, PE RFORMANCES - AND UNEXPECTED SURPRISE S? GARÐUR 10 min. drive from the International airport! 40 ARTISTS IN GARÐUR || 40 LISTAMENN Í GARÐ I ph ot os © L uc ie J ea n / g ra ph ic d es ig n : k am in ot o. co m Poster2017_18_A3_V1.indd 1 12/12/2017 14:32 Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00 Hvítasunnu- kirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84 Forvarnir með næringu STAPAFELL Hafnargötu 50, Keflavík NÝTT Opið alla daga fram á kvöld Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir Hafnargata 29,Grindavík, fnr. 209- 1781, þingl. eig. Ægir sjávarfang hf., gerðarbeiðendur Grindavíkurbær og Tryggingamiðstöðin hf., þriðju- daginn 9. janúar nk. kl. 10:50. Hafnargata 31, Grindavík, fnr. 209- 1786, þingl. eig. Ægir sjávarfang hf., gerðarbeiðendur Grindavíkurbær og Tryggingamiðstöðin hf., þriðju- daginn 9. janúar nk. kl. 11:00. Hafnargata 6, Grindavík, fnr. 209- 1723, þingl. eig. Bergbúar ehf, gerðarbeiðandi Landsbankinn hf., þriðjudaginn 9. janúar nk. kl. 10:35. Miðgarður 2, Grindavík, fnr. 209- 2145, þingl. eig. Eyri ehf, gerðar- beiðendur Grindavíkurbær og Sýslumaðurinn á Suðurnesjum, þriðjudaginn 9. janúar nk. kl. 11:20. Miðgarður 2, Grindavík, fnr. 231- 3225, þingl. eig. Eyri ehf, gerðarbeið- endur Tollstjóri og Grindavíkurbær og Sýslumaðurinn á Suðurnesjum, þriðjudaginn 9. janúar nk. kl. 11:20. Stóra Knarrarnes I, 2.0833% eignar- hlutur gerðarþola,Sveitarfélagið Vogar, fnr. 209-6252, þingl.eig. Ingibjörg Linda Guðmundsdóttir, gerðarbeiðandi Innheimtustofnun sveitarfélaga, þriðjudaginn 9. janúar nk. kl. 10:00. Vatnsnesvegur 5, Keflavík, fnr. 232- 0532, þingl. eig. Vatnsnesvegur 5 ehf., gerðarbeiðendur Íbúðalána- sjóður og Kvika banki hf. og Reykja- nesbær, þriðjudaginn 9. janúar nk. kl. 09:05. Vogagerði 31, Sveitarfélagið Vogar, fnr. 209-6599 , þingl. eig. Tatiya Toh- mudbamrung og Gestur Þ Þórhalls- son, gerðarbeiðendur Íbúðalána- sjóður og Vörður tryggingar hf., þriðjudaginn 9. janúar nk. kl. 09:35. Sýslumaðurinn á Suðurnesjum 2. janúar 2018, Ásgeir Eiríksson staðgengill sýslumanns. UPPBOÐ Guðni heiðursborgari Garðs afhjúpaði lágmynd á 94. afmælisdeginum Guðni Ingi- mundarson, heiðursborgari Sveitarfélags- ins Garðs, afhjúpaði daginn fyrir gamlárs- dag lágmynd sem Ragnhildur Stefánsdóttir myndhöggvari gerði af honum. Lágmyndin er staðsett í húsnæði bæjarskrifstofunnar í Garði við hlið lágmynda af Sigrúnu Odds- dóttur og Birni Finnbogasyni, sem einnig hafa haft nafnbótina „heiðursborgari í Garði“. Guðni fagnaði þennan dag, 30. desember sl., 94 ára afmæli sínu og voru börn hans og afkomendur viðstödd athöfnina þegar lágmyndin var afhjúpuð. Þann 3. mars 2004 var fyrsti fundur bæjarstjórnar Sveitar- félagsins Garðs. Í tilefni þess að liðin eru 10 ár frá fyrsta fundi bæjarstjórnar samþykkti bæjarstjórn á fundi sínum þann 5. mars 2014 að útnefna Guðna Ingimundarson heiðursborgara Sveitarfélagsins Garðs. Tillaga þess efnis var lögð fram af öllum bæjarfulltrúum í bæjarstjórn. Guðni Ingimundarson var kjörinn heiðursborgari Sveitarfélagsins Garðs fyrir frumkvöðlastarf hans við varðveislu menningarverð- mæta sem tengjast atvinnusögunni, sem og fyrir störf hans í þágu byggða-og atvinnumála. Guðni var alla sína starfsævi vörubílstjóri. Árið 1954 var hann fenginn til að leggja vatnsveitu í Garði. Til þess að vinna verkið festi hann kaup á GMC hertrukk með bómu að framan. Guðni ætlaði sér að nota trukkinn í þetta eina verkefni, en það fór svo að trukkurinn varð hans aðal atvinnutæki í um 50 ár. Guðni og trukkurinn leystu mörg verkefni í Garði og fóru auk þess víða um Suðurnes til að vinna að margvíslegum verkefnum. Fyrir vikið er Guðni vel þekktur meðal Suðurnesjamanna og gjarnan er talað um Guðna og trukkinn samtímis. Guðni hefur gegnum tíðina safnað á annað hundrað bátavéla, gert þær upp sem nýjar og gangfærar. Elsta vélin er frá því um 1920. Þegar Byggðasafnið á Garðskaga var vígt þann 2. júlí 2005 afhenti Guðni safninu að gjöf og til varðveislu 60 gangfærar bátavélar, auk þess sem hann gaf safninu GMC trukkinn sinn fræga. Auk þessara véla á Guðni um 40 uppgerðar og gangfærar vélar í skúrnum hjá sér að Borgartúni í Garði, þar sem Guðni býr í dag. Guðni er því sannur frumkvöðull við varðveislu menn- ingarverðmæta sem tengjast atvinnusögunni og er vélasafnið sem hann hefur safnað og gert upp einstakt, ekki aðeins á Íslandi heldur þótt víðar væri leitað. Guðni fæddist að Garðstöðum í Garði þann 30. desember 1923 og varð því 94 ára þann 30. desember sl. Eiginkona hans var Ágústa Sigurðardóttir frá Ásgarði á Miðnesi en hún lést 2016. Börn þeirra eru Sigurjóna, Ingimundur og Árni, sem öll eru búsett í Garði. Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is VIÐTAL Guðni ásamt börnum sínum. Frá vinstri: Ingimundur, Sigurjóna, Guðni og Árni. Ragnhildur Stefánsdóttir myndhöggvari ásamt Magnúsi Stefánssyni bæjarstjóra í Garði og Einari Jóni Pálssyni, forseta bæjarstjórnar Garðs. Guðni afhjúpar lágmyndina.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.