Víkurfréttir - 22.02.2018, Qupperneq 2
2 FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 22. febrúar 2018 // 8. tbl. // 39. árg.
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K
845 0900
FERÐIR Á DAG
ALLTAF PLÁSS
Í BÍLNUM
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a,
4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími
421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is
// Blaðamenn: Rannveig Jónína Guðmundsdóttir, sími 421 0002, rannveig@vf.is //
Auglýsingastjóri: Andrea Sif Þorvaldsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit & um-
brot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421
0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag:
9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00
á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga
er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur
þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er
dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum.
Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur
frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta.
Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á
vefsíðum Víkurfrétta.
FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
MANNLÍF Á SUÐURNESJUM
VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM
ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM
UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM
Matorka ehf. hefur lagt fram tillögu að matsáætlun
vegna stækkunar og umhverfisáhrifa eldisrýmis við
fiskeldisstöð sína í Grindavík úr 3.000 tonnum í 6.000
tonn og er þetta því tvöföld stækkun á fiskeldi þeirra.
Fiskeldisstöð Matorku í Grindavík er staðsett að Húsa-
tóftum en þar er seiðaeldi í eldri stöð og áframeldi í
nýrri stöð, en hún er á efra svæði. Einnig fer fram vinna
á eldifiski í fiskvinnsluhúsi í Grindavík.
Matorka er með 3.000 tonna fiskeldisframleiðslu á bleikju,
laxi og urriða í dag en ef áform þeirra ganga eftir verður
eldistöð þeirra tvöföld eða 6.000 tonn.
Heildaratvinnutekjur á Suður-
nesjum hækkuðu um rúmlega
22% á milli áranna 2008 og 2016
en hækkunin á milli áranna 2015
og 2016 nam 18,5%. Mest af hækkun
á atvinnutekjum á tímabilinu varð
því á árinu 2016. Þetta kemur fram
í skýrslu Byggðarstofnunar á at-
vinnutekjum eftir atvinnugreinum
og svæðum frá árunum 2008-2016.
Á árinu 2016 voru langmestu atvinnu-
tekjurnar greiddar í flutningum og
geymslu en þar nokkuð langt á eftir
komu fiskvinnsla, fræðslustarfsemi,
mannvirkjagerð, verslun, iðnaður og
opinber stjórnsýsla. Sömuleiðis var
langmesta aukningin í flutningum
og geymslum á milli áranna 2008
og 2016. Nokkur aukning varð einn-
ig í leigu og sérhæfðri þjónustu og
gistingu og veitingum. Allar þessar
greinar tengjast ferðaþjónustu og
hafa sterka tengingu við Keflavíkur-
flugvöll. Verulegur samdráttur varð í
mannvirkjagerð og nokkur í fjármála-
starfsemi og vátryggingum.
Meðaltekjur á Suðurnesjum voru
árið 2016 um 90% af landsmeðaltali.
Meðaltekjur voru hæstar í Grindavík,
rétt um landsmeðaltal árið 2016 og
höfðu hækkað verulega frá árinu
2008. Þær voru hins vegar aðeins um
90% í Reykjanesbæ og tæplega 85% í
Sandgerði, Garði og Vogum. Stærstu
atvinnugreinarnar mælt í atvinnu-
tekjum í Grindavík árið 2016 voru
fiskvinnsla og fiskveiðar. Í Reykja-
nesbæ voru það flutningar og geymsla
en í Sandgerði, Garði og Vogum voru
það flutningar og geymsla og fisk-
vinnsla.
Vegagerðin fyrirhugar vegafram-
kvæmdir á Hafnavegi með nýrri
tengingu við Reykjanesbraut. Til
stendur að tengja Hafnaveg inn á
Reykjanesbraut á nýjum stað, eða
inn á hringtorg við Stekk, sem er um
400 m austan við núverandi vegamót
Hafnavegar og Reykjanesbrautar.
Markmið framkvæmdarinnar er að
auka umferðaröryggi vegfarenda sem
leið eiga um Reykjanesbraut, með því
að loka hættulegum T-gatnamótum og
tengja nýjan vegkafla Hafnavegar inn
á núverandi hringtorg á Reykjanes-
braut, ásamt því að tryggja greiðari
samgöngur á svæðinu og bæta teng-
ingu við Hafnir.
Framkvæmdakaflinn er um 850 m
langur og liggur allur innan lands
Reykjanesbæjar. Vegagerðin telur að
framkvæmdin hafi ekki í för með sér
umtalsverð áhrif á umhverfið vegna
umfangs, eðlis eða staðsetningar.
Framkvæmdum verður hagað þann-
ig að neikvæð áhrif þeirra verði sem
minnst, mótvægisaðgerðum verður
beitt og haft samráð við ýmsa aðila.
Atvinnutekjur á Suðurnesjum hækkuðu
um rúmlega 22% á árunum 2008-2016
Matorka vill tvöfalda eldis-
stöð sína að Húsatóftum
NÝ VEGTENGING HAFNAVEGAR EYKUR UMFERÐARÖRYGGI
- bæta öryggi og fækkar tengingum inn á Reykjanesbraut
AUGLÝSINGASÍMINN ER
421 0001
Þriðjudaginn 27. febrúar næstkom-
andi stendur menningarráð Reykja-
nesbæjar fyrir opnum íbúafundi
í Duus Safnahúsum í tilefni þess
að nú er kominn tími til að endur-
skoða menningarstefnu bæjarins. Á
fundinum verður núverandi stefna
kynnt í fáum orðum en aðal áherslan
verður lögð á að skapa íbúum tæki-
færi til að koma sínum áherslum
á framfæri. Hvernig menningar-
líf viljum við hafa í Reykjanesbæ?
Þetta verður gert með því að skipta
fólki upp í umræðuhópa og gert ráð
fyrir að hver og einn geti tekið þátt
í a.m.k. þremur hópum.
Allir íbúar bæjarfélagsins eru hvattir
til að mæta, bæði ungir og aldnir, at-
vinnumenn og áhugafólk. Sérstaklega
er óskað eftir þátttöku þeirra sem nú
þegar eru í forsvari fyrir mismunandi
menningar- og listhópa í bæjarfélag-
inu og/eða þeir sem hafa nýjar og
ferskar hugmyndir að skemmtilegum
nálgunum og lausnum í menningar-
málum bæjarins.
Fundurinn verður haldinn í Bíósal
Duus Safnahúsa, þriðjudaginn 27.
febrúar kl. 17.00-19.00
Umræðuhópar sem verða í gangi:
1. Tónlist (allar tegundir)
2. Sviðslistir (dans, leikhús, kvik-
myndir)
3. Saga, menning, hefðir
4. Myndlist, handverk, hönnun
5. Bókmenntir, upplýsingamennt
6. Almenn menningarmál (hátíðar-
hald, viðburðir, fjölmenning)
– endurskoðun menningarstefnu
Reykjanesbæjar
LÍFIÐ ER MEIRA
EN SALTFISKUR