Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.02.2018, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 22.02.2018, Blaðsíða 19
19ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 22. febrúar 2018 // 8. tbl. // 39. árg. SVÆÐISSTJÓRI ICELANDAIR Á ÍSLANDI ÍSLEN S K A S IA .I S I C E 8 75 87 2 /1 8 LAUS STÖRF HJÁ IGS Farþegaafgreiðsla og farangursþjónusta IGS leitar að öflugum einstaklingum í fjölbreytt og skemmtileg störf. Fyrirtækið þjónustar flugvélar og sér um afgreiðslu farþega á Keflavíkurflugvelli. Farþegaafgreiðsla Starfið felst m.a. í innritun farþega og annarri tengdri þjónustu við þá. Farangursþjónusta Almenn þjónusta við komufarþega, skýrslugerð vegna farangurs og símaþjónusta. Mikil áhersla er lögð á þjónustulund, hæfni í mannlegum samskiptum, reglusemi, stundvísi, sveigjanleika og árvekni. Unnið er á vöktum. Gerð er krafa um almenn ökuréttindi og góða tungumála- og tölvukunnáttu. Stúdentspróf er æskilegt en ekki skilyrði. Lágmarksaldur er 20 ár. Umsækjendur þurfa að vera tilbúnir til þess að sækja undirbúningsnámskeið. + Umsóknum er skilað inn rafrænt á heimasíðu IGS, sjá www.igs.is, fyrir 10. mars 2018. GÓÐUR ÁRANGUR SUÐURNESJAFÓLKS Á ÞREKMÓTARÖÐINNI Sandgerðingurinn og Superform- liðsmaðurinn Þór Ríkharðsson náði 2. sæti í flokki 30–39 ára í einstakl- ingskeppni Þrekmótaraðarinnar sem fram fór sl. laugardag. Hann varð í 8. sæti yfir alla, eða af 29 kepp- endum, sem er frábær árangur. Liðið Super Dreamteam kom, sá og sigraði liðakeppni kvenna í opnum flokki en alls kepptu 38 lið í þessum flokki. Liðið skipa þær Hafdís Ýr Óskarsdóttir, Guðný Petrína Þórðar- dóttir, Elísa Sveinsdóttir og Gunn- hildur Gunnarsdóttir. Superform átti 32 einstaklinga sem tóku þátt í mótinu, alls 8 lið, eitt par og einn einstakling. Í einstaklingskeppni kvenna varð Kristjana Hildur Gunnarsdóttir í 2. sæti í flokki 40–49 ára, ásamt því að ná 2. sæti í heildar skori yfir alla keppendur óháð aldri. Árdís Lára Gísladóttir vann flokk 50 ára og eldri í einstaklingskeppni kvenna. Þrekmótaröðin er eitt stærsta þrek- mót landsins en mótið sl. laugardag var það fyrsta í röðinni. Mótið kallast 4x7 og var haldið í Digranesi. Vikar Sigurjónsson frá líkamsræktarstöðinni Lífsstíl í Keflavík er einn af mótshöld- urum Þrekmótaraðarinnar og var hann gríðarlega ánægður með daginn. Alls skráðu sig 83 lið, 35 pör og 50 einstaklingar, en keppt var í ein- staklings-, para- og liðakeppni. Mikill fjöldi Suðurnesjamanna tók þátt og stóðu sig gríðarlega vel, 5 fræknar frá Lífsstíl áttu lið í liðakeppni 39+ og áttu Súperform og CrossFit Suður- nes nokkur lið í keppni 39 og yngri. Næsta mót Þrekmótaraðarinnar verður haldið laugardaginn 14. apríl í Digranesi þar sem CrossFit-leikar fara fram.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.