Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.02.2018, Side 20

Víkurfréttir - 22.02.2018, Side 20
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00 facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir MUNDI S T Æ R S T A F R É T T A - O G A U G L Ý S I N G A B L A Ð I Ð Á S U Ð U R N E S J U M Órafmagnaðir Grindvíkingar í stuði... Börn náttúrunnar Rannsóknir sýna að sl. 15 ár hafa andleg mein barna aukist gríðar- lega í hinum vestræna heimi. Eitt af hverjum fimm börnum á við sálræna erfiðleika að stríða, við erum að horfa fram á 43% aukningu í greiningu á ADHD, 37% aukning er á þunglyndi barna og sjálfsmorðstíðni barna á aldrinum 10-14 ára hefur aukist um 200%. Þetta eru mjög sorglegar tölur og við sem samfélag verðum að bregðast við. Ég upplifi þetta sem samfélagslegt vandamál og þar eigum við foreldrar stóran þátt. Við vitum öll að hlut- verk okkar foreldra er að taka ábyrgð á velferð barnanna okkar. Lífsstíll meðalbarns í dag einkennist samt sem áður alltof oft af rafrænt fjar- verandi og of eftirlátssömum for- eldrum sem leyfa börnunum að ráða of miklu. Börnum finnst þau almennt eiga skilyrðislausan rétt í stað þess að vera ábyrg fyrir því að afla sér réttinda. Þau fá ekki nægan svefn og lítil regla er á mataræði. Þau hreyfa sig minna og eru meira innandyra en áður. Tæknin hefur í meira mæli tekið við sem barnapía með sinni botnlausu örvun, gagnvirkni og afþreyingu. Foreldrar verða að læra að segja oftar „nei“. Við erum ekki vinir barnanna okkar. Við erum foreldrar þeirra. Við þurfum að setja þeim mörk og við þurfum að skapa þeim þann lífstíl sem þau þurfa en ekki lífstíl sem þau vilja. Sjá þeim fyrir næringarríkum mat og draga úr millimálum og snörlum. Setja reglur varðandi útiveru og hreyf- ingu. Fjölskyldumáltíðir eiga að vera ótruflaðar af tækni. Börn þurfa að vera þátttakendur í heimilisverkum og snjalltæki eiga sannarlega ekki heima í svefnherbergjum á háttatíma. Svo er það gæðatíminn, við þurfum að gefa okkur tíma til þess að tala við börnin okkar. Fyrir einhverjum tíma var svokallað „foreldravandamál” tíðrætt. En það fólst í villunni við að reyna enda- laust að ala upp ólympíumeistara eða annars konar snillinga. Við sem foreldrar stóðum á hliðarlínunni á öllum keppnum og viðburðum og dæmi voru um að foreldrar læsu kennurum og þjálfurum pistilinn. Þetta hefur ekki breyst að mínu mati, vandamálið hefur bara stækkað í þessari samfélagsmiðla- og tækni- byltingu. Við látum börnin okkar ekki taka nægilega ábyrgð á sjálfum sér sem kemur niður á sjálfstæði þeirra. Erum sömuleiðis tilbúin að kenna einhverjum öðrum um þegar árangur er undir væntingum í staðinn fyrir að líta í eigin barm. Þetta er spurning um hinn klassíska gullna meðalveg, vera betur vakandi og taka stjórn. Það er börnunum okkar fyrir bestu að fá leiðsögn en ekki að vera handstýrt, hvorki af foreldrum né tækni. Deildarstjóri Farþega - og farangursþjónustu Helstu verkefni: • Samskipti við flugfélög og ábyrgð á þjónustustigi • Samskipti við rekstraraðila flugvallarins • Innleiðing og eftirfylgni á verkferlum deildarinnar • Ábyrgð á frávikum og eftirfylgni þeirra í gæðakerfi • Umsjón vaktstjóra og annara starfsmanna í daglegum rekstri • Mannaflaspá og skipulagning vakta • Ber ábyrgð á tímaskráningum og skýrslugerð • Ber ábyrgð á móttöku og þjálfun starfsmanna Airport Associates óskar eftir drífandi einstaklingi með brennandi áhuga á mannlegum samskiptum í starf deildarstjóra farþega - og farangursþjónustu. Hlutverk deildarstjóra er að stýra daglegum rekstri einingarinnar ásamt almennum starfsmannamálum. Deildastjóri heyrir undir forstöðumann flugafgreiðslusviðs. Hæfniskröfur: • Háskólapróf sem nýtist í starfi skilyrði • Reynsla á sviði stjórnunnar æskileg • Mjög góð íslensku – og enskukunnátta skilyrði • Góð almenn tölvukunnátta • Frumkvæði, skipulagshæfni og öguð vinnubrögð • Jákvætt viðhorf, þjónustulipurð og mikil samvinnuhæfni Umsóknafrestur er til og með 4 mars 2018. Nánari upplýsingar um starfið veitir Þórey Jónsdóttir Mannauðsstjóri, thorey@airportassociates.com eða í síma 420 – 0703. Það urðu oft hálfgerð mannamót þegar umferðaróhöpp urðu á götum bæjarins á árum áður. Fólk hópaðist í kringum árekstrarstaðinn eins og sjá má á myndinni úr safni Víkurfrétta sem var laugardaginn 21. septem- ber árið 1985. Um miðjan dag þennan laugardag í september varð all harður árekstur á Hringbraut í Keflavík. Ökumaður Toyota-bifreiðar, Ö5258, ók í veg fyrir Volvo og bílarnir stöðvuðust svo á Lödu Sport sem var stopp á gatnamótum Vesturgötu að Hringbraut. Í frétt Víkurfrétta frá þessum tíma segir að áreksturinn hafi verið harður og tveir bílanna teljist ónýtir eftir áreksturinn. Tekið er fram að enginn hafi slasast. Sá sem slysinu olli ók norður Hringbraut og hugðist beygja upp Vesturgötu en ók þar í veg fyrir bíl sem kom akandi suður Hringbraut. Í frétt Víkurfrétta segir að ökumaðurinn sem olli óhappinu telji að hann hafi blindast af sól. Víkurfréttir settu mynd af umferðaróhappinu inn á fésbókarsíðuna Keflavík og Keflvíkingar á dögunum. Sérstaklega vegna þess að hópur fólks er þar að fylgjast með á slysstaðnum og ungir drengir allt að því komnir inn í bíl þess sem olli slysinu. Eitthvað sem ekki sést í dag, enda lögreglan dugleg að halda fólki frá vettvangi. Á þessum tíma voru börnin líka úti að leika sér, engar voru tölvurnar, ennþá sjónvarpslaust á fimmtudögum og engar myndavélar á lofti, nema hjá ljósmyndara Víkurf- rétta sem tók allar myndir á svarthvíta filmu sem var framkölluð á þriðjudögum. Eigandi Toyota-bílsins, Jón Pétursson, skrifaði athuga- semd við færsluna á fésbókarsíðuna. Hann sagðist muna vel eftir þessum degi. Toyotan var hans fyrsti bíll. Hann sagðist hafa verið alsæll og utan við sig og það sem meira er, edrú á laugardegi, sem hafi ekki gerst oft í þá daga. Hann hafi farið í veg fyrir bílinn án þess að stoppa og með græjurnar í botni í hanskahólfinu. MEÐ GRÆJURNAR Í BOTNI Í HANSKAHÓLFINU - og valdur að þriggja bíla árekstri í Keflavík ÚR SAFNI VÍKURFRÉTTA Frá umferðaróhappinu á gatnamótum Hring- brautar og Vesturgötu laugardaginn 21. septem- ber 1985. Myndin er úr safni Víkurfrétta. LOKAORÐ INGU BIRNU RAGNARSDÓTTUR

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.