Myndmál - 01.06.1985, Síða 4

Myndmál - 01.06.1985, Síða 4
Meryl Streep og Robert Redford. Ævintýri í Afríku. lög,“ segir hann. „Hafi engisprettufarald- ur aldrei sést á svæðinu sem filmað er á, má bóka að hann hafi lagt allt í rúst stuttu eftir að komið er á staðinn.“ Pollack hefur nú dvalist undanfama þrjá mánuði í Kenya ásamt stórstjörnunum Meryl Streep og Robert Redford. Sagan greinir frá danska rithöfundinum Isak Dinesen (Streep) þau ár sem hún stundaði kaffirækt í grennd við Nairobi. Redford leikur Denis Finch Hatton, nákominn vin Dinesen. Pollack segir að kvikmyndaleiðangur- inn hafi verið plagaður af niðurgangi, malaríu, óvæntu veðurfari og kaffiplönt- um sem hræðast myndavélar og völdu því þetta ár til að blómstra ekki... Það eina sem gekk upp var samvinna Streep og Redford, jafnvel aukaieikaramir vom Súperstjömur í Afríku * Hinn gamalreyndi leikstjóri Sidney Pollack, maðurinn á bakvið myndir eins og Tootsie og The Electric Horseman, segir íarir sínar ekki sléttar þegar hann rekur hvernig upptökur á nýjustu mynd hans, Out of Africa hafa gengið. „Það em þessir týpísku atburðir sem svo oft virðast hrjá kvikmyndafé- með uppsteyt. ,Að þurfa að eiga við ljón, gíraffa og buffalóa," segir Pollack og andvarpar, „er verra en að þurfa að stjórna heilum krakkaskara í kvikmynd." Fagurt fljóð ★ Á þeim tímum er poppstjörnur sem leikið hafa í vídeómyndum laga sinna, vilja hópast á bíótjaldið fer hin unga og eftirtektarverða leikkona Rebecca DeMornay hina leiðina. Um þessar mundir em nýhafnar sýningar vestra á myndinni The Slugger’s Wife, sem gerð er eftir handriti Neil Simon og leikstýrt af Hal Ashby. DeMornay er þar í hlutverki upprennandi söngkonu sem verður að leggja feril sinn til hliðar í bili, sökum hjónabands síns við dyntótta hornabolta- stjörnu (Michaei O’Keefe). En eitt þeirra laga sem DeMomay flytur í myndinni, „Oh, Jimmý', verður gefið út á lítilli plötu og dreift á myndbandi. „Ég lék á gítar og samdi iög þegar ég var fjórtán ára,“ segir DeMomay. „Ef einhver bæði mig um að leika glímumann ætti ég í miklu meiri erfiðleikum með að passa inní rulluna...“ Rebecce DeMornay sló í gegn í fyrra þegar hún táldró Tom Cruise í kvikmynd- inni Risky Business og svo virðist sem framabraut þessarar fallegu leikkonu sé bein og breið... Harrison Ford í Witness eftir Peter Weir. Hanrison Ford sannar eigin verðleika ★ Harrison Ford, manninn sem leikið hefur í flestum aðsóknarmestu myndum sögunnar, gefur nú að líta í annarskonar tegund myndar en hann hefur náð frægð og frama útá. Verkið er nýjasta afkvæmi hins snjalla ástralska leikstjóra Peter Weir (Gailipoli, The Year of Living Dangerousiy) og kallast Witness. Ford leikur löggu sem fenginn er til að hafa auga með ungum dreng sem orðið hefur vitni að morði lögreglumanns. Kelly McGillis leikur móður drengsins og þau Ford laðast hvort að öðru. En vankantar eru á því sambandi því móðirin tilheyrir sértrúar- söfnuði þorpsins sem bannar öll samskipti við utanaðkomandi fólk... Útúr þessu spinnst dramatískur og spennandi söguþráður sem hlotið hefur mikið loí og góða aðsókn. Ford, sem aðeins hefur leikið í einni mynd, Blade Runner, eftir að Lucas og Spielberg gerðu hann frægan, vonast til að Witness verði staðfesting þess að hann einn hafi nægilegt aðdráttarafl til að fá fólk í bíó án stuðnings bellibragða áðumefndra galdrakarla... Nema hvað? Police Academy II bræðir Kanana ★ Fyrri myndin (eða kannski er réttara að segja fyrsta) um Lögregluskólann er í hópi alvinsælustu grínmynda síðustu missera á Vesturlöndum og mun hún ekki síður hafa gengið vel í okkur innfædda. Ekki var nú sagan uppá marga fiska, en líf og fjör og frískir menn er það sem gengur í liðið. Vitandi þetta hafa framleiðendur myndarinnar nú sett á markað Police Academy II, Their First Assignment og um þessar mundir berast þær fregnir frá Ameríku að hún sé alla frá aldrinum tíu ára til tvítugs vitlausa að gera. En hvernig stendur á því að krakkar nenna að koma á svona vitleysu sem gengur útá sama hlutinn aftur og aftur, þ.e.as. stráka að ná sér í stelpur og öfugt? Jerry Paris, leikstjóri Police Academy II, bendir á að þetta sé það sem lífið snúist um hjá þessum aldurshópi. „Krakkar elska að klæmast,” segir hann, „og þau eru hrifin af vitleysunni sem svona gamanleikir byggjast á.“ Og lítið þýðir fyrir þá sem unna vönduðum bíómyndum að reyna að vanda um fyrir krökkunum. Þau vita kannski ekki alveg sum hver hvað þau vilja en flest vita hvað þau vilja ekki - láta bjarga sér... 4 MYNDMÁL

x

Myndmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Myndmál
https://timarit.is/publication/1278

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.