Land & synir - 01.12.1995, Page 4

Land & synir - 01.12.1995, Page 4
AUGVNMIN OGAUGUNÞÍN: Þrösturleó Gunnarsson og Bergþóra Aradóttir í„Tár úr steini“. Myndir með innostæðu Hilmar Oddsson rœðir um mynd sína "Tár úr steini Samband Jóns og Lífar er hinsvegar mótvægi við samband Jóns og Annie, það er vandræðalaust, hreint og klárt. Hver var útgangspunkt- urinn varðandi notkun tónlistarinnar í mynd- inni? HILMAR: Tónlistin er upphaf og endir þessarar bíómyndar, hin eiginlega ástæða fyrir gerð hennar. Hún er tilfinningaflæði myndarinnar, hefur myndirnar í æðra veldi að mínu mati og ekki nóg með það, þetta er auðvitað mynd um tón- skáld og það gefur Hilmar Oddsson útskrifaðist í kvikmyndaleikstjóm frá Hochschule fiirFemsehen und Film íMiinchen árið 1986. Sama ár frumsýndi hann fyrstu bíó- mynd sína, "Eins og skepnan deyr". Meðal helstu annarra verka Hilmars em sjónvarps- myndimar "Öskuhuska og maðurinn sem átti engar huxur" og "Sjóarinn, spákonan, blóma- salinn, skóarinn, málarinn og Sveinn". 14. september s.l.fmm- sýndi hann nýjustu bíómynd sína "Tár úr steini". EFTIR ASGRIM SVERRISSON. Nú er áherslan á örlög Jóns Leifs en stundum saknaði maður meiri nándar í sambandi Jóns ogAnnie. Þú hefur ekki viljað leggja meiri áherslu á ástarsöguna? HILMAR: Ég lít þannig á að þetta sé ástar- og örlagasaga. Samband Jóns og Annie líður eftilvill fyrir það að ég er líka að reyna að koma til skila sambandi hans við dótturina Líf, sem er allt annars eðlis. Myndin er um Jón, en Annie er afar sterkt mótvægi við hann. Þau eru bæði listamenn, hún píanóleikari en hann tónskáld. Þegar myndin hefst fáum við að vita að henni gengur mjög vel en honum aðeins síður. Hann er ofurlítið ósáttur en ástin blómstrar engu að síður. Fyrir mér er saga Jóns harmleikur, en til að koma harmleiknum til skila dramatískt þarf að undirbyggja hann með því að sýna frammá að hlutirnir hafi nú einhverntíma verið betri. Þessu reyni ég að koma að strax í upphafi. Síðan gerist það að smátt og smátt þróast þau í sundur, þrátt fyrir að elska hvort annað. Samband þeirra fékk ekki þrifist vegna þess að jarðvegurinn sem því var sáð í, var sýktur. Þau voru einnig afar ólík, hann er íslendingurinn erlendis, með hraun, jökla og eldgos í æðum, þráir ísland jafn mikið og ást eiginkonu sinnar; hún er af mið-evrópskum menn- ingarættum með allan þann arf í blóðinu. Hún er líka gyðingur, sem þýðir að hún þarf ekkert að velja. Spurningin á þessum árum var ekki hvað síst um afstöðu. Jóni var boðið að ganga til liðs við nasistana með fororði um bjarta framtíð sem tónskáld og stjórnandi. Hann þurfti bara að losa sig við "smá vandamál", fjölskylduna! Það sem áður var honum til framdráttar, er honum nú til trafala. Hún þarf ekki að velja, því hún er gyðingur. Hann stendur frammi fyrir tveimur kostum. Hann hikar og þessvegna tapar hann hvoru tveggja. Þetta gríska trag- edíuelement er kjami sögunnar. Það er kannski erfitt fyrir okkur að skilja stöðu Anniear. íslendingar eru kaotískir, agalausir veiðimenn og tækifærissinnar með enga bjargfasta lífsskoðun. Þessi kona er fædd og uppalin með grundvallar lífsviðhorf. Hún vill frekar deyja en að ganga í hð með óvininum. Fyrir Jóni er þetta miklu flóknara mál. Hann reynir að bjarga fjölskyldunni með því að rétta óvininum litla- fingurinn, í mikilli óþökk Annie. augaleið að tónhst skiptir máli í slíkri mynd. Það sem ég var að reyna að gera öðruvísi var að nálgast tónlistina eins og persónu, bæði útfrá handriti og vinnu með leikurunum. Ef þú tækir músikina útúr þessari mynd, þá væri hún kannski þokkaleg en orð og athafnir Jóns Leifs tapa vigt ef þú hefur ekki tónlistina vegna þess að hún segir þér að maðurinn er stór hstamaður í alheims- samhengi. Við lögðum gífurlega vinnu í að velja tónhstina og vinna úr henni og vorum svo heppnir að vinna með hljóðmanni á heimsmælikvarða, algjörum snilling, sem er Kjartan Kjartansson. Hann er ekki auðveldur í samstarfi en við náðum samt alveg rosalega vel saman að mörgu leyti. Fyrir honum var tónlist Jóns uppgötvun. Helsti samstarfsmaður minn, Hjálmar H. Ragnarsson, er eiginlega maðurinn með lykihnn, sá sem upphaflega kveikti í mér. Við hittumst þegar ég var að hefja nám í Munchen um 1980 og hann sagði að ef íslendingar kærðu sig um þá gætu þeir gert Jón Leifs að því sem Grieg er Norðmönnum og Sibelius er Finnum. Þessi setning sat í mér. Það var svo ekki fyrr en níu árum síðar að ég hringdi í hann og bauð honum til samstarfs. Hjálmar er enginn venjulegur músikant því hann hefur unnið milíið í leikhúsi og við aðra dramatíska miðla. Hann er því að mörgu leyti ágætur félagi í handritsskrifum, mjög ástríðufuhur og hugsar dramatískt. Það sem skipti höfuðmáh í samstarfi okkar þriggja var að við gengum útfrá því að tónlistin væri alltaf unnin eins og hún hefði verið gerð fyrir þessa mynd. Ég held að það hafi tekist og það er það stórkostlega. Þar er Kjartan alger lykilmaður með kunnáttu sína á hljóðklippitölvurnar. Hann er þessi frábæri fagmaður sem getur hnikað til bíti sem kemur brotinu of snemma án þess að þú finnir hið minnsta fyrir því, sem segir manni að það er vel gert. Eins og öll tækni þá á 4 Ltmá&symr hún hvorki að sjást né heyrast. Þetta var eitt skemmtilegasta ferlið í allri kvikmyndagerðinni af því að þetta er músikmynd og fyrir mig sem músik- áhugamann skipti það öllu máli. Hvernig kom samstarjið við Slawomir Idziak til? LIILMAR: Ég kynntist honum gegnum sameiginlega þýska vinkonu sem hafði unnið með honum í Austur-Evrópu. Upphaflega kemur krafa frá þýska samstarfsaðilanum um þýskan töku- mann en þeir sögðu að tækist okkur Jónu að fá Slawomir, sem er Pólverji, þá mætti hta á það sem þýskt framlag, einfaldlega vegna stöðu hans sem eins stærsta nafns í evrópskum kvik- myndum. Það geggjaða er að ég gerði mér ekki grein fyrir því þá, að hann var tökumaður Kieslowskis. Ég vissi að hann hafði unnið með Andrzej Wajda og að hann hefði tekið flestar myndir Krzysztof Zanussi. Þetta nægði mér alveg. Ég sendi honum handrit og hann krítiseraði margt en sagðist sjá eitthvað í þessu sem honum hkaði. Hann kemur hingað og við förum að rabba saman um Kieslowski, m.a. Stutta mynd um morð og Tvöfalt líf Veroníku. Hann verður svohtið einkennilegur á svipinn þegar ég fer að spyrja hann hver hefði tekið þær myndir. Ég var aðallega að hugsa um að móðga hann ekki, koma honum í skilning um að mér þætti mikið til hans koma þrátt fyrir dálæti mitt á þessum myndum! Svo kemur sannleikurinn í ljós og ég verð eins og klessa! Fyrir mér var hann sá besti sem ég hefði getað fengið, þetta var of gott til að geta verið satt. Svo jafna ég mig á þessu og við vinnum saman í handritinu í tíu daga. Slawomir er sjóður af kunnáttu og fróðleik. Hann er ekki aðeins tökumaður, heldur einnig leikstjóri og verið verðlaunaður sem shkur, hann kennir út um allar trissur dramatúrgíu o.þ.h., hann hugsar um allt ferhð, handritið, leikarana o.sv.frv., þessvegna er hann svona snjall tökumaður. Þessir tíu dagar okkar saman voru afar erfiðir fyrir mig. Hann hefur gífurlega sterka nærveru og maður þurfti að hafa sig allan við. Eftir hvem dag með honum var maður alveg uppgefinn, en um leið var þetta stórkostlegur skóli. Hann gjörbreytir andanum í verkinu og á í raun ýmis element í handritinu, þó hann hafi ekki viljað fá kredit. Við skjótum svo vetrarsenumar hér á íslandi og ætlunin var að taka upp þráðinn um vorið. í millitíðinni fær hann tilboð frá Hollywood um að mynda fyrir John Duigan, leikstjóra Sirens og Flirting. Hann var búinn að segja mér að hann hefði verið að reyna að komast inná ameríska markaðinn um nokkum tíma en það hefði strandað á atvinnuleyfi. Svo býðst honum þetta verkefhi sem er hans lykill að Ameríku

x

Land & synir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.