Land & synir - 01.12.1995, Page 7
Handritin heim undir
öruggri leiðsögn
Hildur Loftsdóttir skrifar um
handritanámskeiö
Michael Casale.
I^ágústmánuði kom bandaríkjamaður-
inn Michael Casale hingað til íslands.
Michael þessi er aðstoðarprófessor í
skapandi skrifum við New York
University og þekktur um víða veröld
sem “script-doctor”. Bauð hann því
íslenskum kvikmyndagerðarmönnum
að leita álits og ráða hjá honum
varðandi hugmynd, handrit í smíðum
eða seinustu drög. Margir nýttu sér
þessa þjónustu og voru undan-
tekningarh'tið mjög ánægðir með hana.
Aðaltilgangur með dvöl Michaels hér
var þó til að halda námskeið í kvik-
myndahandritagerð,
og er þetta í þriðja
sinn sem hann kemur hingað
þeirra erinda. Nemendur nám-
skeiðsins voru 27 talsins, og höfðu
mjög mismikla reynslu og kunnáttu á
þessu sviði, en það kom ekki að sök;
allir lærðu eitthvað nýtt.
Handritatækni var af rökréttum
ástæðum fyrsta viðfangsefni nám-
skeiðsins; hvernig segja skuli sögu í
myndum, og voru skoðuð verk
nokkurra snillinga í því skyni að átta sig
betur á hinum ýmsu möguleikum.
Næsta þrep var svo skipulagningin. Allir
vita að hugmynd að heilli kvikmynd
getur í upphafi stuðst við einungis tvö
orð, ljósmynd, ímyndaða persónu eða
eitthvað annað sem hefur hreyft við
einhverjum strengjum í listamanns-
hjartanu. í kringum þessa hugmynd
fæðast svo ótal aðrar hugmyndir að
samtölum, römmum og öðrum
atriðum. Lærðum við því að skipuleggja
skrif og hugmyndir til að ná tökum á
heildarmynd verksins, og einnig svo
eitthvað yrði úr verki og að það verk
yrði sem best.
Nú höfðu tæknilegu hliðamar fengið
sinn skammt, og var þá farið yfir í þær
andlegu stellingar sem handrita-
höfundar þurfa oft að setja sig í til að
geta hreinlega hafist handa. Er það
kallað “willed introversion” sem þetta
skapandi og yfirleitt mjög svo
“extravertifa” fólk þarf að temja sér.
Undirbúningur undir skrifin enduðu á
áhorfendunum (þessum elskum!), og
þeim þáttum í uppbyggingu handritsins
sem gætu haft áhrif á hluttekningu
þeirra í myndinni, og þá samúð sem
þeir ættu að bera til söguhetjanna.
Nú hófust nemendur handa við
listsköpunina. Alhr fengu klukkustunda
einkaviðtal við kennarann til að ræða
hugmynd sína, penninn var mundaður
og að lokum voru snilldarverkin öll
frumflutt af fjölhæfari nemendum
námskeiðsins.
Seinasta kvöldið var svo kallað “Film
Appreciation Night”, þar sem nemendur
sýndu hvor öðrum uppáhalds bíó-
myndaatriðin sín, og allir fengu popp
og kók.
Mönnum hefúr verið tíðrætt um að í
íslenskri kvikmyndagerð sé víða pottur
brotinn í handritagerðinni, og að þar
þurfi íslenskt kvikmyndagerðarfólk
sérstaklega að taka á málum. Þykir því
undarlegt að ekki fleiri skuli sækja
námskeiðin hans Michaels, sem þykja
mjög góð jafnt leikmönnum sem
Iærðum. Að vísu hafa þau verið haldin
yfir mesta annatímann í berjatínslunni
ár hvert, og því skiljanlegt að margir
sjái sér ekki fært að koma.
'Werk í vinnsÓM
Kvikmyndagerðarmönnum sem
vilja koma verkum sínum að í
þessum dálki er hent á að hafa
samband við aðstandendur
blaðsins.
DJÖFLAEYJAN. Eftir skáldsögum
Einars Kárasonar um Braggafólkið.
Leikstjóri: Friðrik Þór Friðriksson.
Handrit: Einar Kárason og Friðrik Þór
Friðriksson.. Framleiðandi: íslenska
kvikmyndasamsteypan.
• í undirbúningi, tökur íyrirhugaðar
fyrri hluta árs 1996.
BLOSSI /810551. Vegamyndum
ungt par og stolið kreditkort.
Leikstjóri: Júlíus Kemp. Handrit: Lars
Emil Ámason, Júlíus Kemp.
Framleiðandi: Vilhjálmur Ragnarsson /
Kvikmyndafélag fslands, o.fl.
• í undirbúningi, tökur fyrirhugaðar
1996.
BENJAMÍN DÚFA. Eftir skáldsögu
Friðriks Erlingssonar um ftóra unga
drengi sem stofna riddarafélag til að
berjastgegn óréttlœti. Leikstjóri: Gísh
Snær Erhngsson. Handrit: Friðrik
Erhngsson. Framleiðandi: Baldur
Hrafnkelljónsson.
• Á lokastigi eftirvinnslu. Frumsýning
áætluð 2. nóvember 1995.
UNGFRÚIN GÓÐA OG HÚSIÐ. Eftir
smásögu Halldórs Laxness um tvcer
systur með ólíka lífsssýn. Handrit og
leikstjórn: Guðný Halldórsdóttir.
Framleiðandi: Hahdór Þorgeirsson /
Kvikmyndafélagið Umbi.
• í undirbúningi, tökur fyrirhugaðar
1996.
SÆTIR BANANAR.ffeg<WM)'«í/ um
leigubílstjóra og blinda stúlku.
Handrit og leikstjórn: Einar Þór
Gunnlaugsson. Framleiðandi: Kvik-
myndafélagið Umbi og Focus fllms U.K.
• í undirbúningi, tökur fyrirhugaðar
sumarið 1996.
AGNES. Nítjándu aldar drama um
atburðina sem leiddu til síðustu
opinberu aftöku áíslandi. Leikstjóri:
Egill Eðvarðsson. Handrit: Jón Ásgeir
Hreinsson og Snorri Þórisson.
Framleiðandi: Snorri Þórisson/Pegasus
hf.
• í eftirvinnslu, frumsýning áætluð um
jól 1995.
DRAUMADÍSIR. Kómedía um tvœr
ungar Reykjavíkurdœtur sem dreymir
um sama manninn. Handrit og
leikstjóm: Ásdís Thoroddsen.
Framleiðandi: Martin Schluter/Gjóla hf.
og íslenska kvikmyndasamsteypan.
• í eftirvinnslu, frumsýning áætluð fyrri
hlutaárs 1996.
SYSKON KÁRLEK
(Systkinakærleikur). Leikstjóri: Friðrik
Þór Friðriksson. Handrit: Katarina von
Bredow og Friðrik Þór Friðriksson.
Framleiðandi: íslenska
kvikmyndasamsteypan o.fl.
• í undirbúningi.
STEYPTIR DRAUMAR. Leikin
heimildamynd um Samúeljónsson,
listamann íSelárdal. Stjórn: Kári
Schram. Handrit: Kári Schram og Ólafur
Engilbertsson. Framleiðandi: Andrá hf.
• í eftirvinnslu. Verklok áætluð
fyrrihluta árs 1996.
VIGUR (vinnuheiti). Um lífogstörf
fólks í Vigur og nágrenni.
JÖKULDALUR (vinnuheiti). Um
mann- og dýralíf íJökiddal og
nágrenni.
SÚÐAVÍK (vinnuheiti). Um
afleiðingar náttúruhamfaranna og
uppbyggingu á staðnum. Stjórn og
handrit þessara verkefna: Steinþór
Birgisson. Framleiðandi: Víðsýn /
Sjónvarpið.
• Tökur standa yflr. Verklok áætluð á
vormánuðum 1996.
MAÐUR, FUGL OG VATN
(vinnuheiti). Um líftð og tilveruna við
Þingvallavatn. Stjórn: Valdimar
Leifsson. Handrit: Einar Örn Stefánsson.
Framleiðandi: Lífsmynd / Sjónvarpið.
• Tökur standa yfir. Verklok áætluð
haustið 1996.
NORDSOL (vinnuheiti). Um
einleikarakeppni Norðurlanda sem
fram fór íoktóber. Stjórn: Hilmar
Oddsson. Framleiðandi: Sjónvarpið.
• I eftirvinnslu.
GLIMA. Leikin heimildamynd um
glímuna. Handrit og stjóm: Böðvar
Bjarki Pétursson. Framleiðandi:
Þorsteinn Bachmann og Böðvar Bjarki
Pétursson.
• í eftirvinnslu. Áætluð verklok í
desember.
NAUTN. Um ungtpar í Reykjavtk sem
hristir uppí samferðafólki sínu með
ögrandiframkomu. Handrit og
leikstjórn: Stefán Árni Þorgeirsson og
Sigurður Kjartansson. Framleiðandi:
Baldur Stefánsson / Kjól og Anderson.
• í eftirvinnslu. Frumsýning fyrirhuguð
10. nóvember 1995.
BJÖRGUNIN. Leikin barnamynd,
framlag Islands í samvinnuverkefni
EBU-stöðvanna. Leikstjórn: Sigurbjörn
Aðalsteinsson. Handrit: BergljótArnalds
og Sigurbjöm Aðalsteinsson.
Framleiðandi: Sjónvarpið.
• Myndin er á lokasflgi eftirvinnslu.
HREIÐARIIEIMSKI. Hreyfimynd.
Stjórn: Sigurður Örn Brynjólfsson.
Framleiðandi: Siggi Anima Studio, Talhn
Eistlandi.
• Myndin er á lokastigi vinnslu í Tallin.
RIDDARARKÉTTLÆTISINS: Úr “Benjamín dúfu”sem frumsýnd verður
þann 2. nóvember nœstkomandi.
tjmöéksynir 7