Land & synir - 01.02.1996, Side 2
Land&syrar
Nr. 2-1. tbl. 2. árg. 1996
Útgefandi: Félag kvikmymlagcrðar-
tnánna, Laugavegi 24,101 R\ík.
Ritstjóri: Ásgrímur Sverrisson
(552-3204).
Ábyrgðarmaður: Böðvar Bjarki
Pétursson (551-0940 & 554-2931).
Ritnefnd: Böðvar Bjarki Pétursson,
Eríendur Sveinsson, Hildur I.oftsdóttir,
Sigurður Hr. Sigurðsson, Þorsteinn
Jónsson.
Útlit: Ágúst Loftsson
Prentun: Steinmark
Land & synir kenn.r út annan hvern
iiiánuð,
Væntingar og vonbrigði
Eitthvað stemmir ekki. Á sania
tímá og fram kemur í könnun l'K að
þjoðin vill veg íslenskrar kvik-
mvndagerðar sem mestan, lætur
hún sig vanta þegar boðið er uppá
íslenskt bíó. Á þessu ári hafa verið
frumsýndar sjö íslenskar tnyndir og
ein til viðbótar birtist á fyrstu mán-
uðum nýs árs. Sú nýjasta, Ag/ies, er
reyndar nýfrumsýnd þegar þetta er
skrifað og því óhægt utn vik að
segja til ttm aðsókn. Þó er ijóst að
aðsóknin að íslensku myndiinum
hefur ekki orðið í samræmi við
væntingar - stnndum þrátt íyrir ein-
ninia lof gagnrýnenda sem og á-
horfenda.
Eftilvill hafa væntingamar verið
of mikiar, Kltilvill er markaðurinn
að komast í einhverskonar „jafn-
vægi“ eftír frumbýlingsárin. Eftilvill
heyra lölur á borð við 60-70 þús-
timl mamis og yfir, sögunni til
nema í algjöfuni uiidantekniiigartii-
felium. Slíkar tölur eru reyndar
með öllu óþekktar annarsstaðar en
sýndu að jslendingar praktísera
höfðatölnregluna af miklum móð.
Nxi er ekki allt fólgið í mikilli að-
sókn en engu að síður er nauðsyn-
legt fyrtr kvikmyndaiðnaðinn (sem
velti vel á annan milljarð 1995.) að
eiga óskrifaða viðmiðunarþrösk-
ulda um velgengni, auk þess að
finna fyrir velvilja þjóðarinnar í
veskinu. Spurningin er, hvar liggur
viðmiöunin á „aðsóknarmynd“?.
Þurfa t.d. myndir á borð við Ein
stór Jjölskylda, Ingaló eða Hin
heigu ré að teljast flopp í aðsókn
þó aðeins fáein þúsund hafi séð
þær? Á alþjóölegutn markaði væru
menn nokkuð sáttir við sambæri-
lega aðsókn. Samkvæmt þessari
skilgreiningu er t.d. Tár úr steini
„metaðsóknarmynd".
Á liinn bóginn kann að vera
níésti óþarfi að lækka viðmiðun-
ina. Alltof fáir Evrópúraenn sjá evr-
ópskar myndir, Því þarf að breyta.
Og þrátt fyrir allt hafa landsmenn
sýnt innlendri framleiðslu meiri á-
huga gegnum tíðina en gengur og
gerist með öðrum þjóðunt. Þcnmm
áliuga þarf að rækta dag og nótt.
Bókvit í Bóksölu stúdenta
óksala stúdenta við Hringbraut fær hér
með þrefalt húrra fýrir viðleitni sína. Það
góða fólk hefur nefnilega komið upp hilfu í
versluninni sem undirlögð er bókmenntum
um kvikmyndir og kvikmyndagerð. Hingað til
hafa bókaormar sem lesa vilja þesskonar
bækur orðið að fara utan og fylla pjöhkur og
pinkla með tilheyrandi kostnaði og erfiði. Úr-
vahð mætti að vísu vera ögn meira en ekki
skal lastað þetta framtak, sem tekur langt
fram öllum öðrum bókaverslunum hér á
landi. Ekki skemmir heldur fyrir að vísdóm-
urinn er yfirleitt seldur á nokkuð skaplegu
verði.
Dæmi um nýlegar bækur:
• The Branded Eye eftir Jenaro Talens.
Vangaveltur um Andalúsíuhundinn eftir
Bunuel.
• Movie-made America, a Cultural hi-
story ofAmerican movies eftir Robert Sklar.
Sklar þessi er einn af virtari fræðimönnum á
sviði kvikmynda í vesturvegi.
• The Road to Xanadu eftir breska ieik-
arann og feikstjórann Simon Callow. Fyrra
bindi ævisögu Orson Welles. Þessi bók hefur
fengið afar góðar viðtökur.
• The Encyclopedia of European
Cinema, ritstjóri Genette Vincend Eau. Brit-
ish Film Institute gefur út þetta þarfa rit.
• The Critics Film Guide. Umsagnir
virtra gagnrýnenda beggja vegna Atlantshafs
um yfir fimm þúsund bíómyndir. Nokkrir
dómar um hverja mynd.
• Video Watchdog. Tímarit sem kemur
út 5-6 sinnum á ári og sinnir eiiikum nýjum
myndbanda- og laserdiskaútgáfum af klass-
ískum myndum og kvikmyndum utan
Ilollywood. Gagnrýnl og ítarlegar greinar.
Frá og með næsta blaði munum við hefja
reglulega umfjöllun um ýmsar þær bækur
sem á boðstólum eru í Bóksölunni.
Styr um úthlutunarnefnd
Nokkrar væringar hafa verið meðal
kvikmyndagerðarmanna vegna úthlut-
unarnefndar Kvikmyndasjóðs.
Kvikmyndafélögin hafa gert athugasemdir
vegna setu Laufeyjar Guðjónsdóttur í
nefndinni, þar sem hún er dagskrárstjóri hjá
Stöð 3. Stöð 3 hefur haft stór orð um
væntanlega innlenda dagskrárgerð, og þar
með er augljós hætta á hagsmunaárekstri.
Laufey sagði af sér í nefndinni í kjölfar
þessara athugasemda en stjórn Kvikmyndá-
sjóðs samþykkti að biðja hana að um að taka
stöðu sína aftur, og varð hún við því. Þess má
geta að FK gerði strax þegar úthlutunarnefnd
var valin, athugasemd við setu Markúsar
Arnar Antonssonar í nefndinni. f ljósi þess að
RUV tengist mjög mörgum umsóknum í
sjóðinn þá taldi t'K að óeðlilegt að fastráðinn
starfsmaður þeirrar stofnunar sæti í
úthlutunarnefnd. Stjórn Kvikmyndasjóðs sá
ekki ástæðu til að taka þessa athugasemd til
greina. Stjórn FK hefur ákveðið að láta málið
fy'rrt liggja en beita sér fyrir því í framtíðinni
að kornið verði á skýrum siðareglum við val
á úthlutunarnefnd.
Eg á mér margar hjart-
kærar myndir, eins og
vini, sem ég hef eignast á
vegferð minni, allt frá
þeim árum er ég horfði
draumstolnum augum á
Rauða sjóræningjann,
Roy Rogers og Trigger,
snögghærður sópari í
landsbyggðarbíói, sem sá
ítllar myndir í það minn-
sla 5 sinnum. Alltaf var
rnaður jafn dolfallinn og burthrifinn af töfr-
um þessara flöktandi ímynda, fullkomlega
meðvirkandi í framvindunni, „Passaðu þig
Roy! Hann er fýrir aftan þig!.“ Alltaf jafn sæil
að leikslokum er Roy reið sönglandi inn í
sólarlagið. Fullnægður fýrir hans hönd. Frjáls
hið innra.
Þannig legg ég enn mat mitt á góðar bíómynd-
ir. Hrífur sagan mig á brott, svo ég gleymi ó-
þægilegum sætunum og skrjáfinu í salnum?
Finn ég samsömun og samúð með aðalper-
sónunum, svo líkamsstarfsemi mín örvast eða
slævist í takt við framvindu sögunnar? Felli ég
tár? Verð ég réttlátlega reiður? Sit ég eftir að
sýningu lokinni, og virðist lesa kreditlistann,
þegar ég er í rauninni að bíða eftir að heimur
myndarinnar sleppi mér lausum?
Sumar þessara mynda eldast illa og aðrar
standast misjafnlega hertar kröfur mínar,
hvað varðar tæknilega og listræna úrvinnslu.
Sérstaklega eftir að ég hóf að starfa við kvik-
myndagerð og aldurinn forpokaði mig. Ein
mynd er mér þó ávallt
ofarlega í huga: Það er
„BRAZIL" eftir Terry
Gilliam (1984).
Fyrir þá, sem ekki
þekkja til, þá var Terry
Gilliam Ameríkaninn í
Monthy Python genginu
breska. Hann hóf feril
sinn sem teiknimynda-
sagnahöfundur og for-
vinnur hann oftast
myndir sínar og hug-
myndir í því formi.
(Story board). Hann
teiknaði t.d. hinar drep-
fyndnu teiknimyndir,
sem eru undanfari allra
þátta Python hópsins.
Það sem einkennir
Giifiam einna helst er hin
taumlausa leikgleði hans
og hugmyndaauðgi, sem
oftar en ekki er ljóður á
myndum hans. En í Brasil
tekst honum þó að hemja
sig við efnið og er árangur-
inn kvikmynd í gullinsniði.
Óhagganlega faglegt meist-
arastykki, jafnt hvað varðar
handrit, kvikmyndatöku,
klippingu, hljóðsetningu,
tónlist, leikmynd, leik og
leikaraval. Allt í réttum
hlutföllum og engu ofaukið
á kostnað annars.
Myndin er yndislega kaldhæðin og engin
von til annars en að finna til samsömunar og
samúðar með Sam Lowry kallinum (Jonathan
Pryce). Myndin er í senn gamanmynd, þjóð-
félagsádeila, eldheit ástarsaga og spennu-
tryllir. Ég set hana reglulega í tækið og
undrast sjón-
arspilið og
samsetning-
una, li'kt og
væri maður
að reyna að
finna út kökuuppskrift með því að bragða á
kökunni. Jú, efnisþættirnir eru þarna, en
hlutföll þeirra innbyrðis, það fæ ég aldrei al-
mennilega sett flngurinn á.
f myndinni eru endalausar tilvitnanir í
kvikmyndasöguna: Eisenstein, Welles og
Kurosawa, en aldrei svo að það þjóni ekki
efninu. Aldrei af hégóma einum saman.
Gilliam er einn af fáum leikstjórum sam-
tímans, að mínu mati,
sein hefur skilning og
vald á frásagnarmiðl-
inum kvikmynd, sem
sjálfstæðum miðli og
ruglar honum aldrei
við önnur gildi s.s.
bókmenntir og leik-
hús. llann fer ekki í
langlokur með að
skýra flókinn sögu-
þráð, heldur leikur á
ályktun áhorfandans í
kenningaranda Kules-
hov. Svo má ekki
gleyma því að hann
hefur temmilega
geggjun til að bera og
jafnvel ófyrirleitni,
sem mér finnst vera
mergur hvers lista-
manns. Myndsýn hans
er með ólíkindum,
þekking hans á listasögu og kvikmyndasögu
djúp og ástríðufull. Það er að minnsta kosti
engum blöðum um það að fletta að Brazil er
gerð af ákefð hjartans. Af þörf og uppreisnar-
anda. Liljan, sem ég og fleiri vildum kveðið
hafa.
Gilliam hefur sagt að myndir hans séu
leynt og ljóst myndir Ameríkumanns í útlegð.
Ádeila á samfélag, sem hafnaði honum.
Brazil er að hluta uppgjör hans við gamla
heimalandið, enda fékk myndin ekki náð fyr-
ir dreifingaraðilum þar vestra. Þeir vildu
breyta endinum og stytta myndina. Trúr list
sinni, neitaði Gilliam. Myndinni var stungið
undir stól, þar til Gilliam tók sig til og keypti
heila síðu í Variety þar sem hann spurði ein-
faldlega hæstráðanda: „Dear Sid Sheinberg.
When are you going to release my film
BRAZIL? - Terry Gilliam". Þetta vakti athygli
gagnrýnenda í
L.A. á myndinni,
sem nú sóttust í
að sjá hana á lok-
uðum einkasýn-
ingum. Þetta
leiddi svo til þess að gagnrýnendur útnefndu
hana bestu mynd ársins auk þess að hafa
besta handrit og bestu leikstjórn, þrátt fyrir
að hún hafði ekki verið gefin út opinberlega!
Stúdíóveldið gat því ekki spornað við lengur
og myndinni var sleppt á markað, öllum
sönnum kvikmyndasælkerum til mikillar
gæfu. Þrátt fyrir þetta var dreifing og auglýs-
ing takmörkuð við fyrrnefnt áhugaleysi og
hlaut myndin aldrei þá dreifingu og athygli,
sem hún átti skilið, m.a. hér á íslandi.
Myndin er í stuttu máli um það að eiga
sér draum í andsnúnu umhverfi. Um frelsis-
þrá í bákni, sem miðar að því að hefta slíkt.
E.t.v. um martröð hins misskilda listamanns.
Hún var nánast spádómur um þær hremm-
ingar sem Gilliam átti að lokum í við stúdíó-
veldið og dreifingarbáknið í fyrrttm heima-
landi sínu.
Endir myndarinnar féll ekki í kramið.
Gilliam segir hann „happy ending", sam-
kvæmt formúlunni, þó á sinn kaldhæðna
máta væri. Hvað gerir maður þegar umhverf-
ið er að hafa hann undir og hann er um það
bil að verða rændur hinu helgasta í lífinu,
ástríðum sínum og draumnum? Þegar öll
sund virðast lokuð, er þó alltaf ein undan-
komuleið. Leiðin inn. Inn í hugskotið og
drauminn. Inn í veröld, þar sem ekkert bákn
getur rænt þig frelsi. Það iirðu sælleg örlög
Sam Lowry í Brazil. Rétt eins og í góðri kvik-
mynd, sem opnar þér frelsið hið innra?
C. .
Land & synir mun reglulega
birta skrif kvikmyndagerðar-
manna um kvikmyndir sem
sótt hafa á hug þeirra og
sitja þar sem fastast.
Frelsiið innra
eftirjón Steinar Ragnarsson.
2 Land&symr