Land & synir - 01.02.1996, Qupperneq 4
GEGN ÓRÉTTLÆTí - MEÐ RÉTTLÆTí: GunnarAtli Cauthery berst fyrir góðum málstað í „Benjamín dúfu“,
Gísli Snœr Erlingsson
útskrifaðist í kvik-
myndaleikstjórn frá
F.E.M.I.S. í París árið
1994. Árið áðurfrum-
sýndi hann fyrstu híó-
mynd sína „Stuttur
frakki“. Hann hefur
jafnframt starfað sem
dagskrárgerðarmaður
hjá Sjónvarpinu, auk
þess að hafa unnið
fjölda sjónvarpsauglýs-
inga og tónlistarmynd-
banda. 9. nóvember s.l.
frumsýndi hann nýjustu
bíómynd sína „Benjamín
dúfu“.
EFTIRIIILDI LOFISDÓTTUR.
Jceja Gtsli, ínpphafi...
...var það Friðrik Erlingsson sem skrifaði
þessa sögu sem handrit að sjónvarpsmynd.
Sjónvarpið hafði svo reyndar ekki efni á að
fjármagna þá framleiðslu þannig að hann á-
kvað að breyta handritinu í bók. Þegar hann
vann svo barnabókarverðlaunin þá var ljóst
að það yrði búin til kvikmynd eftir þessari
sögu. Frá upphafi lá það fyrir að ég myndi
leikstýra þeirri mynd, þar sem við Friðrik
erum miklir vinir og ég hafði fylgt eftir þess-
ari hugmynd í öllum þeim umskrifum sem
hún gekk í gegnum.
Þegar Friðrik hitti Baldur Hrafnkel út á
götu þar sem hann lýsti yflr áhuga sínum á
því að framleiða myndina, ákváðum við að
slá til. Þeir sóttu um styrk í European Script
Fund og fengu hann. Eftir það leiddi einn
styrkurinn af öðrum og ekki varð aftur snúið
með það samstarf. Það var mjög gott þó að á
ýmsu hafi gengið.
Nú hefur verið nefnt að Benjamín Dúfa
sé besta „adaptation“ sem gerð hefur verið
á ísktndi eftir bók.
Fyrir mér hefur sagan alltaf verið kvik-
mynd. Ég hef lylgt henni síðan hún var lítil
hugmynd á seníettu og hún hefur ekki verið
öðruvísi í þróun í mínum augum en venjulegt
kvikmyndahandrit. Mér finnst ég ekki hafa
verið að gera mynd eftir bók. Bókin er af-
sprengi rnyndar; sagan er í upphafi hugsuð
sem myndverk, þannig að þetta er frekar ein
besta bók sem hefur verið skrifuð eftir kvik-
mynd. Styrkur bókarinnar er fyrst og fremst
Ogrunin í hætlunni
Gísli Snœr Erlingsson
segir fráglímunni við
„Benjamín dúfu“
myndrænar lýsingar og hún er á margan hátt
mjög lík kvikmyndahandriti. Setningar eru
stuttar og Friðrik skiptir á milli fyrstu og
þriðju persónu. Þriðja persóna er nálo'æin-
lega eins uppbyggð og frásögn í kvikmynd,
en fyrsta persóna er hins vegar fulltrúi tilfinn-
inganna. Þar þurfti ég að einbhna á hvernig
ég gæti kornið þess konar upplýsingum úr
bók yfir í kvikmynd, með öllum þeirn tólum
og tækjum sem við notumst við í kvikmynda-
gerð. Það var ansi snúið viðfangsefni því þeg-
ar bók er lesin þá framkalla orðin einhverja
tilfinningu hjá lesandanum, sem gerir það að
verkunt að hann fer að búa til sína eigin
mynd og mitt erfiðasta hlutverk varð því að
búa til kvikmynd á mínum eigin forsendum.
Margir sem koma að sjá myndina vita um
hvað hún þallar og eru því að korna að upp-
fifa hana upp á nýtt. Það sem ég þurfti því að
gera var að keppa við kvikmynd áhorfand-
ans.
Mér finnst mesta áskorunin í kvikmynda-
gerð vera fólgin í að búa til tilfinningar; gefa
eitthvað í skyn, ekki endilega sýna það. Það
er hlulverk frétta- og fræðslumynda að sýna
okkur hlutina blátt áfram, eins og t.d. morð
og svo sjáum við tilgerðarlega eftirhkingu af
því í amerískum kvikmyndum. Ég hafði ekki
áhuga á að gera það, því þá um leið er ég
búin að afmarka tilfinningaskalann hjá áhorf-
andanum, honum er ekki gefið tækifæri á að
uppfifa sinn eigin tilfinningaheim.
Myndin er nú samt hnitmiðaðri en
bókin.
Laxness sagði einhverntíma um kvik-
myndun Sölku Völku; „Þeir ákváðu að taka
bara einn bita í stað þess að troða upp í sig
öllu brauðinu og kafna“. Það veigamesta í
gerð adaptasjóna er að finna aðalatriði bók-
arinnar; sál og mótor sögunnar og vinna al-
gjörlega í ljósi þess. Hf ég á hinsvegar að
nefna dæmi um raunverulega kvikmyndun á
bók frá A til Ö, þá er það er Brennu-Njáls-
saga eftir Friðrik Þór. í t.d Legends of the Fall
fann maður að hér var á ferð mikil saga og
dramatík, en jafnframt að verið var að reyna
að koma allri bókinni fyrir í myndinni. Út-
koman var aðeins veik endurspeglun af því
sem hefði getað orðið. Áhorfandinn verður
ekki þátttakandi í myndinni fyrr en
þú lofar honum að taka afstöðu.
Þessi sama regla á við um fleiri list-
greinar eins og bókmenntir og leik-
hús. Það fahega við bíósal er að ein-
hverra hluta vegna verða allir jafnir um leið
og ljósin slökkna, hafa jafnan rétt til að með-
taka og túlka. Ég er sannfærður um að þó
tækninni fleygi stöðugt fram með sýndarveru-
leika og þess háttar, þá muni þessi jafningja-
hópupplifun aldrei hverfa; stundin þegar við
köstum öh af okkur grímunni. Ef myndin er
góð þá spannar hún mikinn tilfinningaskala
sem fær áhorfandann til að hlæja, gráta og
iða í sætinu.
Innileg innlifun drengjanna í hlutverk
sín hefur verið dásömuð, hvernig fannst
þér að leikstýra börnum t fyrsta skipti ?
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég leikstýri
börnum. Ég er búinn að gera það í mörg ár í
sjónvarpsauglýsingum. Þar er hent í mann
fólki, börnum og fullorðnum og á tveimur
tímum á maður að skapa tilfinningu. Ég var
því ekkert hræddur við leikstýra börnum
heldur miklu frekar að takast á við það mikla
batterí að leikstýra kvikmynd. Drengirnir
fengu líka mjög góðan undirbúning. Þegar
búið var að velja þá þurfti ég náttúrulega að
kynnast þeim og byggja upp traust okkar á
milli. Við eyddum miklum tíma saman, fór-
um í bíltúr niður á tjörn, fengum okkur ís og
spjölluðum um daginn og veginn. Ég lét þá
skrifa ritgerð um persónurnar sem þeir áttu
að leika og við ræddum þær svo fram og til-
baka. Þetta var 2ja mánaða stanslaus þjálfun
hjá þeim og þeir lærðu að detta, kýla hvorn
annan og svo var auðvitað mikill h'mi lagður í
það að kenna þeim að skylmast. Það þurfti
að leyfa strákunum að hamast hvor á öðrum
og læra að treysta hvor öðrum. Illuti af
þjálfuninni var fólginn í að impróvisera og
þar kom Sigríður Hannesdóttir inn í mynd-
ina, en hún sá um leikþjálfun drengjanna.
Það voru spunaæfingar og framsögn, auk
þess sem ég æfði sérstaklega með þeim valin
atriði úr handritinu. Ég lagði miklar áherslur
á textaæfingar; að þeir kynnu textann aftur á
bak og áfram, svo þeir gætu einbeitt sér að
aðalatriðinu; þá tilfinningu sem átti að hggja
að baki hvers einasta orðs. Allar hreyfingar
hjá þeim voru leikstýrðar, og það voru ótrú-
lega miklar kröfúr sem ég gerði til þeirra, en
þeir námu þetta allt auðveldlega þar sem
texhnn var fúllæfður.
Ég sýndi þeirn að ég vann mikið og gerði
miklar kröfur til sjálfs míns og miklar kröfur
til þeirra. Það er kannski stóri galdurinn við
það að leikstýra börnum, að gera kröfur til
þeirra. Ég gerði þeim Ijóst í byrjun að söniu
reglur giltu um þá og aðra á settinu, þar sem
þeir væru bara hlekkur á stórri keðju og
værtt ekkert merkilegri en aðrir. Ég hafði
heyrt sögur þar sem börn neituðu að koma í
tökur nema fyrir kassa af kók eða fjallahjól.
Mig langaði ekki að standa með 100 milljón
króna mynd í höndunum og þurfa að múta
litlum börnum.
Hvernig fannstu drengi sem pössuðu
svo vel t hlutverkin?
Ég prófaði alls um 3-400 krakka eftir á-
bendingum frá leiklistarkennurum á höfuð-
borgarsvæðinu. Þau fengu alkunna vísu og
áttu að túlka hana á mismunandi vegu til að
athuga hver þeirra höfðu skilmng á því að að-
alatriðið var hvernig þeir fluttu vísuna. Smám
saman minnkaði hópurinn, og að lokum var
ég komin með 8 drengi sem mér leist vel á. Ég
lét þá æfa saman mMvægustu atriðin í mynd-
inni og tók þá jafnframt upp á myndband. Ég
endaði með þrjá stráka sem mér fannst passa
vel saman. Róland var alltíif vandamál, ég gat
ekki sætt mig við þá sem stóðu
mér til boða. Baldur IlrafnkeU
man þá skyndilega eftir því að
strákur liafði sent okkur spólu
frá Englandi sem við höfðum
ekki haft tíma til að horfa á.
Þegar við sáum hana þá var hann strax ráðinn,
|)ví það sem hann gerði þar var alveg frábært.
Þetta var maðurinn sem mig vantaði.
Hvaða tíma- og hlutleysi er þetta sent
einkennir myndina?
Þetta var gert til þess að búa til þennan
endurminningaheim. Ég vildi aldrei að mynd-
in gerðist í Reykjavík, hún gerist í minningu,
inni í höfði sögumanns. Ég hafði mikið pælt í
hvernig ég ætti að útfæra þetta og það sem
sannfærði mig að lokuin gerðist á frumsýn-
ingu á Bíódögum.Ég sat lýrir framan konu
sem sagði: „Roy Rogers var aldrei sýndur í
Gamla Bíói, hann var alltaf sýndur í Austur-
bæjarbíói." Þá sá ég í hendi mér að urn leið
og maður fer að endurskapa eitthvert sér-
stakt tímabil verða allir svo uppteknir við að
horfa á hvernig tókst til, að það gleymist að
horfa á söguna. Ég ákvað því að leikmyndin
og allt í kringum útlit myndarinnar yrði að
vera hlutlaust, að aðalforsendur myndarinnar
væru sagan sjálf en ekki tímabilið. Þetta er
reyndar spunnið út frá fyrstu setningu bókar-
innar: „Hverfið er eins og lítil veröld alveg
útaf fyrir sig...“ Við höfðum það að leiðarljósi
að þetta væri eins konar iníkrókosmós án
staðsetningar né séreinkenna, en þar sern þú
þekkir samt allar persónurnar því þú hefúr
þegar kynnst þeim í kringum þig. Þetta er allt
gert til þess að áhorfandinn fari ekki að rugla
sjálfan sig í því að kvikmynd er ekki raun-
veruleiki. Hún er alltaf sviðsetning á raun-
veruleika.
Hvernig gekk samstarf ykkar Sigurðar
Sverris?
Það gekk mjög vel. Reyndar var Sverrir að
vinna við Tár úr steini þegar hann hefði átt að
vera að undirbúa Benjamín Dúfu, þannig að
það lenti mikið á mér að undirbúa hina
myndrænu hlið verksins. Ég ákvað að mynda-
vélin yrði aldrei kyrr, ég vildi að hún keyrði
mjög mikið og að það væri mikill hraði til að
túlka þann gáska sem býr í drengjunum.
Einnig er mjög lítil fókusdýpt. Ilinir Ijölmörgu
statistar eru yfirleitt alltaf úr fókus, því að
milli strákanna eru það þeir sem skipta máli.
Reyndar er ég mjög frekur á að ráða
vinklum og linsum, einfiddlega vegna þess að
ég er búin að sjá þetta allt íyrir mér. í tækni-
lega erfiðum senum s.s. í brunanum, upphaf-
inu og endalokunum, var ég búinn að teikna
upp „story-boards“. Þetta finnst mér afar
mikilvægt því fyrir mér er myndavélin eins og
penni fyrir rithöfundinn; kvikmyndaleikstjór-
inn skrifar kvikmyndina með kvikmyndavél-
inni. Ég bjó ekki til ljósið en ég sagði Sverri
hvað tilfinningu ég vildi að réði ríkjum. Yfir-
4 Lana&synit