Land & synir - 01.02.1996, Qupperneq 7

Land & synir - 01.02.1996, Qupperneq 7
Yí/(y (MYW&Ul þannig að ég veit ekki hvar ég á að setja mig niður. Tryggðin liggur þó alltaf á íslandi, en þvt' miður lifi ég ekki af því að gera kvik- myndatónlist þar. Það væri alveg stórkostlegt ef það væri hægt, því ég myndi hvergi frekar vilja vera. Ég er þar sem ég er og það sem ég er út af því að ég er fæddur og upp alinn og hef stigið mín fyrstu skref á íslandi. Ég hefði líka aldrei fengið jafn fjölþætta reyslu og inn- sýn ef ég hefði verið annars staðar. SHS: Áttu einhver ráð handa öðrwn sem vilja koma sér áfiramfœri erlendis? HÖH: Það er bara að troða sér áfram. Kosturinn við að vera íslendingur er að vera frá þessu litla samfélagi, þar sem ailir geta í raun og veru gert allt, bara ef þeir leggja sig nógu inikið frarn. Við erum líka vön því að vinna mikið meir en t.d. danir, sem vinna frá 9 til 5. Fyrir mér gæti vinnutíminn þess vegna verið frá 5 síðdegis til 6 um morguninn og það gefur ákt'eðið forskot. Við gerum líka oft aðeins meira en það sem beðið er um og oft er það þetta litla meira eða stóra meira sein ináh skiptir. Það er tekið eftir þessu og borin virðing fyrir okkur íslendingum hér. MARÍANNA Maríanna Friðjónsdóttir hefur búið og starfað í Kaupmannahöfn síðan 1990. Frá upphafi hefur hún verið yfirmaður eigin framleiðslu Kanal 2, sem er stærsta stað- bundna sjónvárpsstöðin í Danmörku og stýr- ir samstarfi 13 annarra staðbundinna sjón- varpsstöðva út unt allt land. Undir stjórn Maríönnu er einnig tæknideild og útsending- ardeild stöðvarinnar. SHS: Eftir að hafia verið upptökustjóri í mörg ár, fyrst hjá Ríkissjónvarpinu og síð- ar Stöð 2, hvað varð til að þú fluttir til Danmerkur? MF: Mér var boðið þetta starf og þótti það spennandi, svo að ég ákvað bara að slá til. SHS: Hvernig sjónvarpsstöð er Kanal 2? MF: Stöðin er í eigu alþjóðlegs fyrirtækis sem heitir Scandinavi- an Broadcasting Sy- stem, sem á stöðvar í Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Portúgal, Ung- verjalandi, Hollandi og Belgíu. Allar þessar stöðvar eru reknar samkvæmt alþjóðleg- um uppskriftum, sem er allt annars konar rekstur en rnaður þekkir frá íslandi. Það er fylgst nákvæntlega með áhorfun á dag- skrána, t.d. geturn við fengið á 15 sekúndna fresti upplýsingar um breytingu á áhorfun, hverjir hafa verið að horfa og hvenær. Ákvarðanir um dagskrár- framleiðslu eru því fyrst og fremst teknar með það fyrir augum, hvað hentar okkar á- horfendahóp. Einnig er þetta nauðsynlegt verkfæri fyrir okkar auglýsendur, við seljum þeim ekki tíma, heldur áhorfendur. SHS: Ertu alveg sátt við að vinna að dagskrárgerð sem rœðst svo til eingöngu af eftirspum? MF: Já, ég er það. Mér hefur þótt afskap- lega vænt uni þennan tíma, því að ég er búin að læra svo margt. Ég tel að ég sé í augna- blikinu einhver sú manneskja íslensk, sent veit hvað mest urn hvernig sjónvarp er rekið. Það er enginn af þeim sem er heima að stjórna sjónvarpsstöð, sem hefur fengið þann skóla sem ég er búin að fara í gegnum hér. Ef þú byrjar að tala um citthvað af þessum hlutum heima núna, sem er full þörf á, þá talar þú bara eintóma grísku. Ég er búin að lifa og hrærast í einhverjum allt öðrum normum en þekkst hafa á íslandi. Það sent hefur flækst fyrir íslenskum sjón- varpsframleiðendum, er að þeir eru alltaf að framleiða svo séríslenskt efni að það er ekki hægt að selja það neitt annað. Þá er ég ekki að tala um tungumáhð, heldur efnið sjálfl og hvernig það er meðhöndlað. ísland býður upp á ótal spennandi hluti sem liægt er að gera þætti um, en á meðan að sjónarhornið er alltaf svona séríslenskt, er ekki hægt að markaðssetja efnið erlendis. Það er í raun og veru svo mikil synd hvað það er mikið af góðu efni og góðu fólki á íslandi sem er illa nýtt. En það eru auðvitað engir peningar í umferð til að framleiða sjónvarpsefhi, nema þá hjá sjónvarpsstöðvunum. Og meðan að sjónvarpsstöðvarnar vilja bara fá þetta artý fart dót á skjáinn hjá sér og vilja ekki fara í gang að framleiða eitthvað sem liægt er að selja, þá eru öll sund lokuð. SHS: Hvað finnst þér um þá tilhneig- ingu hjá íslenskum kvikmyndagerðar- mönnum að reynafyrir sér erkndis? MF: Á rneðan að það eru engir peningar fyrir hendi á íslandi og h'lil verkefni, er auðvit- að alveg eins gott að nota tt'mann sinn annars staðar. Það verður hka að framleiða einhverja vöru sem selst, því það er ekki bara endalaust hægt að fá einhverja styrki, en ekki skila pen- ingunum til baka. Það að búa til sjónvarpsefni eða kvikmyndir, ef enginn nennir að horfa á það, af hverju er maður þá að þessu? SHS: Hafa margir íslendingar sótt til þín eftir vinnu? MF: Já já, eins og fólksflóttinn er núna, þá koma næstum því aUir sem eru að hugsa sér til hreyfings í heimsókn til mín. Ég reyni auð- vitað að léiðbeina þeim, því að eftir því sem árin líða hef ég komist í samband við fleiri og fleiri, svo að ég þekki vel til í mörgum öðrum fyrirtækjum líka. Það hefur gengið mjög vel, því að þeir sem kunna vel til verka geta feng- ið vinnu alls staðar. Ég hef hka ráðið ntarga íslendinga, bæði í fastar stöður og lausa- mennsku og það hefur gengið mjög vel. Hins vegar vil ég vara fólk við því að flytja hingað án þess að vera búið að fá vinnu, því að það getur tekið langan tíma að koma sér á framfæri. SHS: Hvernig er með launin, eru þau al- mennt hœrri en á ís- landi? MF: Já, ég hekl að þau séu yfirleitt talsvert hærri. Þau fara nátt- úrulega alveg eftir því hvað maður hefur raikið að gera. Að vísu er free-Iance bransinn miklu betur í gangi hér, því að frarn- leiðslufyrirtækin og líka sjónvarpsstöðv- arnar ráða fólk mikið í einstök verkefni. Þetta gerir það að verkum að rekstrarformið er töluvert ólíkt því sem gerist t.d. hjá Ríkis- sjónvarpinu og Stöð 2 þar sent flestir eru fastráðnir. Með þessu móti getum við betur valið fólk sem hentar fyrir hvert verkefni, í stað þess að vera með stóran hóp fastráðinna sem settir eru í hvað sem er. SHS: Lendirþú þá ekki í því að fá ekki fólk til vinnu á álagstímum? MF: Jú jú, það er t.d. allt brjálað að gera núna, það eru allir bókaðir. Það er gallinn við svona rekstur. Það sein vantar mest núna eru klipparar, fólk sem kann að klippa á tölvur. SHS: Eru einhverjar líkur á því að þú takir aftur upp þráðinn á íslandi? MF: Ég veit ekkert um það. Þú veist hvern- ig þetta er á íslandi, þetta er aðallega eitthvað fy'rir strákana. Höfuiidnr er hljóðimiður, sem undanfariö befur staifað i'ió lökur d danskri híómyndí Kaupmannaböfn. Kvikmyndagerðarmönnum sem vilja koma verkum símtm að íþessum þœtti er bent á að hafa samband viðÁsgrím Sverr- isson eða Böðvar Bjarka Pétursson. DJÖFLAEYJAN. Eftir skáldsögunt Einars Kárasonar um Braggafólkið. Leikstjóri: Frið- rik Þór Friðriksson. Handrit: Friðrik Þór og Einar Kárason. Framleiðandi: íslenska kvik- myndasamsteypan. • / undirbúningi, tökur fyrirhugaðar fyrri hluta árs 1996. BLOSSI / 810551. Vegamynd um ungt par og stolið kreditkort. Leikstjóri: Júh'us Kemp. Handrit: Lars Emil Árnason, lúlítis Kemp. Framleiðandi: Vilhjálmur Ragnarsson / Kvikmyndafélag íslands, o.fl. • I undirbúningi, tökur fyrirhugaðar 1996. UNGFRÚIN GÓÐA OG HÚSIÐ. Eftir smá- sögu Halldórs Læxness um tvær systur með ólíka lífsssýn. Handrit og leikstjórn: Guðný Hafldórsdóttir. Framleiðandi: Ilalldór Þor- geirsson / Kvikmyndafélagið Umbi. • / undirbúningi, tökur fyrirhugaðar 1996. SÆTIR BANANAR.Vegantynd um leigubfl- stjóra og blinda stúlku. Handrit og leik- stjórn: Einar Þór Gunnlaugsson. Framleið- andi: Kvikmvndafélagið Umbi og Focus films U.K. • / undirbúningi, tökur fyrirhugaðar sumarið 1996. DRAUMADÍSIR. Kómedía um tvær ungar Reykjavíkurdætur sem dreymir um sama manninn. Ilandrit og leikstjórn: Ásdís Thoroddsen. Framleiðandi: Martin Schlut- er/Gjóla hf. og íslenska kvikmyndasant- steypan. • / eftirvinnslu, frumsýning áœtluð fyrri hluta árs 1996. SYSKON KÁRLEK (Systkinakærleikur). Leikstjóri: Friðrik Þór Friðriksson. Handrit: Katarina von Bredow og Friðrik Þór Frið- riksson. Framleiðandi: fslenska kvikntynda- samsteypan o.fl. • I undirbúningi. ÉG ER. Þríleikur um kristindóm í þúsund ár. Handrit og leikstjórn: Erlendur Sveins- son. Framleiðandi: Kvikmyndaverstöðin ehf. • /' undirbúningi. HEFNDARRÁD: Gottskálk Dagur Sigurðarson og María Ellingsen í „Agnes" sem frumsýnd var þann 22. desember s.l. Nánar verður fjallað um myndina í neesta blaði. ÍSLANDS ÞÚSUND ÁR. Leikin heimilda- mynd um einn dag í lífi árabátamanna. Handrit og stjórn: Erlendur Sveinsson. Framfeiðandi: Kvikmyndaverstöðin ehf. • / eftirvinnslu. MÁLARINN. Heimildarmynd um myndlist- armann, sköpun, liti og náttúru. Handrit og stjórn: Erlendur Sveinsson. Framleiðandi: Kvikmyndaverstöðin ehf. • / undirbúningi, en upptökum lokið á Hpphafi og endi. STEYPTIR DRAUMAR. Leikin heimilda- mynd um Samúel Jónsson, listamann í Sel- árdal. Stjórn: Kári Schram. Handrit: Kári Schram og Ólafúr Engilbertsson. Framleið- andi: Andrá hf. • 1 eftirvinnslu. Verklok áætluð fvrrihlula árs 1996. VIGUR (vinnuheiti). Um h'f og störf fólks í Vigur og nágrenni. JÖKUI.DALUR (vinnuheiti). Unt mann- og dýrah'f t'Jökuldal og nágrenni. SÚÐAVÍK (vinnuheiti). Um afleiðingar nátt- úruhamfaranná og uppbyggingu á staðnum. Stjórn og handrit þessara verkefna: Steinþór Birgisson. Framfeiðandi: Víðsýn / Sjónvarp- ið. • Tökur standa yfir. Verklok áœtluð á vormánuðum 1996. MAÐUR, FUGL OG VATN (vinnuheiti). Unt lífið og tilveruna við Þingvallavatn. Stjórn: Valdimar Leifsson. Handrit: Einar Örn Stef- ánsson. Framleiðandi: Lífsmynd / Sjónvarp- ið. • Tökur standa yfir'. Verklok ácetluð haustið 1996. GLÍMA. Leikin heimildamynd unt gh'muna. Handrit og stjórn: Böðvar Bjarki Pétursson. Framleiðandi: Þorsteinn Bachmann og Böðvar Bjarki Pétursson. • / eftirvinnslu. Áœtluð verklok í desem- ber. BJÖRGUNIN. Leikin barnantynd, framlag íslands í samvinnuverkefni EBU-stöðvanna. Leikstjórn: Sigurbjörn Aðalsteinsson. Hand- rit: Bergljót Arnalds og Sigurbjörn Aðal- steinsson. Framleiðandi: Sjónvarpið. • Myndin er á lokastigi eftirvinnslu. HREIÐAR HEIMSKI. Hreyfimynd. Stjórn: Sigurður Örn Brynjólfsson. Framleiðandi: Siggi Anima Studio, Tallin Eistlandi. • Myndin erá lokastigi vinnslu í Tallin. MARÍANNA: „Það sem hefurflœkst fyrir íslenskum sjón- varpsframleiðendum, er að þeir eru alltaf að framleiða svo sérís- lenskt efni að það er ekki hœgt að selja það neitt annað“.

x

Land & synir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.