Land & synir - 01.08.1996, Síða 5

Land & synir - 01.08.1996, Síða 5
þess að persóna hans er svo mikilvægur hluti. Hann kannar lítt troðnar slóðir og setur fólk og aðstæður í mjög svo persónulegt samhengi. Niðurstaða Heimildarmynd uppfyllir eftirfarandi skil- yrði: Hún notar aðallega efni úr raunveruleik- anum. Hún hefur ákveðna byggingu og höf- undareinkenni. Hún segir frá baráttu persónu og rökstyður skoðun. Heimildarmyndin á í s I a n d i í d a g Elítan Það hringdi í mig maður. Hann vildi fá að vita hvað kostaði að gera heimildarmynd - það er að segja takan og khppingin. Ég skyldi ekki hafa áhyggjur af efninu, því hann væri með “elttuna”. Ég skildi hann ekki fyrst. En svo rann upp fyrir mér ljós. Hann hafði fylgst mjög vel með sjónvarpi og séð hvernig á að gera heimildarmynd. Máhð var að taka viðtöl við nokkra einstaklinga, sem málið varðaði, og stinga inn í það myndum af götuhomum, sem auðvitað þurfti ekkert að taka sérstaklega fyrir þessa mynd. Þau voru til. Málið var að filma viðtöfin og henda þessu saman. Hann var með eh'tuna, hópinn, sem málið varðaði. Þar með var handritið og allt saman komið. Fréttir versus heimildamyndir Fréttir eru skemmtiefni kvöldverðarborðs- ins á heimilunum. Engin önnur skýring geUtr verið á því, að tvær sjónvarpsstöðvar í harðri samkeppni skuli sýna sömu erlendu fréttir með hálftíma millibili. CNN sýnir nýjar frétUr allan daginn alla daga. Áhorfandandum finnst hann vera á staðnum. Hann þarf ekki að láta segja sér neitt meira um raunveruleikann. Fréttirnar hafa þannig slökkt þorstann í heim- ildarmyndir. Hraðsuða sjónvarps Meirihlutinn af efninu, sem sjónvarpið sýn- ir og tengist veruleikanum eru afsprengi heim- ildamyndarinnar, þó sjónvarpið velji því oft annað nafn. í vetrardagsrká RUV var þátturinn Dagsljós fullur af efni af þessu tagi. Sumt var heimildarmyndir, eða að minnsta kosti efni í heimildarmyndir. Efnið var sent út frá draum- kenndu stúíósviði, þar sem huggulegir gest- gjafar fygdu því úr Uaði. Þannig var það sett í rétt samhengi, afsakað eða lyft á stall eftir at- vikum. Hvern einstakan kafla þurfti því ekki að fullvinna. líkt og honum væri ekki treystandi til að standa sjáifstætt. Innanum voru þó ágætar myndir. Byrjun sjónvarps Þegar RUV hóf starfsemi 1966 var ekkert reynt að nýta þá reynslu sem komin var í land- inu af gerð heimildarmynda. Ráðnir voru biaðamenn tii dagskrárgerðar og aðallega sím- og rafeindavirkjar til vinnu við upptöku. Þar er kannski skýringin á orðinu tæknimenn um aha aðra en stjómendur. Kvikmyndagerð- armenn komu lítið eða ekkert nærri fyrstu skrefum sjónvarps hér á landi. Sjónvarpið varð reyndar ágætur sandkassi og skóli, þar sem menn iærðu fyrsUi handtökin við töku og klippingu. En stjórn dagskrárefnis (þar með talinna heimildarmynda) var í höndum blaða- manna. í upphafi var notuð filma og sem betur fer var upptakan og kiippingin í filmuvinnu til- tölulega einföld rútína. Máhð var að snúa lins- unni í rétta átt og kveikja og slökkva. Og khpping var að khppa í sundur og tengja sam- an. Það var svo augljóst að stjórnandinn varð að hugsa. T.d. ákveða fyrirfram af hverju myndin átti að vera og hvernig hægt væri að setja myndskeiðin saman. Með þeirri tækni hefði þetta líklega endað með því að blaða- mönnunum og “tæknimönnunum” tækist að EINUSINNIVORU HEIMIWARMYNDIR: "Aðalpersóna beimildamynilar getur verið maður eða dýr, bópnr eða jafnvel þjóð. En það er einhver mannleg tilfinningavera, sem á- horfandinn gelur líkað við eða hatað”. - Brot tír heimildarmynd Þorsteins Jónssonar BÓNDI (1974). sjóða saman boðlegar myndir. Reyndar varð svolítil afturför, þegar notkun á hljóðlausum tökuvélum og samfelldri hljóðupptöku varð almenn. Þá hófst mikið blómaskeið viðtala með tilheyrandi fátækt myndar og hijóðs. Vídeó Önnur og verri sorgarsagan hefst með myndbandinu. En með því kom upp sú hug- mynd, að hver sem er gæti notað þessa nýju tækni með frábærum árangri. Tökuvélin gerði ailt sjálf og því gat hver sem er tekið myndina. Hljóðið fylgdi með svo hljóðmaður var ónauð- synlegur, hvað þá hljóðhugsun. f myndverinu var svo hægt að fikta í ótal tökkum og breyta upphaflegu myndinni í hvaða afskræmingu sem var og í stað þess að khppa. Aht var hægt að laga í vinnshmni. Takkamenn og hrærimeistarar Stór hluti af framleiðslu sjónvarpstöðvanna á undanförnum árum hefur því miður verið í skugga þessarar dýrkunar á fúski. Áhuga- mönnum hefur verið boðið að gera heimildar- myndir án þess að kunna það. Úrvinnslan verður eins konar leikur með öhum hugsan- Iegum effektum og takkafylliríi og á að koma í staðinn fyrir undirbúning og raunverulega myndsköpun. Þannig hefur maður kannski fengið heilu dagskrárliðina í formi effekta- safns. Kvikmyndatakan Listgreinin kvikmyndataka breytist ekki þó linsurnar séu breiðari. Með víðri mynd sem bjagar og gerir viðfangsefnið yfirþyrmandi koma ekki meiri áhrif. Það verður aíkáralegt og missir marks strax í annað skipti. Því meiri tiifærmgar tökumannsins, því minni hæfileik- ar og því minni tilfinning fyrir efninu. Síðasta uppfinningin í RUV er t.d. að halla vélinni, sem er gott og gilt í einstaka tilvikum, en gerir áhorfandann bara taugaveiklaðan, þegar það gengur yfir heilu dagskrámar ahan veturinn. Þegar menn eru hahir undir tískur í mynda- töku bendir það til vantrúar á viðfangsefninu. Og það er kannski einmitt eitt af verstu ókost- unum við framleiðslu heimildarefnis í sjón- varpsstöð, að ekkert er tahð nógu merkilegt til að mynda það, nema stjömur - hvort sem það eru stjörnur heimsfréttanna eða heimatilbún- ar. Klipping Khpping er eftir sem áður listin að tengja saman og búa tif nýja merkingu eins og Eisen- stein skrifaði um forðum. Skapa rytma og rennsli. Skapa uppteknu efni besta umgerð. Maður lagar ekki vonda klippingu með blönd- un eða effektum. Hún er jafnvond, þó reynt sé að fela hana. Getuleysið verður bara meira á- berandi. Vald hins skrifaða orðs Hin lúiðin á heimildarmyndagerð í dag er arfur lélegrar blaðamennsku. Myndirnar þekkjast oft af textanum: “Sagt hefur verið...”, “oft er talað um að...”, “margir segja að oft hafi verið..." Blaðamaðurinn reynir að endur- segja almannaróm og klippir tilviljanakennt myndefni (götuhorn) inn í prenttextann. Hending ræður hvort mynd fylgir texta og á- hrifin geta orðið kjánaleg - t.d. verið að tala um forsetann og mynd af hundi. Fjölmiðlun Orðið “fjöT’miðiun hefur haft sín áhrif á heimildamyndina. Starfsmaður í fjölmiðlun þarf að vita h'tið um margt. Vera heima á öh- um sviðum. Ráða við marga miðla. Hann á að vera jafnvígur á penna og myndavél. Tækja- framleiðendur gera sitt til að sannfæra fólk um að myndavéhn sé ekki erfiðari en penni. Auðvitað er hún það ekki. En það er ekki nóg að kunna á takkana. Að kunna á lyklaborðið Framhald á nœstu síðu Lanö&syrar 5

x

Land & synir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.