Land & synir - 01.08.1996, Blaðsíða 6
er ekki nóg til að geta skrifað. Fjölmiðla-
heimurinn fæst við fólk sem er í sviðsljósinu.
Flest af þessu fólki hefur lagt mikið á sig til
að ná fullkomnun í sínu fagi. Fjölmiðlaheim-
urinn er fullur af fólki, sem hefur það helst
til að bera að vera einhverskonar hitamælar á
frægð og persónuleika annarra. En gleymir
að fulkomna sig í sínu eigin fagi. Þegar talað
er um heimildarmynd, dettur þessu fólki
helst í hug að iáta tökulið elta fræga stjörnu.
Born twice
Ég hafði verið að bíða eftir einhverju bita-
stæðu heimildarefni í dagskrá sjónvarps um
nokkurt skeið, þegar þáttur í þáttaröðinni
Horizon var sýndur í RÚV, “'Bom Bvice”. Tvær
mæður sögðu frá reynslu sinni af fósturaðgerð,
þar sem annað fóstrið lifði, hitt dó. Læknar af
ýmsu tagi, t.d. úr rannsóknum, stofiiunum og
lýtalækningum, komu fram með sín viðhorf,
Og það var meira að segja dregin fram kven-
maður sem óttaðist að konan yrði óþörf.
Dæmigert efni sem venjuleg sjónvarpsstöð
hefði gert að flatneskju. í þessum þætti var að-
ferðum heimildarmyndarinnar beitt á einkar
fagmannlegan hátt. Þátturinn var samsettur úr
nokkrum heimildarmyndabútum, hver með
sinni aðalpersónu. Hver persóna var fuhtrúi
fyrir sitt sjónarmið og um leið þjónaði hver
persóna sem kafli í þessum samsetta þætti.
Þarna var
heimildar-
þátturinn
orðinn að
sérstakri
listgrein, því
hver myndþáttur var í
sterku sambandi
(kontrapunkti) við hina þænina Viðtölin voru
hluti af ævisögu hverrar persónu, full af tilflnn-
ingu og upplýsinum. Þau spegluðu viðhorf
þeirra, vanda og markmið um leið og þau
komu áleiðis nauðsynlegum staðreyndum. Með
þessum myndbrotum (heimildarmyndum)
dregin upp ný sýn af heiminum, sem er
framundan, þar sem togast á grundvallarspum-
ingar í vísindasiðlræði. Hvað gerist þegar hægt
verður að framleiða menn eins og hverja aðra
vöru? Þessi mynd yrði seint boðin fram á kvik-
myndahátíðum sem framúrskarandi heimildar-
mynd eða homsteinn í þróun kvikmyndalislar,
en hún er glæsilegt dæmi um það, hvað hægt
er að gera, þegar vönduð blaðamennska sjón-
varps mætir frásagnarlist heimildarmyndagerð-
armanna (hvflíkt orð).
Framboð sjónvarpsstöðvanna
Meirihlutinn af íslensku efrii sjónvarpsstöðv-
anna er tekið upp í ratmvemleikanum og er því
skilt heimildarmyndinni. Sama er að segja um
margt af því
efni sem
sjónvarps-
stöðvarnar
“kaupa" og
sýna í áróð-
ursskyni fyrir félög og
stofnanir. En gæðin á
þessu efni em svo fátækleg að maður veigrar
sér við að nota orðið heimfldannvtnd um afúrð-
ina.
íhaldsemi eða hrærigrautur
Nú eru nýjir tímar sem kalla á nýjar að-
ferðir. En aðferðir sem byggja ekki á því
besta úr fortíðinni eru til lítils. Þegar ég var
að byrja fannst manni eldri kynslóðin þjást
af íhaldsemi. Það mátti ekki klippa á hreyf-
ingu. Það mátti ekki blanda saman ólíku
efni. Heildarstíll og snurðulaust rennsli var
aðalatriði. Nú er í tísku að kbppa hvar sem
mönnum dettur í hug. Blanda öllu saman í
einn hrærigraut. Þessi mghngur á lítið skylt
við kvikmyndalist. Þá er hst að setja allt sem
maður finnur í einn pott og hræra í. Nú
heita heimildarmyndir gjarnan ekki því
nafiti, heldur þættir, dagskrár, samantektir,
efni, dagskrárliðir. Þannig má líka komast
hjá því að áhorfendur geri kröfur. Þetta er
bara efni.
Heimildamyndin
sem fulltrúi vandvirkni
Stemningin nú er yfirborðinu í hag. Það er
ekki fínt að kafa ofan í hlutina, rannsaka,
mynda sér rökstudda skoðun, skapa rétta
stemningu, heild, samræmi. Síðustu árin hef-
ur þótt meira varið í að vera kaldur, harður,
ófyrirleitinn, Ðeyta kerlingar á yfirborðinu,
daðra við hugmyndir, komast létt frá verkefn-
um. Viss tegund af fúski, sem enginn tekur
eftir. Yflrflæðið er svo mikið að menn týnast í
ringulreiðinni. Upplýsingar flóa út úr öllum
gáttum og enginn tími til að vanda sig í leit-
inni að samileikanum. Enda engin ástæða til
eftir að búið er að breyta sjónvarpsdag-
skránni úr sjálfstæðri menningarafurð í aug-
lýsingapláss. Að láta efnið njóta sín hefur
glatast. Að leita að hinum rétta tóni hefur
týnst. Að finna samræmi er hallærislegt.
Gamla hugsjónin um heimildarmyndina er
fulltrúi vandvirkni, sem nú um skeið hefur
ekki verið í u'sku. Að minnsta kosh ekki í fjöl-
miðlun. En eins og um alla strauma í samfé-
laginu verða yfirflæði og óðagot lítils metin
þegar þeirra tími er liðinn. Þá kemur kannski
tími heimiidarmyndarinnar aftur. Hver veit?
Höfundur útskrifaðist 1971 sem stjómandi
tximildarmyndafrá Kvikmyndaskólanum í
Prag.
ospio
Framhald
Nokkrar athugasemdir
um skýrslu starfshóps um
endurskoöun á útvarps-
lögum
í síðasta tölublaði lands og sona birtist
grein Böðvar Bjarka um skýrslu starfshóps um
endurskoðun á útvarpslögum (frá apríl
1996). Einnig hafa birst í dagblöðum viða-
miklar ályktanir frá a.m.k. tveimur kvik-
myndafélögum þar sem farið er lofsamlegum
orðum um skýrslu þessa. Ég var því búin að
koma mér upp miklum vænhngum þegar ég
loks settist niður við lesturinn.
MENNINGARLEG SJÓNARMIÐ
IFYRIRRUMI?
Væntingarnar minnkuðu ekki þegar ég
blaðaði í fljótheitum í gegnum skýrsluna og sá
hversu margorðir skýrsluhöfundar eru um
innlenda dagskrárgerð. Þeir benda á að ljós-
vakamiðlar hafa mikilvægu hlutverki að gegna
við mótun og varðveislu íslenskrar menningar.
Þessvegna sé nauðsynlegt að mæta auknu
framboði á erlendum sjónvarpsrásum með því
að gera veg innlends efnis meiri. Minnt er á að
sérstaða RÚV felst í því að bjóða upp á vandað
innlent efni, bæði eigin framleiðslu og ann-
arra. En þess skuli einnig minnst að einka-
stöðvarnar geta gegnt menningarhlutverki, séu
þeim búin rétt skilyrði.
Þetta eru sjónarmið sem allir geta örugg-
lega tekið undir. En þegar grannt er skoðað
þá eru þetta bara sjónarmið. Það er ekki verið
að benda á neinar áþreifanlegar leiðir til að
efla framleiðsluna og auka framboð á inn-
lendu sjónvarpsefni í þessari skýrslu. Þrátt fyr-
ir fúllyrðingar í þá átt.
UM AÐ RETTA AF HALLANN
A MARKAÐINUM
Boðskapur starfshópsins er einfaldur og
hann er í stuttu máli sá að það þurfi að lag-
færa, eða leiðrétta, rekstrarskilyrði innlendra
sjónvarpsstöðva, aðallega með því að jafna að-
stöðumun einkarekinna og ríkisrekinna
stöðva. Þegar afkoma einkarekinna stöðva
batnar hafa þær loks efni á því að framleiða
dagskrárefni - sem er forsendan fyrir því að
þær geri það. Jafnframt telur starfshópurinn
að hið opinbera ætti ekki að beita lagaþving-
unum UI að fá stöðvarnar Ul að framleiða og
sýna innlent efni, heldur hvatningu. Til dæmis
með því að veita sérstök „menningarverðlaun
ljósvakamiðla" til stöðva sem framleiða eða
sýna vandað innlent efni.
HINN PENINGALEGIRAUNVERULEIKI
Mér er mjög til efs að sjálfstæðir framleið-
endur taki undir þessa skoðun, svo sem að
verðlaunaveitingar muni skipta sköpun þegar
kemur að því að auka framleiðslu sjónvarps-
efnis á íslandi.
Frá sjónarhóli framleiðenda er kjarni máls-
ins sá að íslensku sjónvarpsstöðvunum býðst
nóg af erlendu efni sem er búið að borga sig
upp á öðrum mörkuðum. Það er algengt að
stöðvarnar greiði þetta 1.000 krónur fyrir
mínútuna af erlendu efni. En framleiðslu-
kostnaður innlends efnis er á bilinu 75.000 U1
500.000 mínútan. Hið raunverulega vandamál
er smæð íslands, smæð markaðarins, smæð
málsvæðisins. Og aðstöðumunurinn sem vert
er að hafa áhyggjur af er aðstöðumunur inn-
lendra og erlendra framleiðenda. Ekki að-
stöðumunur einkarekinna og ríkisrekinna
sjónvarps-stöðva.
KAKAN ER ALLTAF JAFNSTÓR
Eftir því sem sjónvarpsstöðvum fjölgar
minnkar fjárhagslegt svigrúm þeirra. Afleið-
ingin er sú að hlutfall erlends efnis hækkar. Á
þetta benda skýrsluhöfúndar í inngangi, rétti-
lega.
Stjórnvöld geta ekki bætt afkomu sjón-
varpsstöðva. En stjórnvöld geta minnkað tekj-
ur RÚV til þess að einkareknar stöðvar geti
aukið sínar. Það er þetta sem skýrsluhöfundar
eru að fara fram á. Þeir eru einfaldlega að tala
um að skipta kökunni öðruvísi.
Slíkar tilfæringar hafa eflaust ýmislegt sér
til ágætis en þær stuðla alls ekki að því að efla
framleiðslu á vönduðu innlendu sjónvarpsefni
og auka hlut þess í dagskránni. En þetta er
það sem skýrsluhöfundar halda sífelldlega
fram (eða réttara sagt ýja að), rétt eins og eitt-
hvað verði satt bara með því að endurtaka það
nógu oft.
HLUTVERK FRAMLEIÐENDA
Það hefði verið athygflsvert ef skýrsluhöf-
undum hefði dottið í hug að það mætti ef til
vill stækka kökuna flka.
Aðrar Evrópuþjóðir hafa brugðist við
hækkandi hlutfalli erlends efnis í sjónvarpi
með því að styrkja stöðu sjálfstæðra framleið-
enda með ráðum og dáð, því það er leiðin til
að stækka kökuna. Sjálfstæðir framleiðendur
eru reiðubúnir til að fara yflr landamæri til að
afla fjármagns til innlendrar
framleiðslu. Það er fyrirhöfn
sem sjónvarpsstöðvar hafa
aldrei talið þess virði að
leggja á sig. Hvorki einka-
reknar né ríkisreknar.
Media nýsköpunaráætl-
unin var sett á stofn í því
augnamiði að efla og auka
sjálfstæði framleiðenda. fs-
land hefttr verið aðifl í fjögur
ár. Er nú ekki kominn tími
til að íslensk stjórnvöld taki
upp þessa stefnu í reynd og
fari að styrkja sjálfstæða
framleiðendur rneð mark-
vissum hætti?
OKKAR MAÐUR
Tómas Ingi Olrich alþing-
ismaður er sá eini í starfs-
hópnum sem vill almennilega kannast við það
að ríkið þurfi að styrkja gerð innlends sjón-
varpsefnis. í séráliti sínu ítrekar hann að það
sé nauðsynlegt að stofna dagskrárgerðarsjóð.
Böðvar Bjarki kallar Tómas „okkar mann“,
sem er vissulega rétt. Tómas á heiður skiflð
fyrir að halda nafni dagskrárgerðarsjóðs á
lofti.
En ég held að hlutverk stjórnmálamanna sé
fyrst og fremst að útvega dagskrárgerðarsjóði
tekjustofn og marka honurn skýrt hlutverk.
Það ætti að fela fagmönnum að móta lögin um
sjóðinn og starfsrammann. Með fagmönnum á
ég við sjálfstæða framleiðendur og forsvars-
menn dagskrárframleiðsludeilda sjónvarps-
stöðvanna. Það eru þessir menn sem hafa inn-
sýn í framleiðsluumhverfið og vita hvernig
svona sjóður á að fúnkera innan þess.
„Menningarsjóðsmódelið" tilheyrir öðru
tímabili íslandssögunnar og er löngu orðið
úrelt. Menningarsjóður útvarpsstöðva var rek-
inn eins og sjálfstæð stofnun, sjálfstæður
handhafi dagskrárvalds. Hann gerði fltið ann-
að en að rekast í hornin á þeim sem eiga
hagsmuna að gæta, framleiðendum og sjón-
varpsstöðvum.
Nú er runnið upp nýtt skeið. Hlutverk dag-
skrárgerðarsjóðs yrði að greiða fyrir sam-
framleiðslu, eða réttara sagt samfjármögnun,
og vera þannig virkur í að auka framleiðslu
vandaðs efnis. En til þess að svo megi verða
þurfa hagsmunaaðilar að byrja á því að gera
með sér samkomulag um leikreglumar. Ekki
talast við í gegnum stjórn-
málamenn, embættismenn
og Iögfræðinga.
ENN UMTÓMAS
Að lokum vil ég vekja at-
hygli á nýrri hugmynd sem
Tómas Ingi kemur með í
sínu séráliti. Hún er sú að
dagskrárgerðarsjóður hafi
tvöfaldan tekjustofn, að
stöðvarnar greiði gjald í
sjóðinn og að ríkissjóður
leggi Uka eitthvað til hans.
Sjálfri finnst mér sjálf-
sagt að sjónvarpsstöðvamar
(sem allar hafa tekjur sínar
aðallega af því að dreifa er-
lendu efni) leggi nokkuð af
mörkum í nýsköpunarsjóð
sem á að efla innlenda fram-
leiðslu. En það er alveg nauðsynlegt að tryggja
að hver stöð eigi tiltölulega auðvelt með að fá
að minnsta kosti jafn mikið úr sjóðnum og
hún leggur til hans. Þetta er frumskilyrði ef
sjóðurinn á að vera starfhæfur. Þess vegna er
nauðsynlegt ríkið leggi eitthvað til hans flka,
t.d. 60-70% af samanlögðu framlagi stöðvanna
ár hvert.
Ég nefni þetta alveg sérstaklega vegna þess
að mér hefur ekki fundist hugmyndir síðustu
útvarpslaganefndar bera þess vott að menn
hafi lært mikið af reynslunni af Menningar-
sjóði útvarpsstöðva. En þessi tillaga Tómasar
er mjög góð, bæði praktísk og raunsæ. Það
var þá ekki alveg til einskis að lesa þessa
skýrslu.
EFTIR ÖNNUTH.
RÖGNVALDSDÓTTUR
6 Land&syra/-