Land & synir - 01.05.1998, Side 9

Land & synir - 01.05.1998, Side 9
ALLT LEYFILEGT: „Það eru engarfomiúlur til í tilraunamyndum, engar "platónskar frummyndir" um það hvemig kvikmynd eigi að vera" segir ÞorvarðurÁrnason meðal annars. Myndramminn er tír verki Len Lye, Free Radicals, frá árinu 1957. fólki kleift að reyna á allan mögulegan og ómögulegan hátt á þanþol miðilsins áður en það ákvæði hvar í flokki það ætlaði sér að endingu að setjast. SBH: íritgerðþinni "Augans snarpa hugsun" (TMM 1995:4) heldur þú því fram að heimildarmynda- gerðarmenn og þeir sem geri sögumyndir (bíó- myndir) reyni að öllu jöfnu að "halda hinum "sýnilega" þœtti myndavélarinnar í algjöru lágmarki, annars gcetu áhorfendur farið út af "sögusporinu" - misst þráðinn og/eða glatað "innlifun" sinni í verkið." Þessi lýsing minnir á endursögn kvikmynda- frœðingsins Dudley Andreuis (Concepts in film theory) á kenningum mamfrœðingsins Levi-Strauss um frásagnarlist oggoðsagnir, en Levi-Strauss heldur því fram að í endursögn goðsögunnar sé áherslan ekki á þann sem segir söguna heldur á karaktera og uppákomur í sögunni. Hvaða þýðingu telur þú að þessi vöntun á hinutn "sýnilega þœtti myndavélar- innar" í heimildamyndum hafi fyrir heimildar- myndagerð? ÞÁ: Mér eru nú ekki alveg Ijós skilin á milli "sögu" og "goðsögu", nema ef vera skyldi að sú síðari hefði lengri h'ftíma og meiri álirif. Og kannski meiri tilhneiginu til að sveipa um sig skikkju sannleikans - það er að villa á sér heimildir - þykjast vera annað en saga. Það kann hins vegar vel að vera rétt að sá sem reiðir fram goðsögu geri það á annan hátt en ef um "hreinan" skáldskap væri að ræða. Og þar komum við meðal annars að þeim mun sem jafnan er dreginn á milli sögumyndar og heimildarmyndar - sú fyrri fæst við tilbúinn, skáldaðan veruleika en hin síðari við lýsingu á einhverjum fyrirbærum eða atburðum í raunveruleikanum. Þessi mörk virðast við fyrstu sýn afar skýr og afgerandi en þegar nánar er gáð kemur þó annað í ljós. Miðilinn sjáffur - kvikmyndahstinn og allt sem henni tilheyrir - er þannig nánast ósýnilegur í báðum tilfellum. Þeir sem ætia að segja sögur vilja ekki að miðillinn trufli frásögnina - en hér verð ég að skjóta því að, að þessi meintu "truflunaráhrif" eru í sjálfu sér hálfgerð goðsaga. Þeir sem á hinn bóginn ætla að lýsa "lífinu og sannleikanum" vilja heldur ekki láta miðilinn trufla, ekki þó fyrst og fremst til að fyrirbyggja truflun á söguflæðinu sem slíku, heldur til að forðast það að áhorfandinn átti sig á þeim sögulestri sem í heimildarmyndinni á sér óhjákvæmilega stað. Vitund um miðil kallar á vitund um miðlun - þ.e.a.s. að heimildarmyndin sé ekki hlutlaus, náttúrleg lýsing á raunverulegum staðreyndum - heldur veruleikinn khpptur og myndskorinn eftir höfði þess sern á véhnni heldur. Hér sjáum við aðra "kvikmyndamýtu" á ferðinnni - að sannleiksgildi heimildarmyndar ráðist af því að áhorfandinn sé ómeðvitaður um frásagnar- eða túlkunarþáttinn í myndinni. Þessi skoðun er auðvitað gjörsamlega út í hött! SBH: Telur þú að þessi "tök sögusporsins" á kvikmyndagerðarmönnum sé til þess að hefta tilraunir með kvikmyndina og þar með gerð á tilraunarkvikmyndum? Ef svo er, telur þú að við eigum einhver meðöl til við að slíta þessa jjötra? ÞÁ: Tilraunamyndir eiga það flestar (en alls ekki allar) sameiginlegt að setja hinn sjónræna þátt kvikmyndarinnar í öndvegi en skeyta minna um texta eða söguþáttinn sem slíkan. Hugsunin hér er sú að kvikmyndin sé í eðli sínu fyrst og fremst sjónrænn rniðill og því sé það "fyrsta skylda" hennar að hlúa að því sem að auganu snýr. Sumir, t.a.m. Stan Brakhage, ganga lengra og vilja Iíta á kvikmyndina sem einskonar "holdgervingu sjónarinnar" en þar af leiðandi verður kvikmyndagerð viss rannsókn á því hvað augað getur séð og það að sjá sem mest verður höfuðatriði. Önnur hugsun og nátengd þeirri fyrri er að beina sjónurn einkunt að miðlinum sem slíkum - hvað honum sé eiginlegt, hvað geri kvikmynd að kvikmynd - og í því sambandi hafa jnenn t.a.m. vilja forðast allt "laumuspil" með tæknina. Ákveðin tegund af tækni er kvikmyndinni eiginleg og sú tækni á þar af leiðandi að vera sýnileg eða jafnvel sett undir smásjá (gagn)rýnandans. Áherslan á söguna hefur á sér tvær hliðar sem hvor um sig er í vissri andstöðu við þá sjónrænu/sjálfhverfu eða "reflexífu" hugsun sem áður var nefnd. Annars vegar höfum við "söguna" sem ákveðinn texta eða tiltekið flæði leiks og atburðarásar í sögumynd. í daglegu tali virðist rnér þetta vera það sem menn eiga við þegar þeir tala um "handritið" sem alltaf er svo brýn þörf á að laga. Hættan hér er sú að áherslan á þennan þátt beri hið sjónræna ofurliði - að hinn sjónræni þáttur fái ekki notið sín sem skyldi vegna þess að hann "trufli" söguna sem verið er að segja með leik, látbragði og orðum. Hins vegar höfum við "söguna" sem sjálfan flutning tiltekinnar frásagnar - hér skiptir ekki meginmál hvað er sagt eða gert heldur einfaldlega sá "gjörningur" að með þessu er verið að segja mönnum einhverja sögu. Ef þessi hhð sögunnar er með öllu "fahn" sjónum, eins og venja er, þá skapast ákveðin hætta á blekkingu sem t.a.m. setur sanngildi heimildarmyndarinnar í töluvert uppnám. Sjálfur tilverugrundvöllur heimildarmyndar byggist á því að birta mönnum "sannleika" af vissum toga en hvemig er hægt að telja frásögn trúverðuga ef hún neitar því að hún sé í eðli sínu saga? Nú, þú spyrð mig um meðöl ems og ég sé eitthvert kvikmynda- fræðilegt apótek! Ég held að það sé útilokað að gefa einhverjar forskriftir, hvað þá resept, uppá slíkt - og það væri raunar í andstöðu við aðrar skoðanir mínar sem hér hafi verið tíundaðar. En ef við tölum á mjög almennum nótum, þá mættu menn að mínu viti hætta að einblína á "handritið" sem einhvern Akkilesarhæl en vera þess í stað heldur uppfinningasamari og djarfari í sjónrænum efnum. Það kann vel að vera að v.ið íslendingar séum "söguþjóð" en frásagnargleðin getur ein og sér aldrei skapað fullburða kvikmynd. Ofangreint gildir bæði um sögu- og heimildarmyndir en þeir sem fást við þær síðarnefndu mættu gjarnan "líta meira í eigin barm" varðandi þann margvíslega sannleika sem heimildarmyndin verður - ekki síst sjálfs síns vegna - að gera trúverðug skil. Leikarar og starfslið Myrkrahöfðingjans LEIKARAR: Sérajón: Hilmir Snær Guðnason Þórkatla: Guðrún Kristín Magnúsdóttir Snorri: Gunnar Jónsson Þórmundur: Sveinn M. Eiðsson Þuríður: Sara Dögg Ásgeirsdóttir Sveinn: Atli Rafn Sigurðarson Páll eldri: Jón Sigurbjörnsson Páll yngri: Jón Trj'ggvason Guðmunda: Marta Hauksdóttir Magnús: Hallgrímur Helgason Christina: Alexandra Rapaport Gamli biskup: Höskuldur Skagfjörð Leikarar i upþhafi og enda: Sérajón eldri: Benedikt Árnason Brynjólfur Biskup: Kjartan Gunnarsson Ungurpresturl: Emil G. Guðmundsson. Ungurpr. 2: Þröstur Leó Gunnarsson Varðmenn með sýslumanni: l.varðmað/skrifari: Guðmundur Bogason 2. varðmaður: Kristján Jónsson 3. varðmaður: Jens Pétur Högnason Vinnufólk á bœ Sérajóns: 1. vinnukona: Svanhvít Magnúsdóttir Dóttir 1. vinnukonu: Lilja Valgerður 2. vinnukona: Þórey Aðalstcinsdóttir 1 vinnumaður: Ámi Salomonsson 2 vinnum: Ómar Bragi Walderhaug 3. vinnumaður: Gunnar Arnason Prestlcerlingar í upphafi og enda: Ungur Pr. 3: Sigurður Ólafsson Ungur pr. 4: Þorgeir Tryggvason Skólasveinar að útskrifast: Óttar Proppc FinnurÞór Vilhjálmsson Stefán Hörður Biard Vésteinn Valgarðsson STARFSLIÐ: Leikstjóri: Hrafn Gunnlaugsson. Framleiðandi: Ari Kristinsson fyrir íslensku kvikmyndasamsteyijuna.. Aðstoðarleikstjóri: Sigrún Sól. Fram- kvæmdastjóri: Hrönn Kristinsdóttir. Tökustaðastjóri: Kristinn Arason. Kvikmyndataka: Ari Kristinsson. Focus puller: Hálfdán Theodórsson. Clapper/loader: Júlía Katrínardóttir. Skrifta: Bryndís Jónsdóttir. Ljósameistari: Örn Marinó Arnarson. Best boy: Krist- ófer Dignus Pétursson. Gripill: Ólafur Jónasson. Aðst.ljósamaður: Ingvar Stefánsson. \ Leikmyndahönnuður: Árni Páll Jóhannson. Leikmunavörður: Þórir Theódórsson. Leikmunasmíði: Þór Vigfússon. Aðst.v.leikmunasmíði: Þorkell Harðarson. Brellumeistari: Eggert Ketilsson. Handlangari/aðst.sfx: Behnam Valadbeygi. Handlangari/aðst.sfx: Daniel Howard. Handlangari/smiður: Bárður Kristjánsson. Búningar: Ólafur Egill Egilsson. Aðstoð v/ búninga: Linda Garðarsdóttir. Förðun: Christina Öhlund. Aðst. förðun: Susanne Maresch. Sérstök förðun: Stefán Jörgcn Ágústsson. Aðst. sérstökförðun: Sigurjón F. Garðarsson. Hlaupari: Garún. Umsjón m. mat: Kristín Eysteinsdóttir. Hestaumsjón: Jens Pétur Högnason. Dýratemjari: Asta Dóra Ingadóttir. Umsjón m. öryggi: Guðmundur Bogason. Kristján Jónsson. Stand in /Áhættul.: Valdimar Jóhannsson. Stand in: Geir Magnússon. Stunt f/ Christinu: Steinunn Hilmarsdóttir. Málverk: Per Lundgren. Lanú&sy m r 9

x

Land & synir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.