Land & synir - 01.11.1999, Side 1

Land & synir - 01.11.1999, Side 1
eða úthlutunar- nefndir? Fjonr fcv'iki7iy7icl(tQC7*ð(ir- menn svara því. Stefán Snævarr fjallar um tengsl kvikmynda og rokktónlistar. Englar alhemmns og 101 Reykjavík. er að læra kmkm.ynda- leikstjórn i Póllandi. Eins og skvísurnar í Buckingham Olafur H. Torfason talar við Guðmjju Halldórsdóttur. Menningarsjóður útvarpsstöðva mun enn úthluta á næsta ári Hvað líður nýjum heim ildarmyndasjóði? SAMKVÆMT samkomu- lagi því sem undirritað var milli Kvikmyndasjóðs og Menntamálaráðuneytisins í desember 1998, er gert ráð fyrir því að stofna sérstakan sjóð til að styrkja heimildar- og stuttmyndir. Er gert ráð fyrir að sjóðurinn fái um eitt hundrað milljónir króna til ráðstöfunar. Með nýjum út- varpslögum átti jafnframt að leggja niður Menningarsjóð útvarpsstöðva. Kvikmyndagerðarmenn eru orðnir svolítið langeygir eftir hinum nýja sjóði og því var Björn Bjarnason menntamálaráðherra inntur eftir stöðu mála. Segir hann að fyrirhugað sé að flytja frumvarp til nýrra útvarps- laga að lokinni meðferð þess í þingflokki framsóknar- manna. Verður Menningar- sjóðurinn þá lagður niður með samþykkt hins nýja frumvarps. Karítas Gunnarsdóttir hjá menntamálaráðuneytinu segir einnig að ljóst sé að Menningarsjóðurinn muni úthluta fé á næsta ári og að hinn nýi sjóður muni ekki verða stofnaður fyrr en Menningarsjóðurinn hafi verið lagður niður. Nokkur bið mun því enn verða á að samkomulag það sem gert var fyrir ári taki gildi. L&S mun fylgjast með framgangi þessa máls. RÚRIK Haraldsson og Karl Guðmundsson í hlutverkum sínum í stuttmyndinni Old spice eftir Dag Kára Pétursson sem sýnd var á kvik- myndahátíðinni Nordisk Panorama í Reykjavík nú í haust. Fyrir myndina fékk Dagur Kári verðlaun Canal + fyrir bestu stuttmynd hátídar- innar. Dagur Kári fékk einnig aðal stuttmyndaverðlaun hátíðarinnar fyrir mynd sfna Lost Weekend. Þetta er í fyrsta sinn sem (slendingur vinnurtil verðlauna á Nordisk Panorama. Besta heimildarmyndin var valin Adiccted to solitude eftir Danann Jon Bang Carlsen.

x

Land & synir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.