Land & synir - 01.07.2002, Blaðsíða 2

Land & synir - 01.07.2002, Blaðsíða 2
• • • Nr. 35 - 3. tbl. 8. árg. MAÍ/JÚLÍ 2002. Útgefandi: Félag kvikmynda- gerðarmanna í samvinnu við Kvikmyndasjóð íslands, Framleiðendafélagið SÍK og Samtök kvik- myndaleikstjóra. Með stuðningi Skjás eins, Sjónvarpsins og Stöðvar 2. Ritstjóri: Ásgrímur Sverrisson. Ábyrgðarmaður: Björn Brynjúlfur Björnsson. Ritnefnd: Anna Th. Rögnvaldsdóttir, Ari Kristinsson, Björn Brynjúlfur Björnsson, Gunnar Þorsteinsson, Heimir Jónasson, Hrafn Gunnlaugsson, Ingvar Þórisson, Ólafur H. Torfason, Þorfinnur Ómarsson. Prentun: Prentmet. Land & synir kemur út annan hvern mánuð. Tölvupóstur: asisv@simnet.is. Er danska 60/40 reglan eitthvað fyrir okkur? Frá ritstjóra: Framundan er smíði reglugerðar vegna hinna nýju laga um Kvik- myndamiðstöð fslands sem taka gildi um áramót. Einn helsti kost- ur þeirra laga er svigrúmið sem þau gefa varðandi úthlutun fjármagns til kvikmyndagerðar. Gert er ráð fyrir að forstöðumaður annist úthlutanir en geti kallað til liðs við sig ýmist ráð- gjafa eða úthlutunarnefndir. Sjálfsagt væntir enginn frekara framhalds á starfi úthlutunarnefnda, enda flestir á því að slikt fyrirkomulag heyri fortíðinni til. Ráðgjafar hafa ýmsa kosti, þetta væru þá fagmenn sem störfuðu allt árið og hefðu ýmis tækifæri til að koma sér upp þekkingu sem hjálpaði grein- inni. Slíkt kerfi hefur lengi veríð við lýði t.d. á Norðurlöndunum og gefist ágæt- lega á köflum. Sá galli er þó á slíkum aðilum að þeir bera ekki nema afar takmarkaða ábyrgð á útkomu verkanna þegar upp er staðið. Auk þess er hætt við því að þeir muni liggja undir stöð- ugum grun um ýmiskonar annarleg sjónarmið, sama hvað þeir gera, enda svífur andrúmsloft vænisýki æði oft yfir vötnum hins smáa og sérlundaða íslenska kvikmyndaheims. Ég hef áður bent á nauðsyn þess að láta kvikmyndagerðarmennina sjálfa taka ákvarðanir um hvaða verk þeir vilji gera, þannig að útsjónarsemi þeirra fái að þroskast og blómstra, samfara aukinni ábyrgð. Slíkt er ein- faldlega dýnamiskara fyrirkomulag og mun leiða til betri mynda. í Danmörku ertil svokölluð “mótvirðísregla” (60/40 reglan) sem í kjarnann gerir ráð fyrir því að einstök mynd geti fengið fjárhagsstuðning fyrir allt að 60% af kostnaði gegn sönnuðu 40% framlagi annarsstaðar frá. Með tilliti til fyrr- nefndrar reglugerðar sem brátt þarf að ganga frá, er eðlilegt að skoða hvort þessi aðferð gæti hentað okkur, enda er hún að mörgu leyti bæði eínföld og gegnsæ. Dönsku mótvirðisreglunni fylgir ítarlegur lagabálkur (sjá www.dfi.dk) þar sem fram koma skilyrði slíks stuðnings. Flest eru þau með svipuðum hætti og kvikmynda- gerðarmenn almennt þekkja og ætti ekki að vera þeim ofraun að uppfylla. Einnig vekur athygli að gert er ráð fyrir mati á markaðs- og dreifingarmögu- leikum verksins í lögunum og einnig er kveðið á um endurgreiðslu verði skil- greindur hagnaður af verkefninu, en það minnir á tillögur Einars Þórs Gunnlaugssonar sem hann lýsti í þarsíðasta blaði. Kostir þessarar reglu eru: a) (slenskír framleiðendur yrðu f auknum mæli að byggja á markaðs- legri hugsun, þeir þyrftu enn frekar en áður að finna fjármagn og dreifingu á alþjóðlegum markaði. b) Með öruggu 60% framlagi gætu framleiðendur herjað markvissar á aðra fjárfesta. Þetta myndi leiða til betri verkefnaþróunar þar sem fram- leiðendur hefðu meira að vinna. c) Ekki þyrfti að gera upp á milli umsókna út frá óljósum viðmiðum, önnur framlög til verksins myndu einfaldlega tala sínu máli. d) Allir möguleikar á að hygla einum umsækjanda á kostnað annars hyrfu, þ.m.t. ógagnsæjar pólitískar fléttur. e) Bundinn yrði endir á hugsanlegt óvissuástand sem gæti skapast þegar vílyrði ganga ekki út. í þessu kerfi fara aðeins þær myndir í gang sem hafa tryggt sér áskilið fjármagn. Verkefni sætu þá ekki á vilyrðum meðan önnur sem gætu farið í gang kæmust ekki lönd né strönd. Eftilvill hefðu stjórnvöld áhyggjur af því fjármagni sem veita þyrfti í grein- ina ef stuðningur yrði nær sjálfvirkur. Mætti þá hugsa séreinhverskonar þak á upphæðir, allavega í fyrstu, til að sjá hvernig málin þróuðust. En þessa hugmynd ertvfmælalaust vert að skoða frekar. L&S mun halda áfram að fjalla um þetta mál í næsta blaði. STJORNIR FELAGANNA STJÓRN FÉLAGS KVIKMYNDAGERÐARMANNA: Formaður: Björn Br. Björnsson. Varafor- maður: Jón Karl Helgason. Ritari: Kristín Erna Arnardóttir. Gjaldkeri: Katrín Irigvadóttir. Með- stjórnendur: Anna Dís Ólafsdóttir, Ingvar Á. Þórisson, Hjálmtýr Heiðdal. Varamenn: Kristín María Ingimarsdóttir, Hildur Bruun. STJÓRN FRAMLEIÐENDAFÉLAGSINS SÍK: Formaður: Ari Kristinsson. Varaformaður: Jón Þór Hannesson. Gjaldkeri: Snorri Þórisson. Meðstjórnendur: Friðrik Þór Friðriksson og Guðmundur Kristjánsson. Varamenn: Viðar Garðarsson og Hrafn Gunnlaugsson. STJÓRN SAMTAKA KVIKMYNDALEIKSTJÓRA: Formaður: Friðrik Þór Friðriksson. Gjaldkeri: Hilmar Oddsson. Ritari: Óskar Jónasson. Varamenn: Hrafn Gunnlaugsson, Kristín Jóhannesdóttir, Jón Tryggvason. TÍÐINDIÚR KVIKMYNDA-'VG SJlMARPSHEIMINUM Þórey Vilhjálmsdóttir ráðin framkvæmdastjóri Eddunnar -athöfnin haldin þann 10. nóvember nœstkomandi Stjórn Islensku kvikmynda- og sjónvarpsaka- demíunnar hefur ráðið Þóreyu Vilhjálmsdóttur sem framkvæmdastjóra Edduverðlaunanna árið 2002. Ásgrímur Sverris- son, sem var fram- kvæmdastjóri verð- launanna þrjú fyrstu árin, tekur sæti í stjórn Akademíunnar. Þórey er einn af stofnendum V-dags- samtakanna og fram- kvæmdaraðilum V- dagsins í Borgarleikhúsinu 14. febrúar síðastliðinn. Þórey var framkvæmdastjóri og annar eigenda Eskimo models frá 1996-2000 þar sem hún sá m.a. um framkvæmd Ford-keppninnar, Futurice tískuviku og ýmissa annarra viðburða. Edduverðlaunin verða afhent í Þjóðleikhúsinu þann 10. nóvember næstkomandi og verður athöfnin í beinni útsendingu í Sjónvarpinu. Þess má geta að yfir 60 % þjóðarinnar hefur fylgst með útsendingu Edduverðlaunanna undanfarin ár. Námskeið í þróun stuttmyndahandrita á vegum Kvikmyndasjóðs Kvikmyndasjóður íslands stendur fyrir námskeiði í gerð og þróun stutt- myndahandrita dagana 16. - 19. júlí næstkomandi. Námskeiðið er f tvennu lagi, annarsvegar uppbygging stutt- myndahandrita og frásagnar- tækni, hinsvegar þróun hand- rita þátttakenda. Unnið verður í hóp og námskeiðið er endur- gjaldslaust. Hámarkslengd handrita skal vera 8 mínútur og hafa átta manns verið valdir til þátttöku. Námskeiðið fer fram á ensku og leiðbeinandi er Ted Braun frá Suður-Kalíforníuháskóla í Bandaríkjunum. í framhaldi af námskeiðinu mun Kvikmyndasjóður styrkja framleiðslu fjögurra þeirra verkefna sem þróuð verða. Luc Besson filmar á íslandi í sumar Franski leikstjórinn og stórmógúllinn Luc Besson er framleiðandi kvikmyndarinnar Michel Vaillant sem tekin verður upp að hluta til á Islandi í sumar. Kvik- myndafél- agið Pegasus, undir stjórn Snorra Þórissonar, er þjón- ustuaðili verkefnisins hér á landi. Michel Vaillant er frönsk teiknimyndahetja og kapp- akstursmaður sem notið hef- ur mikilla vinsælda um langt skeið í hinum frönskumæl- andi heimi en er ekki mikið þekktur annarsstaðar. Leik- stjóri er Louis-Pascal Couve- laire en Besson skrifar handrit ásamt Alexandre Ciolek. 2 LAND & SYNIR

x

Land & synir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.