Land & synir - 01.07.2002, Blaðsíða 14

Land & synir - 01.07.2002, Blaðsíða 14
9 < FRÆGASTA “BITCHIÐ" íBÆNUM?: Elísabet Rónaldsdóttir hvetur íslenska kvikmyndaframleiðendur til að temja sér fagmannlegri vinnubrögð. með bókunum verkefna fram í tímann. L&S: Hvernig var svo að koma heim? ER: Það hefur verið svolítið skrýtin reynsla að sjá suma framleiðendur bregðast ókvæða við þegar í ljós kemur að við erum ekki til í að taka að okkur hlutverk styrktaraðila eða fjármögn- unarfyrirtækis. Okkar sjónarmið er að við erum bara fólk að vinna, við þurfum okkar laun og þurfum að standa skil á afborgunum vegna tækja og þess háttar. Þetta hefur verið svolítið Cut and Paste kallast nýtt fyrirtæki í íslenskum kvikmyndabransa sem sérhæfir sig í eftirvinnslu kvikmynda. Fyrirtækið er í eigu klipparanna Elísabetar Rónaldsdóttur, Valdísar Óskarsdóttur og Sigvalda Kárasonar og Guðmundar Sverrissonar hjá fjárfestingafélaginu Med hf., en sá síðastnefndi var einn af framleiðendum myndarinnar Reykjavík Guesthouse. Hjá Cut and Paste hafa þegar verið klipptar myndirnar Hafið, Reykjavík Guesthouse og Maður eins og ég, auk nokkurra erlendra verkefna. L&S tók hús á Elísabetu og í Ijós kom að hún átelur mjög vinnubrögð íslenskra kvikmyndaframleiðenda, sem gjarnan ætlist til þess að fá að bíða með greiðslur um óákveðinn tíma og að Cut and Paste taki í raun þátt í áhættunni af framleiðslunni án þess að fá nokkuð í staðinn. Engu að síður er hún bjartsýn á gengi þessa fyrirtækis en telur þörfina á faglegum vinnubrögðum í eftirvinnslu mjög knýjandi fyrir íslenska kvikmyndagerð. L&S: Hvað kom til að þið ákváðuð að fara út í þetta fyrirtæki? ELÍSABET RÓNALDSDÓTTIR: Fyrirtækið er stofnað í Svíþjóð þar sem ég bjó, þó ég ynni í Danmörku og flakkaði á milli með ferju. Þegar ég er beðin um að klippa Reykjavík Guesthouse kom upp sú spurning hvar vinnan ætti að fara fram. Ég vildi helst klippa hana heima í Svíþjóð því ég var bæði með börn í skóla og nýfætt barn og treysti mér ekki til langdvalar á íslandi. Mig grunaði líka að það tæki töluverðan tíma að klippa þessa mynd, bæði vegna þess að hún er tekin á DV sem þýðir yfirleitt meira efni og auk þess á tvær kamerur. Þegar svo upp var staðið hafði vinnan tekið um fimm mánuði. Guð- mundur Sverrisson, einn af framleiðendum Reykjavík Guesthouse, lagði til að við myndum kaupa klippigræjur, ekki aðeins til að klippa þessa mynd heldur hafði hann áhuga á að koma inn í fýrirtækið og byggja það upp. Við ákváð- um loks að kaupa Avid Symphony, þessar “créme de la créme” græjur og ég var með þær í stofunni hjá mér að klippa Guesthouse til að byrja með. Þá kemur upp sú staða að mann- inum mínum bauðst staða heima á fslandi, ein af fáum slíkum sem hæfðu hans menntun. Það verður því úr að við förum heim, ég reyndar hálfu ári seinna en maðurinn minn vegna skuldbindinga sem ég var búinn að koma mér í frústrerandi en auðvitað hefur verið mjög gam- an líka, sérstaklega þegar vinnan gengur vel. Okkar hugmynd er að gefa þessu fyrirtæki nokkur ár til að blómstra, en ef það gengur ekki verður bara að hafa það. En auðvitað langar okkur að þetta gangi, íslensk kvikmyndagerð þarf nauðsynlega á svona fyrirtæki að halda. Við bjóðum núna uppá bæði online og offline klippingu, auk fullkominnar litgreiningar. Auk þess erum við í samstarfi við hljóðsetningar- fyrirtækið Uss (Sigurður Hrellir og co.), sem er á sama stað. Verkefni okkar hingað til hafa verið bíómyndir og nokkrar stærri heimildarmyndir, en auðvitað erum við til í að vinna hvað sem er. Markmiðið er að búa til alhliða eftirvinnslu- fyrirtæki sem framleiðendur geta leitað til með allan pakkann, klippingu, hljóðsetningu og lokafrágang á sýningareintökum. Við höfum yfir að búa þeirri þekkingu sem þarf til að fylgja hlutunum eftir og sjá til þess að málin klárist. L&S: Er göslaragangur áberandi I íslenskri kvikmynda- gerð að þínu mati? ER: Það er rosalega áberandi hérna heima að fólk þekkir ekki ferlið, man ekki hvað á að gera næst eða hvað þarf að gera til að myndin komist í bíó. Okkur finnst líka áberandi hversu lélegt skipulag er á hlutunum og hvað fólk veit almennt lítið auk þess sem verkefnaundir- búningur virðist oft vera í miklum ólestri. Ég er ekki að reyna að vera niðrandi, en við höfum neyðst til að taka að okkur ákveðið uppeldis- hlutverk, gera fólki grein fyrir því að hlutirnir kosta. Til dæmis ef taka þarf kópíu verður einhver að setjast niður við græjur í húsi og gera þessa kópíu. Það kostar peninga og það þarf fólk að læra. Það er stundum undarlegt að upplifa reynda framleiðendur hvá í forundran þegar kemur að svona málum. Ég er víst fræg- asta “bitchið” í bænum í augnablikinu en er bara sátt við það hlutverk og lifi það alveg af. Það er einfaldlega mín bjargfasta trú að ef við ætlum að vaxa og dafna sem bransi verðum við að ná tökum á þessari hugsun. Ef íslensk kvik- myndagerð vill láta taka sig alvarlega verður fólk að geta lifað á því sem það er að gera. Það þýðir kannski að við framleiðum færri myndir en ég er ekkert leið yfir því, þær verða þá ef til vill bara betri. Ef við gerum þetta ekki flýr fólk greinina og þekkingu og hæfileikum er þá kast- að á glæ. Það getur verið voða gaman að þess- um guttum sem halda að kvikmyndagerð sé svo auðveld og eru með ýmsar tillögur í þá áttina. Gallinn er bara sá að þær snúast yfirleitt um að einhver annar borgi kostnaðinn. L&S: Hvernig sérð þú fyrir þér að treysta megi frekar grundvöll fyrirtækja eins og Cut and Paste? ER: Við höfum til dæmis verið með þá hug- mynd að Kvikmyndasjóður gæfi kost á styrkj- um til eftirvinnslu erlendra verkefna sem yrðu unnin hér. Við gætum þá t.d. komið inn sem meðframleiðendur og fengið peninga til að vinna eftirvinnslu hér. Þessir peningar myndu þá haldast í landinu, öfugt við það sem t.d. gerist þegar framleiðendur eru að fá einhverja semifræga erlenda leikara sem kosta mikla peninga sem fara beint úr landinu. Sem með- framleiðendur á erlendri mynd gætum við hinsvegar byggt upp iðnaðinn hér heima með slíkum styrk. Tímarnir hafa breyst varðandi svona eftirvinnslu, fjarlægðir skipta ekki svo miklu máli þannig að við teljum grundvöll fyrir þessari starfsemi hér. Svo er ekkert sem segir að við getum ekki farið eitthvað annað í einstök verkefni ef aðstæður krefjast þess. Okkar kúnn- ar verða tæplega stórar alþjóðlegar myndir, frekar erum við að stíla inná evrópskar myndir, sérstaklega frá hinum Norðurlöndunum, Eng- landi og Skotlandi. Ég held því að lausnin sé að strúktúrera bransann enn frekar og stóla á þá hæfileika sem hér er að finna. Fjölmargt tækni- fólk í íslenska kvikmyndageiranum er hafið upp til himna þegar það vinnur erlendis vegna þess að það er duglegt, þrautseigt og vinnur mjög fagmannlega. Það er hinsvegar stöðug hætta á því að missa þetta fólk alveg úr landi því við höfum svo oft ekkert að bjóða þeim upp á hér heima nema launalaust stress. Þessvegna viljum við láta á þetta reyna en það tekst ekki nema framleiðendur temji sér almennt fagmannlegri vinnubrögð. 14 LAND&SYNIR

x

Land & synir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Land & synir
https://timarit.is/publication/1279

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.